Bændablaðið - 02.11.2023, Page 73

Bændablaðið - 02.11.2023, Page 73
73 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2023 Býli? Vesturkot. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Ábúendur? Hulda Finnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og synir okkar tveir, Einar Ingi, 5 ára og Arnór Elí, 2 ára. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við erum fjögur í heimili og síðan hundarnir Tara og Freyja og kötturinn Ísleifur. Stærð jarðar?180 ha. Gerð bús? Hrossaræktarbú Fjöldi búfjár? Í kringum 80 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Drengjunum er skutlað í leik- skólann og síðan er hafist handa við tamningar, þjálfun og umhirðu hrossa. Það stendur yfir fram undir kvöldmat. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar folöldin fæðast og maður röltir út í haga til að sjá hvað maður fékk. Það er alltaf skemmtilegasti tími ársins. Leiðinlegast er að kveðja gamla vini. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðum hætti. Vonandi verða komnar fleiri hryssur í ræktun frá Vesturkoti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, piparostur, coke zero og collab og líka eitthvað sem enginn vill borða – það endist lengst. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ætli það sé ekki nautalund hjá eldri kynslóðinni en hakk og spaghettí eða kjúklingur með karrígrjónum hjá þeim yngri. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru nú flest tengd honum Spuna frá Vesturkoti. Fyrst þegar hann setti heimsmet 5 vetra á Landsmóti 2011, síðan þegar hann vann A flokkinn á Landsmóti 2014, Íslandsmeistaratitill í fimmgangi og þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti 2018. DROPS mynstur: ai-448 Stærð: ca 13-14 cm á hæð mælt meðfram miðju og ca 80 cm á breidd mælt meðfram efri hlið. Garn: DROPS Air, fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is Litur á mynd: mosagrænn nr 12. Heklunál: 5mm Heklfesta: 14 stuðlar = 10 cm Heklleiðbeiningar: Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum sem koma í stað fyrsta stuðuls í hverri umferð. Í lok næstu umferðar er heklað um þessar 3 loftlykkjur. Úrtaka: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 1 lykkju. Uppskriftin: Sjalið er heklað frá hlið. 1. umf (ranga): Heklið 4 loftlykkjur, heklið 2 stuðla í fyrstu loftlykkju. Það eru 3 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu. 2. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næsta stuðul og heklið 2 stuðla um 3 loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 4 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu. 3. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. 4. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 2 stuðla um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 5 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu. 5. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. 6. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 2 stuðla um loftlykkjur. Það hefur aukist um 1 stuðul. Snúið stykkinu. 7. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð og heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram að hekla eins og í 6. og 7. umferð þar til 19 stuðlar eru í umferð og síðasta umferð er hekluð frá röngu, stykkið mælist ca 13-14 cm mælt á breiddina og ca 38 cm á lengdina. Nú er heklað fram og til baka án þess að auka út þannig: 8. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 8. umferð frá réttu og frá röngu alls 4 sinnum (ca 3½ cm án útaukningar), næsta umferð er frá réttu. Nú er heklað og lykkjum fækkað þannig: 9. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir og 3 loftlykkjur frá fyrri umferð – lesið ÚRTAKA og fækkið um 1 lykkju. Snúið stykkinu. 10. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 9. og 10. umferð þar til 3 stuðlar eru í umferð. Stykkið mælist ca 80 cm. Klippið þráðinn og gangið frá endum. Heklkveðja Stelpurnar í Handverkskúnst - www.garn.is Vesturkot BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Happy Laurel Shawl – Smásjal heklað úr DROPS Air Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið rekin þar hefðbundinn landbúnaður. Foreldrar Huldu keyptu jörðina árið 2005 og síðan þá hefur verið stunduð hrossarækt á bænum og byggingar aðlagaðar að þeirri starfsemi. Hulda og Þórarinn, maður hennar, tóku síðan við rekstrinum árið 2014. Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.