Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 132
130
ÚRVAL
til grunna samstundis. Það mátti
heita svo, að varla væri nokkur
meiri háttar bygging uppistand-
andi. Gistihús, bankar, leikhús,
samkomuhús, sendiráðsbygging-
ar, allt hrundi þetta til grunna.
Allmörg skip lágu við akkeri
fyrir innan hafnargarðana í
liinni risastóru höfn, þegar kipp-
irnir náðu til borgarinnar.
Þeirra á meðal var gufuskipið
Philoctetes, en farþegar þess
gátu fylgzt vel með öllum ósköp-
unum. Einn þeirra lýsti atburði
þessum á eftirfarandi hátt í dag-
blaðinu Kobe Chronicle:
Þilför skipsins titruðu ú ógn-
vekjandi hútt, og óttazt var, að
titringurinn mundi kljúfa skip-
ið í sundur. Þetta var l'r.OOO
tonna gufuskip, en úlitið er, að
öruggast sé að vera ú skipsfjöl,
jregar jarðskjúlfta ber að hönd-
um.
Vm einni mínútu eftir þenn-
an langa kipp reis upp gult ský
i landi. Það stækkaði og dökk-
naði og þaut með miklum hraða
i norðurútt. Þetta ský myndað-
ist vafalaust af ryki úr hrynj-
andi húsum, og brútt varð allt
andrúmsloftið þrungið af þessu
ryki.
Á eftir þessari ofboðslegu
eyðileggingu fylgdu síðan ægi-
legir eldar, sem ómögulegt var
að ráða við. Allar vatnsleiðslur
höfðu sprungið, allir brunabilar
voru grafnir undir rústum
slökkvistöðvanna. Borgin teygði
sig meðfram endilangri höfn-
inni, og suðvestanvindurinn átti
þvi greiðan aðgang að logunum.
Það kviknaði í risastórum kola-
bingjum, og það logaði enn í
þeim að tveim mánuðum liðnum.
Fjöldi oliu- og bensíngeyma
sprakk í loft upp, og olían flæddi
um öll stræti og út i sjó, og
síðan kviknaði í öllu saman, og
Yokohama varð að sannköll-
uðu víti.
Eldurinn eyddi algerlega verzl-
unarhverfi borgarinnar og bezta
íbúðarhverfinu, en það er á
tanga nokkrum, og þar bjug'gu
margir bandarískir og brezkir
þegnar. Útlendingarnir urðu þvi
hart úti, 250 þeirra létu lífið,
þar á meðal 40 Bandaríkjamenn.
Einn þeirra var bandaríski ræð-
ismaðurinn, Max David Kirj-
assof, en lík lians og fjölskyldu
hans fundust seinna i garði ræð-
ismannsbústaðarins.
Annar Bandaríkjaþegn, er
þarna fórst, var ungfrú Jennie
Cuyper, skólastjóri kennslu-
kvennaskóla, en hún var stödd
í skólanum, er jarðskjálftinn
hófst. Byggingin hrundi, og ung-
frú Cuyper varð föst í rústun-
um. Nokkrir kennarar, sem kom-
izt liöfðu lifs af, reyndu að grafa
hana úr rústunum, en áður en