Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 02.11.2023, Blaðsíða 67
67Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, dagana 3.- 5 nóvember 2023. Sýningin er opin 14.00 til 17:00 á föstudeginum og 12:00 til 17:00 laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka verður á sýningunni og einhver verk verða til sölu. Aðgangur er ókeypis. Jólasýning Íslenska bútasaumsfélagsins Íslenska bútasaumsfélagið 516-2600 vorukaup@vorukaup.is • Loft í loft • Loft í vatn • Vatn í vatn Kolefnishlutlaus garðyrkja 2040 Búgreinadeild garðyrkjubænda auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir verkefni sem styðja við markmið samnings starfsskilyrða framleið- enda garðyrkjuafurða um kolefnishlutlausa garðyrkju 2040. Styrkumsókn þarf að fylgja kynning á verkefninu, framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember. Fyrirspurnum ásamt umsóknum skal skila á gudrunbirna@bondi.is VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI UPPRÉTTU GÓLFÞVOTTAVÉLINA TSM WILLMOP 50 B Dalbrekka 15 l 200 Kópavogur l s. 544 5588 l marpol@marpol.is Nú getur ræstingafólk sagt skilið við hina hefðbundnu moppu og skúringarfötu - og þannig aukið skilvirkni og framleiðni í ræstingum. TSM WILLMOP 50 B sameinar afl og afköst atvinnugólfþvottavélar með hreyfigetu og sveigjanleika gólfmoppu sem gerir notanda kleift að þrífa yfir 2.100 fermetra á klukkustund. Svæði sem áður var erfitt að ná til er nú enginn vandi að þrífa vel þökk sé 360° stýringu sem gefur notandanum ótrúlega mikinn hreyfanleika. Þessi moppa framtíðarinnar er fullkomin til viðhalds í verslunum, spítölum, heilsugæslum, skólum, veitinga- stöðum og flugvöllum. Lífróður fyrir framtíð landbúnaðar Þann 23. október sl. kom út skýrsla fjármálaráðuneytisins sem ber heitið, Innflutningur landbúnaðarvara frá Evrópu- sambandinu til Íslands: Greining á misræmi milli gagna Evrópu- sambandsins og Íslands. Skýrslan stað- festir að misræmi er til staðar í i n n f l u t n i n g s - gögnum milli Íslands og ESB og farið er yfir ýmsar ástæður sem geta skýrt það. Skýrslan staðfestir engu að síður að langvarandi misræmi hefur verið í undirlið 160232 (unnið kjúklingakjöt, fryst) þar sem ESB skráir meira magn flutt út til Íslands og er það talið geta stafað af misflokkun milli kafla, þ.e. að varan sé skráð í undirlið 020714 (kjúklingakjöt fryst) við innflutning til landsins. Skýrsluhöfundar benda á að vegna mismunandi tollkjara í 2. kafla og 16. kafla getur falist fjárhagslegur ávinningur fyrir innflytjanda af því að flokka vörur frekar í 2. kafla. Í skýrslunni er einnig staðfest að verulegt misræmi er að finna á undirlið 040299, bragðbættu mjólkur- og undanrennudufti, mun meira er flutt út frá ESB en inn til Íslands. Skýrsluhöfundar finna enga skýringu á hvað verður um mjólkurduftið í hafi. Ekki verður heldur ráðið af skýrslunni hvort og jafnvel hugsanlega nú þegar, Skatturinn hefur beitt sér í málinu t.d. með því að leita til tollayfirvalda í útflutningslandi. Gert er ráð fyrir slíku samstarfi t.d. á grundvelli EES-samningsins. Þess ber þó að geta að misræmið var enn til staðar á árinu 2022 en þá voru flutt inn 34 tonn af vörum í vörulið 040299 samkvæmt tölum Hagstofunnar (allt mjólkur- og undanrennuduft) en 212,5 tonn voru skráð flutt út frá ESB til Íslands. Athygli vekur að ekki er fjallað um pylsur (vöruliður 1601) unnar kjötvörur (vöruliður 1602) með sama hætti og kjöt- og mjólkurvörur. Á bls. 40 í skýrslunni segir: Ísland og ESB hafa samið um úthlutun tollkvóta og lægri tolla fyrir evrópskar upprunavörur í vörulið 0207 en ekki hefur verið samið um úthlutun tollkvóta eða betri tollkjör fyrir kjúklingaafurðir í 16. kafla tollskrár. Hér er ekki farið rétt með, árlega eru til ráðstöfunar 250 tonn í vörulið 1601 og 400 tonn í vörulið 1602 samkvæmt samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Það hefði aukið mjög við gildi skýrslunnar ef vöruliðir 1601 og 1602 hefðu verið teknir fyrir með sambærilegum hætti og kjöt- og mjólkurvörur. Velta þarf öllum steinum við Nú þegar róinn er lífróður fyrir framtíð íslensks landbúnaðar er brýnt að velta við hverjum steini. Í desember 2020 kom út skýrsla utanríkisráðuneytisins sem ber heitið Landbúnaðarsamningur Íslands og Evrópusambandsins, úttekt á hagsmunum Íslands. Í fréttatilkynningu með skýrslunni sagði að þáverandi utanríksráðherra hefði þegar óskað eftir því við ESB að tollasamningur Íslands og ESB yrði endurskoðaður. Hér má rifja upp að Ísland hefur gengið mun lengra í að opna fyrir markaðsaðgang landbúnaðarvara frá ESB en Noregur, sjá meðfylgjandi töflu. Þar stingur sannarlega í augum að sjá meiri tollfrjálsa kvóta hér á landi fyrir bæði alifugla- og svínakjöt, sjá meðfylgjandi töflu. Er endurskoðun tollasamnings við ESB um landbúnaðarvörur á dagskrá? Stuttu eftir að Ísland óskaði eftir endurskoðun á viðskiptasamningi Íslands og ESB með landbúnaðar- vörur var kynnt að viðræður um þessa endurskoðun myndu haldast í hendur við viðræður um Uppbyggingarsjóð EES-samningsins. Í talsvert langan tíma hefur ekkert heyrst af samningaviðræðum og því verið óvíst hvort fyrrnefnd endurskoðun á tollasamningi Íslands og ESB sé í raun hafin. Því vakti óneitanlega athygli, þegar ríkisstjórnin fjallaði um Uppbyggingarsjóð EES-samningsins á síðasta ríkisstjórnarfundi þann 25. október sl., að ekkert var minnst á samningaviðræður um endurskoðun viðskiptasamnings um landbúnaðarvörur. Þar var einungis minnst á samningaviðræður um markaðsaðgang með sjávarafurðir: Leggja verður áherslu á að skýr markmið verði sett um endurskoðun samningsins og því fylgt eftir af fullum þunga. Það er eitt af þeim lóðum sem leggja má á vogarskálarnir nú þegar barátta er um „Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita“. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Erna Bjarnadóttir. ESB kvóti í tonnum Kíló á íbúa Afurð: Noregur Ísland Noregur Ísland Nautakjöt 2.500 696 0,45 1,79 Svínakjöt 600 700 0,11 1,81 Alifuglakjöt 950 1056 0,17 2,72 Ostur 8.101 610 1,46 1,57 Pylsur 600 250 0,11 0,64 Unnar kjötvörur 550 400 0,10 1,03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.