Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 56

Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Skógrækt: Skógur er matarkista – Umfjöllun um málþing skógarbænda á Varmalandi – fyrri hluti Víða var komið við á vel sóttu málþingi skógarbænda sem haldið var að Þinghamri á Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október síðastliðinn. Í þessari grein verður sagt frá fyrri hluta þingsins sem fjallaði um matvæli sem hægt er að hafa í og af skógi. Í næsta tölublaði Bændablaðsins má vænta umfjöllunar um seinni hluta þingsins sem gekk út á skógarumhirðu og gagnvið. Fyrir áhugasama má nálgast frekari upplýsingar um málþingið undir fréttir á skogarbondi.is þar sem meðal annars er aðgengilegur hlekkur á myndupptöku af Youtube- síðu Bændasamtaka Íslands. Samstaða Þemu málþingsins voru tvö, þ.e. „matur úr skóginum“ og „umhirða skógarins“. Áður en komið var að fræðsluerindum bauð Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður búgreina- deildar skógarbænda, gesti velkomna á málþingið og lýsti gleði sinni með að skógarbændur væru aftur komnir saman til að vera með á viðburði sem þessum. Honum var í sínum opnunarorðum hugleikið hversu mikilvægt það væri að að bændur stæðu saman og minntist á hvimleitt orðaskak bænda á milli vegna íhaldssamra búskaparhátta. Nær væri ef bændur ættu samræður en væru ekki í eltingarleik við laganna bókstaf, en svo virðist sem einmitt sá bókstafur sé valdur að óþarfa ágreiningi milli búgreina. Meiri samstaða Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kom einnig inn á þessi vandræði og sammæltust formennirnir, hann og Jóhann Gísli, um að þessi kurr yrði ekki leystur með einhverju skóhorni í aflögðu fjárhúsi heldur yrði að gera það með víðtækri sátt. Að öðru leyti sagði Gunnar frá fjölbreyttu starfi sem starfsmenn Bændasamtakanna vinna dags daglega. Hann sagði meðal annars frá stóru verkefni sem snýr beint að loftslagsmálum og senn kemur að því að Kolefnisbrúin taki til starfa á sínu sviði. Að lokum sagði hann frá ömurlegu ástandi í landinu vegna skipulagsmála. Frumbyggjahyggjar Í erindi Þrastar Eysteinssonar skóg- ræktarstjóra, sem flutt var af Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmála- stjóra Skógræktarinnar, var einnig komið inn á skipulagsmál en frá hinum endanum. Það er nefnilega þannig að skipulagsmál eru mannanna verk; byggð á ábúðarfullum ákvörðunum valdamanna hverju sinni. Náttúran er lítið að skipta sér af skipulagsmálum og allra síst á umbreytingartímum loftslags eins og flestir sérfræðingar sammælast um að nú séu í loftinu. Í erindi Þrastar var kynnt til sögunnar nýyrðið „frumbyggja- hyggja“ þar sem átt er við að manneskjan á það til að setja merkimiða á allt, ólíkt náttúrunni. Það lýsir sér til að mynda í þröngsýninni við að skipuleggja inn í framtíðina eftir því hvernig hlutirnir voru áður, en ekki eins og náttúran þróast. Staðarefniviður er sem sagt sjaldnast heppilegasta hráefnið. Sjálfbærni Eygló Björk Ólafsdóttir, matvæla- framleiðandi hjá Móður Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, sagði frá lífrænum búskap og ræktun í skjóli skóga og skjólbelta. Ræktarlandið í Vallarnesi er um 70 hektarar og er skýlt af 230 hektara skógi og skjólbeltakerfi sem telur um 9 kílómetra. Matvæli þeirra eru seld um land allt og nemur magn þeirra 120 tonnum á ársgrundvelli. Skógrækt og skjólbeltarækt hefur verið stunduð í Vallanesi í 40 ár og er grundvöllur gjöfullar ræktunar á jörðinni, ár eftir ár. Ekki er nóg með að skjól auki ræktunina vegna hækkandi hitastigs heldur auðgast lífvænlegur jarðvegurinn einnig. Ekki nóg með að á Vallanesi sé ræktað lífrænt korn og suðrænt grænmeti heldur nýta þau nú aukaafrakstur skógarins búinu til framdráttar. Skóginn og skjólbeltin þarf að grisja. Viðurinn er notaður í borð og planka til uppbyggingar á staðnum og afsagið er notað í kurl í göngustíga og til húshitunar. Auk alls þess er heimaræktaða kornið þurrkað með viði skógarins. Sveppapepp Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sagði frá sambýli sveppa. Það er bæði erfitt og einfalt að útskýra sveppi en það er eins og sveppir séu alls staðar, þeir eru límið sem gerir líf mögulegt á jörðinni og sveppir eru stærstu lífverur jarðarinnar. Mjög lítill hluti sveppa er ætur og hér á landi er helst að finna góða matarsveppi í skógum. Tré hafa mikla þörf fyrir samlífi með sveppum. Þar sem sveppaflóran er rík dafna trén betur. Í birkiskógum er gjarnan góð sveppaflóra enda hefur það vistkerfi fengið langan tíma að mótast. Í þeim má meðal annars finna eftirsóttustu skógarsveppi Evrópu, þ.e. kóngsveppi og kantarellur. Skógarmatarkistan Elisabeth Bernard er mannfræðingur og vinnur hjá Skógræktarfélagi Íslands. Hún sagði frá öllum þeim tækifærum sem leynast í skóginum er við kemur mat. Forðabúr skógarins gefur einnig tekjur og í Skógræktarritinu ár hvert má sjá yfirlit ýmissa flokka með skógafurðir og magn og tekjur af viðkomandi flokki. Varmaland í allri sinn dýrð að morgni málþings. Hótel Varmaland á miðri mynd og var málþingið haldið á Þinghamri sem er byggingin lengst frá. Horft til norðurs í átt til Baulu. Mynd / HGS Býfluga að störfum. Mynd / Agnes Geirdal FRÆÐSLA Nokkrir framsögumenn á málþinginu. Mynd tekin eftir málþingið. Á myndinni eru f.v.: Brynjólfur Jónsson, Egill Gautason, Eygló Björk Ólafsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Lárus Heiðarsson, Jóhann Frímann Þórhallsson, Agnes Geirdal, Dagbjartur Bjarnason, Björgvin Eggertsson og Eiríkur Þorsteinsson. Á myndina vantar: Bjarna Diðrik Sigurðsson, Björn Bjarndal Jónsson, Cornelis Aart Meijles, Elisabeth Bernard, Gunnar Þorgeirsson og Jóhann Gísla Jóhannsson. Girnilegir matsveppir í skógarbotni. Mynd / Elisabeth BernardNýgræðingur á rauðgreni er lostæti. Mynd /Elisabeth Bernard Hlynur Gauti Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.