Bændablaðið - 02.11.2023, Page 30

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Samstarfssamningur hefur verið undir ritaður um fram hald á verkefninu Loftslagsvænn land- búnaður, sem mun gilda út næsta ár. Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Land- græðslunnar, Skógræktarinnar og matvælaráðuneytisins og var sett á fót á árinu 2020. Með nýjum samningi er stefnt að því að verkefnið stækki og eflist. Meginmarkmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá landbúnaði og land- notkun og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Fimm garðyrkjubýli bætast við Karvel L. Karvelsson, fram kvæmda- stjóri RML, segir að það sem breytist frá fyrri samningi er að nú bætast tíu sauðfjár- og nautgripabú við hóp þátttakenda, auk fimm garðyrkjuframleiðenda í útiræktun – sem eru þá þeir fyrstu sem koma inn í verkefnið úr þeirri grein. Mun fleiri umsóknir bárust en hægt var að samþykkja, eða alls um 25, og því var dregið af handahófi úr lista umsækjenda og fyrstu fimmtán sem komu upp úr pottinum var boðin þátttaka. Verkefnið er hluti af aðgerða- áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og þeir bændur sem taka þátt í verkefninu fá aðgang að ráðgjöf og fræðslu um loftslagsmál. Í tilkynningu úr matvæla ráðu- neytinu kemur fram að í lok síðasta árs hafi 46 bú verið þátttakendur í verkefninu; 22 í sauðfjárrækt og 24 í nautgriparækt. Árangurstengdar greiðslur Greiddir eru styrkir fyrir þátttöku, til að mynda vegna efnagreininga, auk þess sem teknar hafa verið upp árangurstengdar greiðslur samkvæmt aðgerðaráætlun.Samkvæmt stöðu- skýrslu um verkefnið frá 2022 hefur þekking þátttakenda á loftslagsmálum aukist sem og færni þeirra í loftslagsaðgerðum. Bændurnir hafa þjálfast í að skipuleggja landnotkun á jörðum sínum og öðlast betri yfirsýn yfir fyrirliggjandi verkefni í búrekstrinum. Í skýrslunni segir að þátttaka í verkefninu hafi einnig hvatt bændur til að vera virkir í umræðunni um loftslagsmál í sínu nærsamfélagi. Nýta á þá þekkingu sem verður til í verkefninu í framtíðarstefnumótun á málefnasviðinu. /smh Í DEIGLUNNI HONDA SNJÓBLÁSARAR FÁST Í FAGVERSLUN BYKO GÆÐI Í YFIR 40 ÁR www.byko.is/honda | honda@byko.is | 821-4152 Loftslagsvænn landbúnaður: Nýr samningur sem gildir út næsta ár Nýir þátttakendur í Loftlagsvænum landbúnaði Heiðarbær 1 806 Selfossi Sauðfjárrækt Brúnastaðir 570 Fljót Sauðfjárrækt Birtingaholt 4 846 Flúðir Nautgriparækt Austvarðsholt 1c 851 Hella Sauðfjárbú Neðri-Torfustaðir 531 Hvammstangi Nautgriparækt Sölvanes 561 Varmahlíð Sauðfjárrækt Leifsstaðir (Hokur) 671 Kópasker Sauðfjárrækt Holt 681 Þórshöfn Sauðfjárrækt Göngustaðir 621 Dalvík Naugriparækt/sauðfjárrækt Norðurhjáleiga 881 Kirkjubæjarkl. Sauðfjárrækt Fljótshólar 803 Selfoss Garðyrkja Hverabakki 845 Flúðir Garðyrkja Miðhvammur 641 Húsavík Garðyrkja Gerði 851 Hella Garðyrkja Breiðargerði 561 Varmahlíð Garðyrkja Bændurnir í Lambhaga, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, komu inn í verkefnið í byrjun árs 2021 með blandaðan búskap. Mynd / smh Þú finnur Bændablaðið á www.bbl.is, Facebook & Instagram Loftslagssjóður: Kanna fýsileika lífkolaframleiðslu Bændasamtök Íslands fengu ný- verið 15 milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði vegna verkefnis sem felst í fýsileikagreiningu á fram- leiðslu á lífkolum úr lífrænum úrgangi. Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með banni á urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi, frá síðustu áramótum, skapist ákveðin vandamál við að koma tilteknum lífrænum úrgangi í viðunandi farveg; eins og til dæmis dýrahræjum og sláturúrgangi. Markmið verkefnisins verði að skoða hvort fýsilegt sé að hagnýta nýja tækni hér á landi til framleiðslu á lífkolum; sem hefði þann tvíþætta tilgang að koma þessum úrgangi í umhverfisvænan farveg og binda auk þess kolefni í orkusjálfbæru ferli sem veldur engri losun gróðurhúsalofttegunda. Aðferðir sem eru hagnýttar í Evrópu Bændasamtök Íslands horfa til aðferða sem hafa verið hagnýttar á meginlandi Evrópu. Þær felast í brennslu á lífrænu efni í sérhæfðum brennsluofni í loftfirrtum bruna. Engin losun er úr þessu ferli, en afurðirnar eru lífkol, sem hægt er að nota sem áburð, blanda þeim í húsdýra- og gæludýrafóður eða jafnvel íblöndunarefni í byggingariðnaði. Í verkefnalýsingu kemur ennvfremur fram að nýleg riðusmittilfelli í Miðfirði hafi afhjúpað brýna þörf fyrir fleiri brennsluofna í landinu sem væri hægt að nota þegar aðstæður krefðust þess að dýrahræ séu brennd. Á þeim tíma, þegar farga þurfti hræjunum í Miðfirði, hafi eini brennsluofninn verið óstarfhæfur og því hafi þurft að urða riðusýkt fé sem hefði verið óviðunandi niðurstaða. Leita verður betri leiða til förgunar Í greinargerð með verkefninu segir að til að metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum nái fram að ganga verði að leita nýrra lausna og betri leiða til að farga dýrahræjum og sláturúrgangi, en nú sé gert. Þetta verkefni sé liður í því. Áætlað er, að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og sláturúrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum. /smh Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum. Mynd / Wikipedia

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.