Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 12

Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 FRÉTTIR Opnað fyrir skil á haustskýrslum Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Í samræmi við 10. gr. laga um búárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram öldi ásetts búár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróóðursuppskera af hefðbundnum nytja- túnum og leigutúnum ásamt fyrningum og upp- lýsingum um aðra fóðuröflun og landstærðir. Skila þarf haustskýrslu í Bústofn eigi síðar en 20. nóvember 2023. Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2023 í Bústofni. Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli Nýlega var lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu til sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna rakaskimunar og sýnatöku í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Skýrslan sýnir að ástand hússins sé skelfilegt í alla staði því það var til dæmis mygla í öllum byggingarsýnum sem tekin voru í húsinu. Þá kom í ljós mikið af rakaskemmdum og rakaummerkjum í húsnæðinu. Einar Kristján Jónsson sveitar stjóri hefur lagt fram drög að kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar vegna viðgerða á húsinu og hljóðar hún upp á 250 milljónir króna til að gera húsið hættulaust fyrir starfsemi. „Húsið hefur ekki verið dæmt ónýtt, en það er verulega illa farið vegna leka og lítils viðhalds. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað verður gert í stöðunni en ef niðurstaðan verður sú að gera húsið ekki upp þá verður það rifið og lóðin notuð undir sívaxandi eftirspurn um lóðir fyrir verslun og þjónustu á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Kristján. Félagsheimilið Kirkjuhvoll er í eigu Skaftárhrepps. Gestastofa hefur verið rekin í húsinu en nú þegar þjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarðs er að flytja í nýja gestastofu á staðnum þá verður engin starfsemi í húsinu. /mhh Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum. Mynd / Aðsend Bláskógabyggð: Konur eru með 1,1% hærri laun en karlar Nýlega var gerð viðhalds- úttekt hjá Bláskógabyggð á launum starfsmanna. Viðhaldsúttekt er það þegar sveitarfélög, sem hafa fengið jafnlauna­ vottun, fara í gegnum úttekt árlega til að viðhalda vottuninni. Í úttektinni kom fram að munur á launum kynjanna er þannig að konur eru með 1,1% frávik frá meðaltalinu, það er að segja 1,1% hærri laun en karlar. „Þetta þarf auðvitað að skoða í því ljósi að konur eru meirihluti starfsmanna, en það er samt sem áður verið að bera saman sömu og jafnverðmæt störf. Fylgnin 96,5% er eiginlega mælikvarði á hversu marktæk úttektin er, þetta er mjög hátt á þeim skala, þannig að þetta er vel marktæk niðurstaða,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Starfsmannafjöldi greiningarinnar var alls 109, 24 karlar og 85 konur. Greiningin var gerð út frá launum maímánaðar. /mhh Félagsbúið Teigur 1 í Fljótshlíð var útnefnt ræktarbú ársins 2022 í Rangárvallasýslu á Degi sauðkindarinnar, sem fór nýlega fram á Hvolsvelli. Sauðfjárræktarbúið er í eigu hjónanna Guðna Jenssonar og Örnu Daggar Arnþórsdóttur, ásamt Tómasi Jenssyni. Við val á ræktunarbúi er stuðst við reglur RML, sem samþykktar hafa verið af fagráði í sauðfjárrækt. „Í Teigi 1 hefur verið stunduð metnaðarfull sauðfjárrækt til fjölda ára sem m.a. endurspeglast í háu kynbótamati ærstofnsins. Ærnar eru frjósamar og mjólkurlagnar og lömbin væn og vel gerð. Meðal heildareinkunn kynbótamats ánna er 