Bændablaðið - 02.11.2023, Page 66

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Á undanförnum árum hefi ég fjallað um kolefnisspor dilkakjöts frá ýmsum hliðum. Í Bændablaðinu 22. 9. 2022 skrifaði ég grein þar sem niðurstaðan var að hver hektari af vel grónum úthaga, í eigu bónda, nægði til að koma kolefnisspori dilkakjöts í núll. Þá væri dilkakjötið kolefnishlutlaust, það er að engin losun CO2 umfram bindingu CO2 ætti sér stað við framleiðslu dilkakjöts. Í útreikningum á kolefnisspori sauðfjárræktar sem Umhverfisráðgjöf Íslands (Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason 2017) gerði fyrir sauðfjárbændur, er talið að losun vegna áburðarnotkunar við framleiðslu dilkakjöts 2015 hafi verið sem hér segir: 1. Glaðloft vegna notkunar tilbúins áburðar 14,3 Gg CO2 íg 2. Notkun kalks og þvagefnis 2,2 Gg CO2 íg 3. Framleiðsla og flutningur tilbúins áburðar 5,8 Gg CO2 íg 4. Metan vegna geymslu búfjáráburðar 11,7 Gg CO2 íg 5. Glaðloft vegna geymslu búfjáráburðar 14,5 Gg CO2 íg 6. Glaðloft vegna notkunar búfjáráburðar 45,8 Gg CO2 íg Samtals vegna áburðar við heyframleiðslu 94,3 Gg CO2 íg Þessu er deilt á framleiðslu dilkakjöts (kindakjöts) 2015 sem var 10.185 tonn, sem þýðir að vegna áburðar til heyöflunar fyrir sauðfé var 94,300/10185= 9,26 kg koltvísýrings á hvert kg dilkakjöts (kindakjöts) árið 2015 vegna áburðarnotkunar. Hér er útgjaldahliðin talin til, en ekki binding kolefnis vegna heyframleiðslu. Hér verður binding kolefnis vegna heyframleiðslu skoðuð. Grasvöxtur verður vegna tillífunar: CO2 verður að kolefni og fleiri efnum í plöntunni. Grasið, sem verður að heyfóðri kindarinnar bindur kolefni. Fyrir hvert kg þurrefnis í heyi bindast 0,43 kg C. Það þýðir að 1 kg þurrefnis bindur 0,43X3,67 = 1,58 kg CO2. Heyforði sem ætlaður er til fóðrunar ærinnar yfir veturinn er um 0,7 FE á dag. Auk þess þarf ærin til fósturmyndunar um 14,0 FE fyrir einlembing og 20,0 FE fyrir tvílembinga. Árið 2022 fæddust 1,84 lömb á fullorðna á og 0,93 lömb á veturgamlar ær (Eyþór Einarsson og Árni Bragason 2023). Vegið meðaltal er tæplega 1,7 lömb eftir hverja á árið 2022, samanber tölur úr fjárræktarfélögunum 2022. Sé reiknað með 180 daga innifóðrun er fóðurþörf til viðhalds yfir veturinn þessi: Viðhaldsfóður 180x0,7 126,0 FE Fósturmyndun einl. 0,3x14 4,2 FE Fósturmyndun tvíl. 0,7x20 14,0 FE Samtals 144,2 FE Þess skal getið að 1976 þegar útreikningar þessir voru fyrst gerðir, var reiknað með að fóður til fósturmyndunar einlembings væri 12 FE og 18 á tvílembinga, en hér er eiknað með 14 og 20 FE vegna meiri fæðingarþunga lamba. Til að fullnægja fóðurþörfinni sé miðað við að 1,2 kg þurrefnis í heyi þurfi í fóðureiningu: 144,2x1,2 = 172,8 kg þurrefnis í heyi í vetrarfóðri ærinnar að jafnaði. Hér að framan kom fram að 1,0 kg þurrefnis í heyi bindi 1,58 kg CO2. Binding kolefnis vegna heyfóðurs ærinnar er því 1,58x172,8= 273,0 kg CO2 á ári vegna vetrarfóðurs ærinnar. Hér er eingöngu binding kolefnis vegna uppskeru, en nokkuð verður alltaf eftir á túninu, sem ekki er tekið með hér. Hins skal getið, að í Norður Noregi og Svíþjóð er talið að 1100- 1500 kg CO2 bindist í jarvegi túns á ha á hverju ári. Gefi hektarinn 30 ærfóður/ári er þetta viðbótar binding sem nemur 1200/30= 40 kg CO2 á á, á ári. Ærin bindur því nettó 40+273= 313 kg CO2 á á á