Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 120
118
var breytt í 15. október. Og fyrir-
komulagi hlaupársdaga varþann-
ig breytt, að hlaupársdegi er
sleppt í 3 skipti af hverjum 4,
þegar heilli öld er náð, en hafð-
ur i 4. skiptið. Þrátt fyrir þessar
lagfæringar er samt um 26 sek-
úndna árlega skekkju að ræða
í gregoríanska tímatalinu. Sú
skekkja mun ekki nema samtals
heilum degi fyrr en árið 4905,
svo að það virðist ekki mjöjg að-
kallandi ennþá að laga þá
skekkju.
Kaþólsk lönd tóku mjög fljótt
upp gregoríanska tímatalið, og
Holland og Sviss gerðu það
sömuleiðis. En það tók mótmæl-
endalandið Þýzkaland 112 ár
að taka þesst nýbreytni upp,
og England og nýlendur þess
gerðu slikt ekki fyrr en árið
1752.
Japan tók upp gregoríanska
tímatalið árið 1873 og Rússland
árið 1918.
Siðustu öldina hefur verið
stungið upp á margs konar end-
urbótum á tímatalinu. Ein slík
uppástunga byggist á tugkerfinu,
og er þar gert ráð fyrir 10 mán-
uðum, 300 vinnudögum, 50
sunnudögum og 15 lielgi- og
liátíðisdögum öðrum. Mánuður-
inn hefur þar 5 vikur, 5 sunnu-
daga, 1 eða 2 aðra helgi- eða
liátíðisdaga og 36 eða 37 daga.
ÚRVAL
Fyrsti dagur hvers mánaðar
yrði þannig mánudagur.
Samkvæmt annarri uppá-
stungu er gert ráð fyrir 12 mán-
uðum, sem allir hafa 30 daga
hver, en ýmist 5 eða 6 helgi-
eða hátíðisdaga til þess að ná
fullri dagatölu yfir árið. Vik-
urnar yrði annað hvort 5 eða 6
dagar.
Flestar þessar uppástungur
miða að þvi að skrá hina árs-
löngu „reisu“ jarðarinnar um-
hverfis sólu á óbreytanlegan
hátt ár eftir ár, sem yrði þannig
algerlega stöðugur. Með slíku
móti væri hægt að leysa mörg
vandamál gregorianska timatals-
ins, sem við búum við. Núna
er einn ársfjórðungur 90 dagar,
en annar 92 dagar. Venjulega
hefur febrúar 28 daga, en 29
á hlaupárum. 4 mánuðir hafa
30 daga hver. Núna telur hver
mánuður 4 vikur auk mismun-
andi margra viðbótardaga. Eina
undantekningin er febrúar, en
þó ekki, þegar um hlaupár er
að ræða.
Af áætlunum þeim, sem fram
hafa komið, eru hið alþjóðlega
fastákveðna tímatal og heims-
timatalið athyglisverðastar. Sam-
kvæmt báðum þessum áætlun-
um myndi árið hefjast á sunnu-
degi og hafa einn aukadag, en
tvo, þegar hlaupár er. Þessir dag-
ar yrðu alheimsfrídagar og bæru