Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 61

Bændablaðið - 02.11.2023, Qupperneq 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni, fv. skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Haldið í aðalbyggingu Háskólans að Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 16. nóvember. Dagskráin hefst stundvíslega kl: 9:30 og lýkur kl: 16. Málþingsstjóri: Bjarni Maronsson. Frummælendur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla- iðnaðar og nýsköpunar. Sýn ráðherra á hlutverk Háskólans á Hólum til næstu fimm ára og til lengri framtíðar. Sr. Gísli Gunnarsson Vígslubiskup á Hólum. Hólastaður; skóli og kirkja, órjúfanleg heild frá örófi alda. Ingibjörg Gunnarsdóttir aðstoðarrektor vísinda Háskóla Íslands. Á Háskólinn á Hólum að veðja á sérstöðu í vísindum og verkefnavali, eða keppa við aðra mennta- og rannsóknarstofnanir um hylli nemenda og fjármagn? Vilhjálmur Egilsson, fv. alþingismaður og fv. rektor Háskólans á Bifröst. Gildi háskóla/menntastofnana fyrir uppbyggingu og velgengni landsbyggðarinnar, efnahags- og félagslega. Hvert hefur framlag Háskólans á Hólum verið á Norðurlandi ? Gunnar Rögnvaldsson, fv. nemandi og ráðsmaður á Hólum. Hólar, samfélag fólks á tímum uppbyggingaráranna 1980- 2000. Félagsandi og samvinna meðal starfsfólks og nemenda er það lyftistöng framfara og árangurs? Skúli Skúlason, prófessor við fiskeldis og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum og fv. rektor. Vísindastarfið á Hólum, hverju hefur það skilað skólanum og samfélaginu? Ólafur Sigurgeirsson, lektor við fiskeldis- og fiskalíffræðideil Háskólans á Hólum. Að hve miklu leyti mætir menntun/rannsóknarstarf í fiskeldi þörfum atvinnugreinarinnar? Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Samfélags- og efnahagslegt gildi starfsins á Hólum. Hvert er framlag þeirra atvinnugreina sem Háskólinn á Hólum hefur valið að mennta starfsmenn til? Guðrún Stefánsdóttir, dósent við hestafræðideild Háskólans á Hólum. Breytt notkun á hestum, reiðmennsku og kynning á hestinum hérlendis og í útlöndum. Hvernig stenst Háskólinn á Hólum samkeppni á þessu sviði? Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. Mæta menntun og rannsóknir Háskólans á Hólum þörfum atvinnugreinarinnar? Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum. Dregur saman það sem hefur komið fram á málþinginu og hvað af því má læra. Lýsir viðhorfum sínum til stöðu Háskólans og Hólastaðar nú og fyrir hverju hún ætlar að beita sér í starfi skólans í bráð og lengd. Jón Bjarnason fv. Skólastjóri Bændaskólans á Hólum og fv. ráðherra. Horfir yfir sviðið fyrr og nú. Málþingi slitið. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfanginu: k108@simnet.is Kaffiveitingar og hádegismatur verður í boði fyrir gesti. Velkomin heim að Hólum Eftirtaldir aðilar hafa styrkt málþingið: því með sama foreldrameðaltal. Arfgreiningin metur vænleika þess erfðaefnis sem hvor kálfur hefur fengið, og þær upplýsingar fara inn í erfðamengjakynbótamatið. Í sumum tilvikum er mikill munur á kynbótamati tvíkelfinga. Öryggi kynbótamats hjá sæðinganautum Hugsum okkur nú muninn á erfðamengjakynbótamati sæðinga- nauta og því kynbótamati sem var reiknað fyrir reynd og óreynd sæðinganaut í gamla afkvæmadómakerfinu. Óreyndu nautin höfðu kynbótamat sem var einfaldlega foreldrameðaltal. Reyndu nautin höfðu hins vegar kynbótamat sem byggði á mælingum á nokkrum tugum dætra að lágmarki. Öryggi á kynbótamati þeirra var í kringum 0,9. Í nýja kerfinu eru nautkálfar valdir eingöngu á grundvelli arfgreininga og öryggið á kynbótamati þeirra er því einhvers staðar á milli öryggisins fyrir reynd og óreynd naut í gamla kerfinu. Þetta þýðir að meiri líkur eru á að innbyrðis röðun nautanna breytist þegar dætur þeirra fara að mjólka. Það er því ekki vænlegt að veðja of mikið á sama nautið. Þegar öll kurl eru komin til grafar getur því verið að hæst metna sæðinganautið sé ekki það besta. Hins vegar vil ég undirstrika að fræðin kenna, og reynslan erlendis hefur sýnt án nokkurs vafa, að erfðaframfarir eru hraðari með erfðamengjaúrvali heldur en með afkvæmadómum. