Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 49
ÁSTARÓÐUK
47
afmyndaðar. Gigtin hafði tekið
að hrjá hann nokkrum árum áð-
ur og hafði gert öll liðamót stirð.
og nú sneru þumalfingurnir inn
á við, og hinir fingurnir voru
einnig bognir. En samt liafði
hann nú verið að mála að venju.
Hann hafði verið að mála rósir.
Krepptir og skakkir fingurnir
héldu mjög einkennilega um
pensilinn. Það var varla hægt
að segja, að þeir hafi haldið
um hann, heldur þrýst að hon-
um.
En það var hlátur i augum
hans að venju. „Þeir hittu þig
ekki vel í þetta skipti, ha?“ virt-
ist svipur hans segja við mig.
Siðan rétti hann Stóru-Lovísu
litaspjaldið og sagði kæruleysis-
lega við mig: „Gættu þín á að
detta ekki. Húsvarðarkonan er
nýbúin að bóna gólfin þér til
heiðurs.“ En þegar ég kyssti
hann fann ég, að skegg hans
var vott af tárum.
Ég dvaldi þar i nokkrar vik-
ur, og ég sat nálægt honum í
litla flauelsstólnum, sem mamma
hafði átt, og horfði á hann mála
dag eftir dag. Þegar hann hvíldi
sig um stund, ræddum við sam-
an um striðið, um æsku hans,
um konur („Ég elskaði konur,
jafnvel áður en ég lærði að
ganga“), um fallegu fyrirsæt-
urnar, sem höfðu svo fagra húð,
að það var sem hún „drykki i
sig birtuna“, um móður mína
(„hún gat gengið á grasi án þess
að særa það“), sem var nýdáin
og hann syrgði átakanlega, en
umfram allt töluðum við um
starf hans, málverkin hans. Hann
gat tjáð alla þá gleði, sem lífið,
birtan og litirnir veittu honum,
gat tjáð hana með einum pensil-
drætti, er hann dró húðfellingu
á úlnliði barns. Þessar vikur
kynntist ég föður mínum betur
en nokkru sinni áður, og nú
fyrst reyndist inér unnt að skilja
snilli hans og hugrekki. Ég hafði
góða ástæðu til þess að vera
þcssu skotsári þakklátur fy.rir
að hafa orðið til þess að draga
okkur nálægt hvor öðrum að
nýju, og þegar friður var sam-
inn, fluttist ég til hans fyrir
fullt og allt.
Siðustu ár föður mins voru
velgengnisár á veraldarvísu.
Hann hafði oft verið gagnrýnd-
ur og lítilsvirtur áður fyrr sem
einn hinna fyrstu impression-
ista, en nú hafði hann náð mik-
illi frægð. Listaverkasalar börð-
ust ofsalega um málverk hans,
öll helztu söfn heimsins opnuðu
dyrnar upp á gátt fyrir verkum
hans, og æskufólk frá ýmsum
löndum var tekið að fara í píla-
grímsferðir til þess að sjá meist-
arann. Hann tók allri þessari
virðingu og öllu þessu lofi með
kímniglampa í augum. „Ha?