ári. Við þetta má svo bæta að ásetningsgimbrin er ekki fullvaxin. Ég áætla að meðalþungi ásetningsgimbra séu 45 kg og að meðal þungi fullvaxinnar ær sé um 70 kg. Á 1. vetri þarf ásetningsgimbrin að vaxa 25 kg. Talið er að um 3,5 FE þurfi á þessu tímabili til að framkalla vöxt upp á 1,0 kg. Vöxtur úr um 25 kg: 25x3,5= 87,5 FEx 1,2 =105 kg þurrefnis í heyi. Það gera: 105x1,58= 165,9 kg CO2 ígilda Ég reikna því með að hver ær bindi að minnsta kosti 273+40+165,9 = 479 kg CO2– ígilda nettó á ári. Vísa til fyrri greina um sama efni í Bændablaðinu undanfarin ár. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum í Andakíl. LESENDARÝNI Sveinn Hallgrímsson. Kolefnisbinding í sauðfjárrækt Starfsskilyrði bænda hafa verið í umræðunni síðustu daga og vikur. Loksins. Vel heppnaður baráttu- fundur Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi vekur vonandi marga af blundi sínum. Orð matvælaráðherra, sem situr í skjóli þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, vöktu þó mörgum ugg. Á fundinum teiknaði ráðherrann upp þá mynd að ekki sé hægt að horfa til sanngjarnra óska bænda nú um stundir vegna verðbólguþrýstings. Það jaðrar við ósvífni að setja stöðu efnahagsmála, þar sem verðbólga og himinháir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum, í samhengi við stöðu bænda og að vegna verðbólgunnar sé ekkert hægt að gera fyrir bændur. Verðbólguþrýstingur er ekki tilkominn vegna þess að bændur séu ofaldir, það er mun nærtækara að halda því fram að til staðar sé skuld samfélagsins við bændur, sé horft til þess með hvaða hætti stuðningur og starfsumhverfi bænda hefur þróast undanfarin kjörtímabil. Um helgina hélt Miðflokkurinn fjórða landsþing sitt. Kraftur, áræðni og bjartsýni einkenndi hópinn og enginn velktist í vafa um að þarna var samankomið fólk sem vill taka slaginn fyrir bændur landsins. Meðal annars var ályktað að: Grípa þarf strax til aðgerða til að leiðrétta og tryggja rekstrarumhverfi bænda og matvælaframleiðenda áður en illa fer. Auka þarf þegar í stað tollvernd innlendrar framleiðslu með uppsögn og endurskoðun tollasamninga. Koma þarf í veg fyrir óheftan innflutning á ófrosnu kjöti sem er um leið afar mikilvægt lýðheilsumál fyrir þjóðina. Þá þarf að tryggja að tilgangur og markmið með setningu búvörulaganna haldi þannig að bændur geti með hagkvæmum hætti unnið og afsett sínar vörur með samvinnu og/eða nauðsynlegum samrunum afurðafyrirtækjanna. Stutt verði við nýsköpun, uppbyggingu og markaðsstarf sem mætir þörfum samtímans. Hefja þarf þegar í stað undirbúning að endurskoðun búvörusamninga sem hafi það að markmiði að tryggja hag bænda, hagsmuni neytenda og öryggi og stöðugleika innlendrar matvælaframleiðslu til langrar framtíðar. Stuðningur við landbúnað verði aukinn í takt við aukna framleiðslu og fyrirkomulag hans einfaldað. Stutt verði við nýliðun í greininni svo sem með sérstökum lánaflokkum hjá Byggðastofnun og skattaívilnunum við flutning bújarða milli kynslóða. Tryggja þarf að eftirlit með landbúnaðarstarfsemi og matvælaframleiðslu sé samræmt á landsvísu og að eftirlitskostnaður sé ekki íþyngjandi. Í síðustu viku mælti formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrir þingsályktunartillögu um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, þar sem mælt var fyrir heildaráætlun