Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 23
OFVEIÐI OG KJÖRVEIÐI
21
fiskstofna. Einna auðveklast er
að mæla sóknina með togstunda-
fjölda, en við samanburð tveggja
tímabila, t. d. áranna 1930—35
og 1955—60, verður einnig að
taka tillit til meiri veiðihæfni
togaranna á seinna timabilinu,
og því er talað um tonntogtíma,
þar sem tekizt hefur að sýna
fram á ákveðið samhengi milli
stærðar togara og veiðihæfni
þeirra.
A þennan hátt liefur heildar-
sóknin í þorskstofninum við ís-
land verið mæld, og var hún
rúmar 350 einingar á árunum
1930—38, en var komin yfir 500
einingar árið 1955.
Hámarksveiði er nefndur mesti
afli, er ákveðinn stofn getur
gefið af sér án þess að vera of-
veiddur, en kjörveiði er hins
vegar talin sú veiði, sem gefur
af sér bezta nýtingu stofnsins.
Hámarksveiði er ekki heppi-
leg vegna þess, að hún hefur
í för með sér ýmsar óæskilegar
breytingar á ástandi stofnsins.
Má þar til nefna, að ein af af-
leiðingum mjög aukinnar sóknar
er lækkun á meðalaldri og með-
allengd i stofninum, og er þetta
undanfari og eitt aðaleinkenni
ofveiði. Samfara aukningu heild-
araflans á sér stað veruleg ankn-
ing á hundraðshluta smáfisks i
veiðinni, en of mikil veiði á
smáfiski er mjög óheppileg,
bæði frá líffræðilegu og hag-
fræðilegu sjónarmiði. Æskilegt
er, að verulegur hluti fisksins
nái kynþroska áður en hann er
veiddur, til þess að hann geti
lagt sitt af mörkum til að við-
halda stofninum. Með því að
veiða of smáan fisk nýtum við
lieldur ekki framleiðni sjávar-
ins. Segja má, að þyngd fisks
sé yfirleitt jöfn og lengdin í
þriðja veldi deilt með hundrað.
30 cm ýsa er þannig (30x30x30
grömm deilt með 100, eða) 270
grömm. Á sama hátt er 40 cm
löng ýsa 640 grömm og 50 cm
löng ýsa 1250 grömm. Það á sér
því stað gífurleg þyngdaraukn-
ing hjá fiskinum á þessu lengdar-
bili, og sjá því allir, að það er
ólikt skynsamlegra að loofa ýs-
unni að verða 640 grömm, heldur
en að veiða hana, þegar hún
er einungis 270 grömm, eða jafn-
vel enn léttari.
Heildarveiðin hverju sinni er
ekki einhlitur mælikvarði á
fiskmagnið i sjónum, því að hún
er háð mörgum utanaðkomandí
atriðum, svo sem veðurfari, mis-
munandi sókn o. fl. Þess vegna
er fiskmagnið, þ. e. stærð fisk-
stofnsins, mælt sem veiði við
ákveðna fyrirhöfn, t. d. fjöldi
fiska á 1000 öngla eða tonn af
fiski á 100 togtímum. Aflamagn
á 100 togtímum er einna al-
gengastur mælikvarði á magn