Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Svíþjóð: Ungir sænskir bændur eru í afleitri stöðu Þriðji hver sænskur bóndi er á eftirlaunaaldri og æ fleiri leggja bú sín niður í stað þess að selja þau áfram eða láta þau ganga til næstu kynslóðar. Samtök sænskra bænda, Lant- brukarnas Riksförbund (LRF), gáfu nýverið út skýrslu þar sem í ljós kemur alvarleg staða. Bú þeirra eldri ganga ekki áfram til næstu kynslóðar heldur eru unnvörpum lögð af, seld stórvirkum jarðakaupendum eða landið brotið upp í litlar einingar og selt þannig í pörtum. Þetta getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir sænska matvælaframleiðslu þegar til lengri tíma er litið. Ungir bændur innan LRF hafa bundist samtökum um að skoða leiðir til að auðvelda kynslóðaskipti/ eigendaskipti landbúnaðarjarða. Fjármagnsskortur og jarða- uppkaup efnaðra helst í veginum Rannsókn var gerð meðal félaga LRF á aldrinum 18-35 ára og stóð hún frá nóvember 2022 til mars 2023. Í ljós kom m.a. að fyrir 90 árum voru tæplega 430 þúsund landbúnaðarfyrirtæki í Svíþjóð en í dag er sú tala 59 þúsund. Undanfarin 30 ár hafi u.þ.b. 90 þúsund býli verið lögð af og innlend landbúnaðarframleiðsla farið úr 75% í 50%. Býlum hefur þannig snarfækkað en þau eru oft og tíðum orðin mun umfangsmeiri. Í dag standa tæplega 2 þúsund býli undir helmingi af heildarframleiðsluverðmæti sænsks landbúnaðar. Um 94% þátttakenda í könnuninni sögðust vilja verða eigendur landbúnaðarlands í framtíðinni og eiga framtíð sem bændur. Í ljós kom að þeir litu á það að hafa frelsi til að stjórna tíma sínum sjálfir sem mikið tækifæri. Á sama tíma eru uppi áhyggjur af því að ungt fólk veigri sér af ýmsum ástæðum við að taka við af eldri kynslóð bænda og þeir fáu sem geti hugsað sér það eigi í erfiðleikum með að fjármagna slíkt. Þrennt er einkum í vegi ungs fólks sem vill taka við búskap og eignast eigin jarðir. Í fyrsta lagi fjármögnun landbúnaðarjarðakaupa, í öðru lagi samkeppni við vel efnaða stórbændur o.fl. sem kaupi upp jarðir og býli og í þriðja lagi vandkvæði þeirra sem vilja taka við af foreldrum sínum við að kaupa út systkini. Skortur á arðsemi og neikvætt viðhorf Í viðtölum við unga félagsmenn LRF kom t.d. fram að fyrir utan framangreindir hindranir hefði viðhaldi oft ekki verið sinnt í áratugi og það að standa frammi fyrir nauðsynlegum endurbótum ásamt því að kaupa væri óyfirstíganlegt fjárhagslega. Stórar jarðir væru iðulega brotnar upp í margar minni einingar og land og skógar seld í mörgum pörtum til að fá sem mest söluandvirði. Lítil býli séu óhagstæð vegna regluverks í landbúnaði. Þá séu vextir óhagstæðir varðandi langtímafjárfestingar. Hátt fasteignaverð skili lágri ávöxtun og afstaða bankastofnana til landbúnaðar sé neikvæð þar sem þær líti ekki á hann sem arðbæran. Þá hafi almenningur neikvæða sýn á bændur og líti jafnvel á þá sem „loftslagsglæpamenn“. Einnig hafi margir eldri bændur rekið bú sín án arðsemi áratugum saman. Skortur á arðsemi sé líka plága í kynslóðaskiptunum. „Ungt fólk sem hefur ekki mikið milli handanna á erfitt með að ráða við þetta og bankarnir loka augunum,“ segir einn viðmælenda í rannsókninni. Þá er tekið til þess að þótt ungt fólk vilji gjarnan starfa við landbúnað geri það kröfu um lifandi byggðarlög þar sem þjónusta er fyrir hendi, svo sem leikskólar, grunnskólar, heilsugæsla, matvöruverslanir og önnur þjónusta. Breytingar orðnar mjög aðkallandi Spurningin hljóti á endanum að vera hvernig styðja megi við að fjölbreyttur búskapur af öllum stærðargráðum þrífist í landinu. Til þess verði að endurskoða regluverk landbúnaðarins og stuðningskerfi svo kostnaður við landbúnaðarframleiðslu hindri ekki nýliðun í bændastétt. Skoða verði hið brenglaða samkeppnisástand