Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 75
ÓGLEYMANLEGVR MAÐUR
73
fangastað, þar sem þau hjónin
skyldu dvelja yfir veturinn.
Ekki voru þau læknishjónin
búin að vera lengi í héraðinu,
er í Ijós kom, að menn liöfðu
gert sér alrangar hugmyndir um
þau. Sérstaklega var það þó
læknisfrúin, sem aflaði sér ]>rátt
mikilla vinsælda. Hún var al-
þýðleg og alveg laus við allt
stærilæti, og átti hægt með að
blanda geði við fólkið, sem hún
komst í kynni við. Læknirinn
náði líka vinsældum fólksins,
enda þótt hann þætti nokkuÖ
brattgengur og ungæðislegur
með köflum. Hann var heldur
ekki nema 27 ára og lét því
gamminn geysa í mannfagnaði
og fékk sér heldur myndarlega
i staupinu, enda voru veiting-
arnar ekki sparaðar.
Á þessum árum var enn til
siðs, að halda fjölmennar brúð-
kaupsveizlur. Og fjölmennastar
voru þær veizlur, þegar tvenn
eða þrenn brúðhjón slógu saman
og héldu eina sameiginlega
veizlu. Efnaðra fólk hélt líka
skírnarveizlur, en þær voru allt-
af fámennari. Hins vegar voru
afmælisveizlur óþekktar með
öllu og það jafnvel þótt höfðingj-
ar héraðsins ættu „stórafmæli".
Sá siður kom ekki til sögunnar
fyrr en siöar.
Það varð að fastri venju, að
bjóða þeim læknishjónunum í
hverja einustu veizlu, sem hald-
in var í héraöinu, á meðan þau
dvöldu þar. Þar lék læknirinn
á als oddi og var hvarvetna hrók-
ur alls fagnaðar. Hann hélt á-
vallt eina eða fleiri ræður í
hverri veizlu, og þóttu þær jafn-
an bráðsmellnar. Og svo var það
söngurinn. Aldrei hafði fólkið
heyrt jafn yndislegan og hríf-
andi söng. Og með söngnum
tókst honum að töfra fólkið svo,
að margir vissu hvorki í þennan
heim né annan lengi á eftir.
Einkum og sér í lagi var ]iað
kvenfólkið, sem hreyfst mest af
söng hans. Það orð lék á, að
börn þau, sem undir komu i
héraðinu, á meðan læknirinn
dvaldi þar, hefðu líkzt honum
undarlega mikið. Ekki vegna
þess, að hann hefði haft nokkur
líkamleg afskipti af konunum,
heldur líktust börnin honum
vegna þess, að liann hefði hrif-
ið konurnar svona ómótstæðilega
með söng sínum og glæsilegri
framkomu.
Eftir vetrardvölina í Ærlækj-
arseli fluttust þau læknishjón-
in að Austara-Landi. Þar bjó
þá Páll Jóhannesson, síðar
hreppstjóri, einstakur greiða-
maður og héraðshöfðingi. Húsa-
kynni voru þar einhver þau
beztu, sem þekktust á þessum
slóöum. — Þetta vor -— 1904 -—
var byrjað að byggja brúna á