Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
frv. ASeins í flokknum O/O hef-
ur O-iS þvi nokkra þýSingu.
Hins vegar er O-ið mjög algengt,
en B-ið aftur á móti sjaldgæft
hjá vorri þjóð (Bretum). Þetta
er allt hinn mesti hrærigrautur.
Engu að síður getur A/0 faðir
og A/B móðir með engu móti
eignazt barn með 0-i, það verður
eitt af þrennu A/A, B/B eða
A/B. Af því að O-ið iijá föðurn-
um er „hlédrægt", hverfur það
alveg.
Er vér höfum nú athugað alla
A B 0 flokka hjá þessum þrem-
ur: föður, móður og barni, og
erum enn í vafa, getum vér tek-
ið fyrir rhesusþáttinn, sem
kynni að skera úr málinu. Bregð-
ist það, tökum vér MN-þáttinn,
sem er tiltölulega einfaldur. Öll
erum vér eitt af þessu þrennu:
M eða N eða MN. Foreldrar, sem
báðir eru M, geta aðeins eignazt
barn, sem er M, en hvorki N
eðaMN. Um hina þættina, sem
eftir eru (P, Lewis, Kell og
Duffy), er það að segja, að eng-
inn þeirra getur haft úrslita-
þýðingu einn út af fyrir sig,
en nærvera þeirra eða vöntun
getur styrkt eða veikt aðrar nið-
urstöður.
Þessar blóðrannsóknir má
gera hvort sem vill á blóðfrum-
unum eða blóðvatninu (serum),
eða á hvorutveggja, sem er ör-
uggast. Maður af hreinum A-
flokki hefur i blóðvatni sinu
efni, sem nefnt er B-mótefni
(anti-B). Þetta efni veldur því,
að manni af A-flokki er ekki
hægt að gefa blóð af B-flokki,
þvi að B-mótefnið ræðst á B-
frumur blóðgjafans og klessir
þeim smám saman í kekki og
blóðþeginn yrði fárveikur. Og
það er einmitt þessi eiginleiki,
sem notaður er við blóðprófið.
Blóðfrumunum, sem prófa skal,
er blandað saman við þekkt
blóðvatn, sem tiltækt er í rann-
sóknarstofunni. Hlaupi þær í
kekki af A-mótefni, eru þær af
A-flokki, kekkist þær af B-mót-
efni, eru þær af B-flokki, kekkist
þær af hvorugu, eru þær af 0-
flokki.
Til samanburðar og öryggis
má taka blóðvatn úr blóði þvi
sem rannsaka skal og blanda
í það rauðum blóðkornum af
þekktum flokki. Fer þá eins og
við fyrra prófið, að A-blóðkorn
kekkjast af B-blóðvatni (með A-
mótefni) B-frumur kekkjast af
A-blóðvatni (með B-mótefni) og
0-frumur af hvorugu. Til slíkrar
blóðrannsóknar má komast af
með 2—3 blóðdropa úr smá-
stungu á fingurgómi eða eyrna-
snepli. Blóðið er þá þynnt með
lífeðlisfræðilegri saltupplausn,
sem forðar frumunum frá að
springa. En betra er að taka held-
ur meira blóð með dælu úr æð á