Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 79
ELÍSABET DROTTNING OG JARLINN ...
77
daga var þannig orðinn pilt-
inum því nær daglegt brauð.
Hann og þrír bræður hans
voru enn á lífi. En skuggi dauð-
ans hvíldi yfir þeim öllum, því
að öll fjölskylda þeirra hafði
ólijákvæmilega flækzt inn í sam-
særið, sem faðir þeirra hafði
verið potturinn og pannan í.
Þannig var ástatt, þegar stúlk-
an var flutt í Kastalann og lát-
in i næsta turn við piltinn. Stúlk-
an var Elísabet prinsessa, sem
siðar varð Elísabet Englands-
drottning. Pilturinn var Robert
Dudley, síðar Jarl af Leicester,
sem stóð við hlið hennar marga
erfiðustu dagana i hinni löngu
stjórnartíð hennar.
Elízabet var ekki beinlínis í
skugga dauðans. Hún lá ekki
undir ákæru. En hún var talin
hafa verið að einhverju leyti
bendluð við uppreisnina gegn
systur sinni, Maríu drottningu
— „Hinni blóðugu“. Hún var
erfingi krúnunnar, og ein þeirra,
sem Mótmælendaflokkurinn
(Protestant party) batt vonir
sínar við — og á þeim dögum
var það næg ástæða til fangels-
isvistar.
Og þannig voru þau Róbert
Dudley og Elísabet nágrannar
í fangelsinu. Það var ekki i
fyrsta sinn, sem leiðir þeirra
lágu saman — þau höfðu þekkzt
sem börn, og sennilega verið
leiksystkin. Og nú voru þau
saman á erfiðustu tímum í lífi
sínu. Þau voru um það bil að
ná fullorðinsaldri, og lif þeirra
var í hættu. Róbert var þarna
ásamt bræðrum sínum, en Elísa-
bet var hræðilega einmana.
Hvorugt þeirra komst langt, en
þau höfðu bæði aðgang að gang-
svölunum á virkisveggnum, sem
lá milli turna þeirra, og vafa-
laust hafa þau notfært sér það
bæði saman.
Róbert batt tryggð við prins-
essuna, sem varaði alla ævi.
Er hann hafði öðlazt fyrirgefn-
ingu Mariu drottningar og end-
urheimt eignir sínar, á meðan
Elísabet var haldið í fangelsi,
ritaði hann lienni bréf. Hann
sagði, að hugsunin um smán
fjölskyldu sinnar ylli sér harmi,
en hann væri hverfandi hjá
þeirri sorg', sem fyllti hann,
sökum fangelsisvistar hennar.
Hann sagðist glaður vilja snúa
aftur í fangelsið, og láta af hendi
eignir sínar, sem honum höfðu
verið afhentar á ný, ef það gæti
orðið henni til frelsunar. Jafn-
vel lífi sínu, sem hann hafði
með naumindum sloppið und-
an dauðadómi, væri hann fús
að fórna fyrir hana. Og með
þessum sama sendiboða sendi
hann henni einnig, óbeðið og
með meiri leynd, 200 sterlings-
pund — allt, sem hann liafði