Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
á spillingartímum, en hann var
samt innilega trúaður og lifði
miklu eftirbreytnisverðara lífi
en margir páfanna, konunganna,
prinsanna og prelátanna, sem
hann starfaði fyrir.
Líkt og flestir ítalir var hann
bundinn sterkum fjölskyldu-
böndum, og kom slíkt glöggt
fram í því mikla örlæti, sem
hann sýndi jafnan föður sinum
og bræðrum. í kyrrþey gaf hann
cinnig fátækum stúlkum heiman-
mund, svo að þær gætu fengið
gott gjaforð. Þegar hinn tryggi
þjónn hans Urbino varð sjúkur,
hjúkraði Michelangelo honum af
mikilli natni, og þegar Urbino
dó, skrifaði Michelangelo þessi
orð: „Hann þjónaði mér dyggi-
lega í lifanda lífi, og í dauðaunm
kenndi hann mér, hvernig á að
deyja. Nú á ég enga aðra von
en þá að mega hitta hann aftur
í Paradís."
Hann var maður fullkomnun-
arinnar, og því var hann haldinn
þeirri áráttu, að hann vildi gera
alla hluti sjálfur, jafnvel hafa
umsjón með því, þegar hráefnið
í höggmyndir hans var grafið úr
jörðu. Eitt sinn skipaði Clement
páfi honum að hugsa betur um
heilsu sína og þræla ekki svona
mikið, ella yrði hann bannfærð-
ur.
Michelangelo fékkst aðallega
við að sýna karlmanninn i verk-
um sinum, enda getur ekki oft
að lita konur í þeim verkum,
er hann vann með pensli eða
meitli. Dýr og hluti úr jurta-
eða steinarikinu sýnir hann vart
nokkru sinni í verkum sínum.
Hann skoðaði sig fyrst og fremst
myndhöggvara. Michelagiolo,
Scultore: þannig skrifaði hann
venjulega undir bréf sin, jafnvel
bréf til föður síns. Hann hugsaði
ekki mikið um liti í sjálfu sér,
heldur fyrst og fremst form.
(Scultore merkir myndhöggvari.
Þýð.)
Með óseðjandi viðleitni sinni
til þess að ná hinu algera (abso-
luta) í list sinni vann hann allt
fram í siðustu viku sinnar löngu
ævi. „fig er fátækur maður og
lítilfjörlegur," sagði hann eitt
sinn, „maður, sem dútlar við þá
Iistgrein, sem Guð gaf honum
til þess að lengja líf sitt svo sem
framast er unnt.“ Og líf hans
varð sannarlega langt, því að
þegar hann lauk ævi þeirri, sem
hann hafði varið svo vel, voru
aðeins 3 vikur til 90. afmælis-
dagsins hans, en hann dó þ. 18.
febrúar árið 1564. Hann dó i
Róm, en nokkrum vikum síðar
var líkami hans fluttur til Flór-
ens, þar sem hann var grafinn
í kirkju St. Croce.
„Góð málaralist nálgast sam-
runa við Guð,“ sagði Michelang-
elo citt sinn við portúgalskan