Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 103
DVLLETUR OG DULMÁLSLYKLAR
101
nafn ákvörðunarstaðarins með
stöfum þessum, þegar bréfin
væru lesin i röð. Áætlun hans
liefði gcta staðizt ef hann liefði
ekki gleymt að númera bréf sín
og sýnt mikið hirðuleysi, hvað
dagsetningar þeirra snerti. Bréf-
in bárust ekki föður hans í sömu
röð og hann hafði skrifað þau
i. Foreldrar hans vissu þvi ekki,
að hann væri i Túnis, þótt þau
grandskoðuðu ýmis landabréf
og orðabækur í árangurslausri
leit að staðnum Nitsu.
Þetta kerfi býður upp á
næstum óendanlega fjölbreytni.
Eftirfarandi setningar virðast
virðast ósköp sakleysislegar, en
þær hafa að geyma leynilega orð-
sendingu: „Can one man evalu-
ate this order or does everyone
need verification? Every resi-
dent, only naturally, fecls real
interest during any year.“ (Get-
ur einn maður metið þetta eða
þurfa allir að fá staðfestingu á
]iví? Það er aðeins eðlilegt, að
sérhver íbúi finni hjá sér
ósvikinn áhuga hvaða ár sem
er.“ Þetta er enn eitt tilbrigði
breyttrar niðurröðunar stafa.
Hin raunverulega orðsending:
„Come to Denver on Friday“
(Komdu til Denver á föstudag-
inn), finnst með því að lesa
fyrsta staf hvers orðs i dulskeyt-
inu.
Auðvelt er að finna óteljandi
tilbrigði i þessu kerfi. Skila-
boðin gætu leynzt í öðrum staf
hvers orðs eða síðasta staf
þeirra. Einnig gætu skilaboðin
leynzt í þriðja orði hverrar setn-
ingar eingöngu. Með annarri
tegund hreyttrar niðurröðunar
stafa er t. d. hægt að senda orð-
sendinguna á þann hátt, að hún
er skrifuð í reiti, i þessu tilfelli
3 raðir láréttra reita og 4 raðir
lóðréttra reita (3x4 reitakerfi).
Þannig yrði orðsendingin „Come
on Sunday“ (Komdu á sunnu
daginn) fyrst skrifuð á eftirfar-
andi hátt:
Síðan væri hægt að skrifa orð-
sendinguna á ótal vegu, en send-
andinn og móttakandinn yrðu að
vera vissir um, að þeir notuðu
báðir sömu lykilleiðina. Hin
fyrirfram ákveðna lykilleið gæti
byrjað í neðra horninu til hægri
og legið fyrst upp eftir þeim
lóðrétta dálki, síðan niður eft-
ir næsta, upp eftir næsta og
þannig til skiptis. Með l)ví móti
yrði orðsendingin þessi Yuems-