Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 65

Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 65
63 NYJA GUINEA — LANDIÐ, SEM TIMINN ... er alltaf verið að finna nýja hópa, sem enginn hafði vitað um. En í hinum ástralska hluta Nýju Guineu einum saman eru að minnsta kosti tvœr milljónir íbúa. Þar er um að ræða austur- hluta eyjarinnar, þ. e. a. s. svæð- ið Papua, sem Ástralía á, og gæzlusvæði, sem Ástralía hefur fengið stjórn á. Tungumál og mállýzkur Iiinna innfædduskipta hundruðum, en „tæpitunguenska (pidgin English) veitir vaxandi möguleika til samskipta milli þeirra ættflokka, sem nokkra menntun hafa þegar fengið. Furðulegir og villimannlegir siðir eru ertn við lýði, en stjórn- arvöldin hafa aðeins reynt að afnema þá, sem hafa i för með sér dráp og morð. Keith Mc- Carthy, sem liefur á hendi stjórn mála hinna innlendu ibúa, orð- ar þessa stefnu á eftirfarandi hátt: „Við kærum okkur alls ekkert um að gera þetta fólk að útiteknum Evrópubúum. Það verður að fá að halda sinum sérkennum og því af menningu sinni, sem getur komið því að gagni.“ Eftirlitsmenn stjórnarinnar reyna að uppræta mannát á þeim svæðum, sem þeir hafa náð ein- hverjum tökum á. (Mannfræð- ingar halda þvi fram, að manna- kjötsát stafi aðallega af skorti eggjahvítuefna í mataræði íbú- anna. Það er mjög lítið um æt, villt dýr á Nýju Guineu). En samt eru nægar sannanir til fyrir því, að sumir ættflokkar iðka mannát sem nokkurs konar helgisiði eða sem þátt i galdra- iðkunum, þar á meðalKukukuku- ættflokkurinn, sem aðrir flokkar óttast, en sá flokkur étur aðeins handleggs og fótleggsvöðva drep- inna óvina í þeim tilgangi, að tileinka sér krafta hinna dauðu. Það eru aðeins nokkur ár siðan tveir ástralskir eftirlitsmenn voru drepnir með spjótum í Telefomin, höggnir í spað og' étnir. Goðsagan um hinn „hamingju- sama villimann“, sem á að vera svo harðánægður með lífið og tilveruna, er ósköp falleg en ó- sönn. Flestir innlendu íbúar Nýju Guineu lifa i stöðugum ótta, í stöðugri návist dauðans, allt frá því að þeir koma í þenn- an heim. Þeir óttast óvini sina, ótal sjúkdóma og alls kyns galdra og særingar, en allt getur þetta valdið dauða þeirra. Friða verð- ur anda hinna framliðnu, sem hrærast umhverfis þá, því að annars munu þeir flytja með sér sjúkdóma og dauða. Sumir ættflokkar byggja stór og glæst tamberan eða andahús til þess að halda öndum hinna framliðnu í góðu skapi. Eitt slíkt sá ég við Sepikána árið 1957.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.