Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 134
132
URVAL
í sjónum, þangað til honum var
bjargað upp í skip eitt. Eftir
að liafa fengið matarbita, bað
hann um leyfi til þess að senda
út hjálparbeiðni. Slíkt hafði
engum á skipunum dottið í luig
í öllu þessu öngþveiti og þess-
ari ofsahræðslu, sem þarna ríkti.
Hann skrifaði þessa orðsend-
ingu, sem send var til Tokyo:
Um hádegi í dag kom hév
geijsilegur jaröskjálfti, og á liæla
honum fylgdu eldar, sem liafa
breytt allri borginni í eitt eld-
haf. Öll samgöngutæki hafa eyði-
lagzt, og samband við umheim-
inn hefur rofnað. Við höfum
Iworki vatn né mat. í guðs
nafni, sendið okkur tafarlaust
hjálp.
En hann fékk ekkert svar.
TOIÍYO — UPPHAF
ÖNGÞVEITISINS
Bílstjóri Yamamoto aðmíráls
þræddi yfirfull öngstræti Tokyo
í átt til keisarahallarinnar. Er
þangað kom, létti Yamamoto
stórum, er hann komst að því,
að krónprinsinn hafði sloppið
heill á húfi. Síðan tilkynnti
Yamamoto honum, dapur í
hragði, að lionum liefði reynzt
ómögulegt að mynda hina nýju
stjórn.
Hirohito var viðbúinn þess-
um málalokum. Hann tilkynnti
Yamamoto, að Kosai Ucliida
greifi, einn helzti ráðherra fyrri
stjórnar, myndi taka að sér störf
forsætisráðherra, þangað til
Yamamoto gæti tekið við stjórn-
inni. Þetta gæti skoðazt sem
nokkurs lconar bráðabirgða-
stjórn.
Yamamoto gerði sér grein
fyrir hættum þeim, sem sam-
fara voru óstyrkri stjórn. Hann
yfirgaf nú höllina álcveðinn í
að ljúka vali ráðherra i nýju
stjórnina hið allra fyrsta. En all-
ar samgöngur höfðu lagzt nið-
ur, og nú tók að berast ógnvekj-
andi orðrómur um borgina.
Yamamoto brá, er liann sá menn
með sverð, barefli og bambus-
spjót á verði við ýmis götuhorn
á leið sinni til Sjóliðsforingja-
klúbbsins. Menn þessir stöðvuðu
suma, vegfarendur og bíla. Aug-
sýnilega voru þetta sveitir, sem
reyndu að koma í veg fyrir rán
og uppþot. Á einum stað var
hifreið hans snögg'lega stöðvuð.
Maður rak bambusprik sitt inn
um gluggann og særði bifreiða-
stjórann á enninu. Hann heimt-
aði að fá að vita nafn aðmír-
álsins. Þegar hann heyrði nafn
Yamamoto, hörfaði hann undan.
„Vissulega megið þér aka á-
fram,“ sagði hann. Hann haðst
afsökunar á því, að hann hafði
ekki þekkt aðmírálinn.
Yamamoto geðjaðist ekki að
því, hversu herskáar þessar