Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 89
87
NÆSTA RISASTOKKIÐ — LIFFÆRI...
sóknastofnunar við Mary Imoh-
gene Bassel sjúkrahúsið í Coop-
erstown í New Yorkríki, skýrir
frá því, að einn hundur hjá hon-
um hafi lifað í 6 vikur eftir
fullkominn hjartaflutning, og
annar sé enn á lífi, fjórum mán-
uðum eftir flutning á aðalhjarta-
loku.
I öðrum sjúkrahúsum eru
flutningar á útlimum, eggjastokk-
um, briskirtlum og öðrum líf-
færum í athugun. Visindamenn
i Metropolitan General sjúkra-
húsinu í Cleveland eru jafnvel
farnir að íhuga hinn fjarlæga
möguleika á tauga- og heilaflutn-
ingi. Hefur þeim þegar tekizt að
halda heilum úr öpum lifandi
í allt að 12 klukkustundir alger-
lega utan við líkama skepnunnar.
Fyrsta og helzta skilyrði þess,
að líffæraflutningar geti hcppn-
azt, er að geta afstýrt tilhneig'-
ingu og tilraunum líkamans til
að granda og eyða aðfluttum
líkamsvefjum. Þrátt fyrir fram-
farir á því sviði, er læknum
enn ekki fyllilega ljóst, í hverju
þessi eyðingarstarfsemi er fólg-
in eða hvernig hún fer fram.
Þeir vita, að það er meðfædd
vörn líkamans gegn sýklum og
aðskotahlutum og einnig gegn
óheilbrigðum frumuvexti í sjálf-
um líkamanum. Vörnin er með-
al annars fólgin i því, að sér-
stök hvít blóðkorn (lymphocy-
tor) framleiða móteitur (anti-
body) fyrir örvun flókinna kol-
vetna, sem nefnd eru mótefni
(antigen), og sem flestar frumur
framleiða. Þegar um sýkíngu er
að ræða, framleiða sýklarnir
mótefnin (antigenin), og við
líffæratilflutning eru það frum-
ur hins nýja líffæris, sem fram-
leiða þau.
„Augljóst er, að sérhver ein-
staklingur (bæði menn og skepn-
ur og jurtir) framleiðir mótefni,
sem eru sérstæð fyrir hann ein-
an,“ segir dr. William Dame-
shek, prófessor í lyflæknisfræði
við læknadeild Tuftháskóla.
„Viðbrögð líkamans gegn mót-
efnum, sem hann telur skaðleg,
eru í þvi fólgin að framleiða
móteitur (antibody), sem eyða
þeim frumum, sem framleiða
þessi mótefni.“
Þetta vandamál þarf ekki að
óttast við flutning líffæra á
milli eineggja tvíbura. Þar sem
þeir eru til orðnir úr einu og
sama frjóvgaða eggi, eru þeir
að öllu leyti eins, þar á meðal
einnig hvað mótefni snertir. En
þegar læknar reyndu líffæra-
flutning milli minna skyldra og'
óskyldra einstaklinga, komust
þeir að raun um, að innan fárra
daga var hinn aðflutti vefur
gerður óstarfhæfur.
Framfarirnar hófust, er dr.
Dameshek og samstarlfsmaður