í 24 liðum (þingsályktunin er aðgengileg á heimasíðu Miðflokksins). Ég nefni þetta hér til að draga fram að bændur eiga sannarlega vini og stuðningsmenn í hinu pólitíska umhverfi, en líka andstæðinga, verst er að þeir eru í augnablikinu sumir geymdir annars staðar en best færi á. Bergþór Ólafsson alþingismaður. Bergþór Ólafsson. Borgaralaun fyrir bændur Núverandi staða bænda er óásættanleg. Stöðugar fréttir berast af því að stór hluti bænda ráði ekki við gífurlegar vaxta- hækkanir og verðbólgu síðustu mánaða. Kallað hefur verið eftir auknu fjármagni af hendi stjórnvalda og því ákalli verður að svara. Staða bænda er brýn og mikil hætta er á að fjöldi bænda endi í gjaldþroti eða rétt nái að skrimta með því að vinna fulla vinnu samhliða bústörfum. Þetta er óásættanleg staða fyrir bændur og samfélagið allt. Við í Pírötum höfum talað lengi fyrir borgaralaunum. Hugmyndin um borgaralaun er sú að allir fái úthlutað upphæð sem nægir til þess að ná endum saman óháð atvinnu eða félagslegri stöðu. Skilyrðislaus grunnframfærsla gæti hentað bændum vel þar sem störf bænda eru oft árstíðabundin og sveiflukennd. Borgaralaun tryggja reglulega innkomu og aukinn stöðugleika og þar sem launin eru skilyrðislaus stuðla þau jafnframt að aukinni nýliðun og nýsköpun í greininni. Það hefur lengi verið fyllilega ljóst að núverandi styrkjakerfi setur bændum of þröngar skorður og þegar harðnar í ári líkt og nú þá sitja bændur eftir með háar skuldir, himinháa vexti og síhækkandi verð á aðföngum. Núverandi landbúnaðarstefna leggur of mikla áherslu á framleitt magn, sem getur bæði ýtt undir offramleiðslu og veitir fólki ekki svigrúm til að rækta það sem það langar helst. Þessu þarf að breyta. Auk borgaralauna þarf að innleiða betri framleiðslustyrki sem og hvatastyrki til að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þá væri meiri hvati til að stunda aðra ræktun meðfram hefðbundnum búskap, eins og til dæmis baunarækt, berjarækt, hamprækt, kornrækt og þörungarækt. Auk þess væri hægt að vinna að umhverfis- og loftslagstengdum verkefnum eða hverju því sem bændum og öðrum framsýnum einstaklingum dettur í hug að framkvæma. Það gleymist oft að kerfi eru búin til af fólki. Þau eru afrakstur hugmynda og málamiðlana um hvernig best sé að skipuleggja og reka samfélög. Ekkert af því er meitlað í stein, ekkert af þessu er ófrávíkjanlegt náttúrulögmál. Núverandi kerfi þjónar ekki lengur bændum né breyttum þörfum samfélagsins. Við verðum að tryggja matvælaöryggi á tímum loftslagsbreytinga og örra tæknibreytinga. Okkur ber að útfæra betra kerfi, kerfi sem tryggir bændum skilyrðislausa grunnframfærslu sama hvernig viðrar og stuðlar að nýsköpun og nýliðun í greininni. Breytingar í landbúnaði og matvælaframleiðslu hér á landi hafa ekki verið bændum til hagsbóta. Bændum fer sífækkandi og nýliðun í greininni er lítil. Borgaralaun gætu verið skref í átt að nýrri framtíðarsýn í landbúnaði. Framtíðarsýn sem leggur áherslu á velsæld og öryggi bænda, matvælaöryggi, sjálfbærni og tryggir jafnframt að umhverfis- og náttúruvernd, velferð dýra, hagsmunir neytenda og heilbrigð byggðaþróun sé í forgangi þegar hið opinbera beitir hvötum eða styrkjum. Halldóra Mogensen alþingismaður. Halldóra Mogensen. Samfélagsskuld við bændur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.