Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 97
LEITIN AF UNDRALYFINU INSULIN
95
Borgarsjúkrahúsi Torontoborgar
lá 14 ára piltur, Leonard Thomp-
son að nafni. Eftir 2ja ára syk-
ursýki var hann kominn niður í
65 pund og gat naumast lyft
liöfði frá koddanum. Samkvæmt
venjulegum gangi sjúkdómsins
gat hann í hæsta lagi lifað i fá-
einar vikur enn.
Við höfðum fullvissað okkur
um, að gagnslaust væri að taka
inn insulinblöndu. Svo að við
Banting brettum nú upp erm-
arnar og dældum lyfi okkar hvor
í annan. Við urðum að vera ör-
uggir um, að i þvi væru engin
efni, sem væru of eitruð fyrir
menn. Næsta dag fundum við
aðeins fyrir ofurlitlum eymsl-
um á handleggjunum; það var
allt og sumt.
Og í janúar 1922 dældum við
í handlegginn á hinum deyjandi
dreng. Og svo hófust blóðpróf-
in. Það var nákvæmlega sama
sagan aftur, eins og með hund-
ana okkar. Blóðsykurinn lækkaði
svo ört, að furðu sætti.. Leon-
ard litli fór að borða eðlilega,
innfallnir vangar hans bústnuðu,
og líf færðist í slappa vöðva
hans. Leonard var að lifna við
á ný! (Hann lifði í 13 ár í við-
bót og dó 1935 úr lungnabólgu,
eftir slys á bifhjóli). Hann varð
fyrstur til að fá insulin af tugum
og síðar hundruðum , þúsundum,
milljónum manna.
Nú var farið að sýna okkur
margs konar sóma. Fyrir bezta
rannsóknarstarfið við háskól-
ann á þvi ári voru okkur veitt
Reewe-verðlaunin — 50 dollarar,
sam komu i góðar þarfir. Þing-
ið veitti Banting í þakklætis-
skyni 7500 dollara árlegan líf-
eyri. Þvi næst var honum látin
í té stór rannsóknarstofnun, og
skömmu síðar var mér látin i
té önnur slík stofnun. Þegar
Banting hlaut Nóbelsverðlaunin
1923, skipti liann þeim jafnt á
milli okkar.
Báðir dvöldum við áfram við
háskólann, og á komandi árum
sökktum við okkur ofan í okkar
sérstöku vísindarannsóknir. En
eftirvænting hinna fyrri daga
var nú horfin. Þá var það einn
kaldan febrúardag árið 1941, að
við vorum á gangi yfir háslcóla-
lóðina, og þá mælti Banting:
„Heyrðu Charley, eigum við
ekki að fara að vinna saman
aftur, þú sérð um efnafræðina,
og ég ætla að ...“
En það átti ekki fyrir okkur
að liggja. Þremur dögum síðar
steig Banting — nú Major Sir
Frederick Banting, sem vann að
læknisfræðirannsóknum í sam-
bandi við flug — um borð í
tveggja hreyfla sprengjuflugvél
á leið til Englands. Vélin fórst
í liriðarveðri i skógi nálægt
Musgrave flarbor í Nýfundna-