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að erfðamengjaúrvalið styttir ættliðabilið verulega. Arfgreiningin ekur öryggi verulega Ég vil hnykkja á því að þó að öryggi erfðamengjakynbótamats sé lægra en öryggi afkvæmaprófaðra gripa, þá er öryggið mun hærra en öryggi foreldrameðaltalsins. Gögnin benda til þess að öryggið aukist um það bil 50% fyrir afurðaeiginleika þegar gripur er arfgreindur. Með aukinni gagnasöfnun verður erfðamengjakynbótamatið með enn hærra öryggi. Erfðamengjakynbótamat sem bústjórnartæki Hægt er að nota arfgreiningar á ýmsa aðra vegu en til að reikna erfðamengjakynbótamat. Erlendis hafa arfgreiningar orðið mikilvæg bústjórnartæki. Meðal annars nota bændur erfðamengjakynbótamat til að velja kvígur til að selja, sæða með holdasæði og sæða með kyngreindu sæði. Kyngreint sæði er ekki á boðstólnum á Íslandi enn sem komið er, og óleyfilegt að sæða alíslenskar kvígur með holdasæði. En bændur ættu að íhuga erfðamengjakynbótamat þegar þeir kaupa og selja kvígur. Erfðamengjakynbótamat gefur mun betra mat á ágæti þessara gripa heldur en einfalt foreldrameðaltal. Gagnleg erfðamörk Þá er að nefna að arfgreiningaflagan sem er notuð á Íslandi hefur verið hönnuð sérstaklega fyrir mjólkurkýr. Því er að finna ýmis erfðamörk sem hafa áhrif á framleiðslueiginleika eða valda erfðagöllum. Meðal annars eru erfðamörk fyrir hornalag, svartan lit og rauðan, og ákveðin mjólkurprótein. Það kostar þó nokkrar rannsóknir og tíma að sannreyna áhrif þessara erfðamarka í íslenska stofninum, áður en hægt er að birta þessar upplýsingar fyrir kýr og sæðinganaut. Með frekari rannsóknum verður vonandi hægt að finna áhugaverð erfðamörk fyrir íslenska stofninn og bæta þeim á arfgreiningaflöguna. Rannsóknir með arfgreiningum Enn má nefna mikla möguleika í rannsóknum. Með arfgreiningunum og gögnum úr skýrsluhaldi er hægt að leita að svæðum í erfðamengi íslenskra kúa sem hafa áhrif á framleiðslueiginleika, og víkjandi skaðlegum samsætum. Nú er í gangi verkefni þar sem leitað er að svæðum sem valda fósturdauða eða dauðfæddum kálfum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að slík meingen sé að finna í íslenskum kúm. Slíkar uppgötvanir hafa verið gerðar í mörgum erlendum kynjum og nú eru slíkar rannsóknir einnig að hefjast í okkar íslenska stofni. Vonandi hefur þessi pistlingur eflt skilning einhverra á þeim breytingum sem hafa orðið á kynbótamatinu. Miklar breytingar hafa orðið á kynbótakerfinu og fleiri breytingar eru yfirvofandi með frekari rannsóknum og þróunarstarfi. Egill Gautason, lektor við LbhÍ. grænn, evrópskur háskóli sem skuldbindur sig til að finna lausnir til framtíðar. Öll erum við að kljást við sömu mikilvægu spurningarnar um það hvernig framleiða megi matvæli á sem sjálfbærastan hátt, með nýsköpun að leiðarljósi. Ljóst er að í samstarfinu felast gríðarleg tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk LbhÍ að stunda nám, afla sér þekkingar og fara í samstarf við þá evrópsku skóla innan samstarfsins, í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni, í Búlgaríu, Portúgal, Póllandi og Belgíu. Nú þegar er verið að móta verkferla til að hvetja nemendur til að stunda nám við samstarfsháskóla innan UNIgreen háskólanetsins. Slík samvinna stuðlar ekki aðeins að fjölbreytilegu námsumhverfi heldur hraðar það miðlun á rannsóknum og aðferðum. Sérstök áhersla er á að auka og efla framboð doktors- og meistaranáms á fagsviðum samstarfsins, auk þess að skapa öflugar tengingar við atvinnulífið í gegnum nýsköpun. Stefnan er að bjóða upp á fyrsta doktorsnámið haustið 2024 með áherslu á landbúnaðarvísindi og tækni. Þá verður komið á fót sameiginlegum prófgráðum þar sem sérfræðiþekking og styrkleikar hvers háskóla fyrir sig mun spila mikilvægt hlutverk svo nemendur öðlist hagnýta þjálfun á sínu sérsviði. Það þýðir að ef rannsóknarinnviðir okkar standi hinum háskólunum framar á tilteknu sviði getum við fengið til okkar alþjóðlega nemendur sem þjálfast á því sviði, og öfugt. Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og þetta samstarf mun efla menntun á sviðinu ásamt því að auka tækifæri og þróun nútímatækni í íslenskum landbúnaði. Jóhanna Gísladóttir lektor. Frá fundinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.