105,2 stig. Þá hefur búið lagt nokkuð til hins sameiginlega ræktunarstarfs í landinu en þaðan hafa komið hrútar sem þjónað hafa á sauðfjársæðingastöðvunum. Teigur 1 var einnig valið ræktunarbú ársins árið 2016,“ segir m.a. í umsögn RML. Þá kemur fram í umsögninni að á árinu 2022 voru meðalafurðir eftir hverja á á búinu 37,4 kg, frjósemin var 2,17 lömb eftir fullorðna á og 2,01 lömb til nytja. Veturgömlu ærnar stóðu sig einnig afbragðs vel, en þær skiluðu að jafnaði 21,9 kg og 1,16 lömbum til nytja. Meðalfallþungi dilka var 18,0 kg, einkunn fyrir gerð 10,1 og fyrir fitu 6,5. Hlutfall gerðar og fitu var 1,55. /mhh Sjá nánar um Dag sauðkindarinnar á bls. 68. Dagur sauðkindarinnar: Teigur 1 verðlaunað Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn. Mynd / mhh Ásta Stefánsdóttir. Akureyri: Stækka B. Jensen á alla enda og kanta – Stefna á að auka vinnslugetuna um 50% á næsta ári B. Jensen ehf., að Lóni á Akureyri, hefur eflst og dafnað allt frá stofnun árið 1968. Nú stendur til að stækka. Markaðssvæði B. Jensen er allt landið, að sögn Eriks Jensen framkvæmdastjóra. „Við sendum um land allt og seljum bæði til einstaklinga og fyrirtækja, s.s. veitingahúsa,“ segir hann. Nú vinna 18 manns hjá fyrirtækinu sem samanstendur af sláturhúsi, kjötvinnslu og verslun. Erik stendur iðulega vaktina í versluninni, sem er vinsæl meðal heima­ og ferðafólks. „Ég er allt í öllu, ef þarf að gera við, mála, ræða við bændur, panta inn eða selja, ég geri bara það sem gera þarf,“ segir Erik hlæjandi. Stækka um 1.000 fermetra Sláturhús B. Jensen var stækkað til að koma fyrir nýrri vinnslulínu árið 2007 og jókst þá vinnslugetan um 50%, starfsmannaaðstaða o.fl. stækkaði 2010 og nú stendur enn til að sækja í sig veðrið. Grunnur er kominn að 1.000 m2 viðbyggingu sem verður að hluta til á tveimur hæðum. Á efri hæð verða skrifstofur, stærri kaffistofa og betri búningsaðstaða og á jarðhæðinni aðstaða fyrir kjötvinnslu. Búðin verður sömuleiðis stækkuð. „Við ætlum helst að auka vinnslugetuna með nýbyggingunni um 50% aftur,“ segir Erik. „Ég vil helst fara í 150­200 tonn á mánuði í framleiðslunni. Við erum í 60­80 tonnum núna, það er misjafnt milli mánaða.“ Þau stefna á að byggingin verði tilbúin í maí næsta vor þannig að hægt sé að taka hana í notkun. Ráða þarf inn eitthvað af viðbótarfólki og reiknað með að starfsmenn verði þá um 25 talsins í heildina. Eina húsið með sláturhús, kjötvinnslu og búð Áhættuvefir úr slátruninni, svo sem heilar, fara til brennslu suður í Kolku. Þó að það sé kostnaðarsamt segir Erik það samt ódýrara en að brenna þetta sjálfur. Ekki standi til að breyta því nema brennslustöð verði sett á laggirnar á Akureyri. Þótt nautakjötið sé hvað veigamest hjá B. Jensen er fyrirtækið einnig með svína­ og hrossakjöt á boðstólum, að sögn Eriks, og svínakjötið slagar hátt upp í nautakjötssöluna. „Þetta er eina húsið á Íslandi sem rekur sláturhús, Feðgarnir Erik Jensen framkvæmdastjóri og Fannberg Jensen gæðastjóri á þönum í verslun B. Jensen á Akureyri. Mynd / SÁ kjötvinnslu og búð,“ segir hann. Erik rekur fyrirtækið ásamt konu sinni, Ingibjörgu Stellu Bjarnadóttur, en þau keyptu það árið 1998. „Fyrirtækið var stofnað 1968 af foreldrum mínum, Jónínu Guðjónsdóttur og Benny Albert Jensen, sem var danskur slátrari. Þau eru svo þrjú börnin okkar að vinna hér og ein tengdadóttir.“ /sá Verslun B. Jensen er að Lóni á Akureyri. Úrvalið er gott af fersku kjöti og frosnu og einnig er seld ýmis gjafavara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.