Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 158
156
ÚRVAL
uð vera kominn innan tvec/c/ja
sólarhringa. Dragið fæðingar á
htnginn, ef mögulegt.
Skipherrann gerði sér grein
fyrir því, að engrar aðstoðar
var aS vænta frá flaggskipinu.
Brúin virtist vera eini staðurinn
á skipinu, þar sem ekki var
fjöldi organdi barna. Hann hik-
aði við að fara úr þessu virki
sínu, en hann neyddi sig til að
fara i óembættislega eftirlits-
ferð. Á vegi hans varð sitt af
hverju: Maeilroy sjóliði reyndi
að heilsa að sjóliðasið með barn
undir hvorri hendi; svipbreyt-
ingarlaus kona, sem með vél-
rænum hreyfingum leitaði lúsa
í tötrum barns við brjóst sér;
þriggja ára stúlkubarn þrýsti
fast að sér tveggja ára bróður
sínum og reyndi að látast vera
ólirædd við þessa einkennilegu
járnveröld; og Farrier sjóliði
var að reyna að gera það, sem
í hans valdi stóð til að hugga
afar sorgmædda konu: „Hvernig
væri, ef ég færði yður te,“ uml-
aði hann í hærra lagi. „Þá líður
yður strax betur.“ Konan horfði
bara á hann skilningssljó, en
skipherrann steig yfir skríðandi
barn og hélt áfram ferð sinni.
Út úr öllum konunum virtist
skína sami vonleysissvipurinn,
og stór brún augu barnanna virt-
ust allt of stór fyrir tekin andlit
þeirra. Skípherrann hélt áfram
óhagganlegur og án þess að segja
orð. Á leið sinni upp í brúna
sagði hann við merkjasendinga-
manninn, sem var á verði:
„Guð minn góður, hve ég hata
menn, sem stofna til styrjalda."
Merkjamaðurinn svaraði: „Já^
skipherra," á sama hátt og hann
svaraði öllu öðru, er skipherr-
ann sagði.
Skipherrann sendi aftur eftir
bátsmanninum.
„Huggins, livar höfum við vist-
arverur fyrir þessar konur?“
„Mennirnir láta þeim eftir
sín pláss, en sofa sjálfir á þilfar-
inu.“
„Og — hm — hinar þrjár?“
„Yfirmennirnir láta þær hafa
sínar vistarverur, skipherra.“
„Ágætt. Og svo börnin, Hugg-
ins. Þau eru óþrifaleg. ÞaS verð-
ur að þvo þcim og gæta þeirra.“
„Já, skipherra.“
„Segðu liðsforingjanum, að
hann verði að velja æfða fjöl-
skyldumenn til þessa verks.“
„Já, skipherra.“
Að skömmum tíma liðnum var
liðsforinginn að kanna fjöl-
skyldumannaliðið, sem stóð í
röð, en Huggins úthlutaði hverj-
um þeirra tveim börnum og
blikkbala og gaf leiðbeiningar.
Næsta sólarhringinn urðu
börnin að hlíta undarlegu sam-
blandi sjóhers- og barnagæzlu-
aga. Tilkomumesti atburður