þar sem innflutt matvæli lúti ekki sama stranga regluverkinu og innlend matvælaframleiðsla. „Við verðum að fá langtíma-leikreglur sem gefa okkur samkeppnisforskot, ekki öfugt,“ segir einn viðmælenda. Þar á meðal séu breytingar á lögum um jarðakaup, eignamyndun, opinberan stuðning til bænda og endurskoðun á notkun lánaábyrgða gegnum Evrópska fjárfestingabankann. „Ég sakna sænskra stjórnmála- manna sem lýsa stolti yfir sænskum landbúnaði. Ég sakna líka blæbrigðaríkari mynda úr fjölmiðlum um nútímalandbúnað og hlutverk hans í sænsku samfélagi,“ sagði annar. „Við hjá LRF-Ungdomen trúum á breytingar og sjáum að eitthvað þarf að gerast. Ekki aðeins vegna okkar eigin kynslóðar heldur líka fyrir þá eldri sem munu halda áfram og fyrir þá yngri sem koma á eftir. Fyrir þá sem vilja geta borðað sænskan mat og notað hráefni úr sænska skóginum í dag, en líka á morgun,“ segir í skýrslunni. /sá 22. nóvember 2023 | kl 13 – 15 | Hvanneyri Við bjóðum hagaðilum og öðrum áhugasömum til kynningarfundar og umræðna um nýja stefnu LBHÍ. Í kjölfar fundar verður boðið upp á skoðunarferð um Hvanneyrartorfuna. Öll velkomin! WWW.LBHI.IS · 433 5000 Þótt hér virðist ríkja friðsældin ein á þessu sænska býli eru blikur á lofti í þarlendum landbúnaði. Mynd / Jessica Pamp UTAN ÚR HEIMI Óháð úttekt gagnrýnir aðferðar- fræði og ályktanir um neyslu á rauðu kjöti og eggjum. Þó nokkrir annmarkar eru á nýjum norrænum næringarráðleggingum (NNR) er kemur að neyslu á rauðu kjöti og eggjum. Misræmi gætir í ályktunum skýrslunnar miðað við þau gögn sem ráðleggingarnar byggja á. Það kemur fram í niðurstöðum óháðrar úttektar sem bandaríska greiningarfyrirtækið EpiX Analytics framkvæmdi á nýjum norrænum næringarráðleggingum sem gefnar voru út í júní sl. Niðurstöður greiningarinnar lýsa aðferðafræði- legum göllum í vinnslu skýrslunnar, skorti á gagnsæi á aðferðafræði og forsendum ráðlegginganna. Þá er bent á ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga. Í úttektinni kemur fram að þau gögn sem ráðleggingarnar byggja á um heilsufarsáhrif neyslu á rauðu kjöti bendi ekki skýrt á 350 gramma hámarksneyslu á viku. Nýlegri rannsóknir styðji frekar mikilvægt hlutverk óunnins rauðs kjöts í hollu mataræði. Benda greinendur EpiX Analytics á að ráðleggingarnar hefðu allt eins getað verið 500 grömm á viku eða hærri. Í úttektinni er einnig bent á mikið ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga um eggjaneyslu. Forsendurnar sem sagt er frá í skýrslunni segi að hófleg neysla eggja væri hluti af heilbrigðu og umhverfisvænu mataræði en ráðleggingarnar sjálfar séu settar fram með öðru orðalagi. Mælt sé með 0–1 eggi á dag. Þrátt fyrir það segir í skýrslunni að takmarkaðar sannanir séu fyrir neikvæðum áhrifum neyslu á fleiri en einu eggi á dag. Þá bendir úttektin á að allar vísindalegar niðurstöður séu háðar óvissu. Ekki sé hægt að setja fram vísindarannsóknir sem sannleika og til að forðast að ofmeta heilsufarsáhrif á neyslu ákveðinna fæðutegunda sé nauðsynlegt að gera grein fyrir óvissuþáttum. Úttektin segir að norræna næringarráðgjöfin geri ekki nógu mikið úr óvissuþáttum. Nefnt er sem dæmi að þær vísindarannsóknir sem hafi farið fram um neyslu á rauðu kjöti einkennist af skekkjum og töluverðri óvissu og erfitt geti verið að draga sterkar ályktanir út frá þeim. Úttektin var gerð að beiðni MatPrat – markaðsstofu um kjöt og egg í Noregi, sem á þó ekki að hafa haft áhrif á vinnu greiningarfyrirtækisins. Í aðdraganda útgáfu nýrra norrænna næringarráðlegginga gagnrýndu norrænu bændasamtökin skort á vísindalegri aðferðafræði og gagnsæi við vinnslu ráðlegginganna. /ghp Norrænt mataræði: Alvarlegir annmarkar á næringarráðleggingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.