Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 53
51
r~ \
Vandaðu mál þitt
_______________________________________________________________)
Hér fara á eftir 18 orð og orðasambönd með réttri og raligri merk-
ingu ásamt einu orði og vísuparti til athugunar. Prófaðu kunnáttu þína
í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með þvi að finna rétta
merkingu. (
1. bura: dóttir, treyja, börur, vagn.
2. flim: háðkveðskapur, tinna, gort, leiftur.
3. glóra: lítill gluggi, koli, pyttur, sjóndapur maður.
4. gor: leir, vömb, djúpur bassi, froða.
5. hár: siglutré, reiði, kambur, keipur.
6. inna: kvendýr, húsakynni, hjartalag, innyfli.
7. jarg: jarmur, úrgangur, leiðindastagl, glymjandi.
8. kampur: hár veggur, skegg, veiðihár, brimgarður.
9. karri: karlrjúpa, illviðri, þúfnakragi, vaðall.
10. keikur: brattur, lóðréttur, boginn, hnarreistur.
11. pati: handatilburðir, óljós grunur, vífilengjur, framferði.
12. vil: löngun, innyfli, vilji, hægindi.
13. örfiri: ófullburða afkvæmi, fjara, fúlegg, rekadrumbur.
14. örgull: krapaelgur, skortur, margmenni, grynningar.
15. örlingur: valmenni, smáræði, öldugutl, vindhviða.
16. braga sig eftir: gretta sig, apa eftir, látast vera.
17. þessu keyptu þeir: verzluðu með, urðu ásáttir um, skuldbundu sig
til.
18. hann .rekur á kisur: gefur frá sér annarleg hljóð, mjálmar, snöggur
vindblær kemur.
19. Ekki er kyn, þótt keraldiö leki. Hvað þýðir hér orðið kynt
20. Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulinn. Hvað Þýðir hér orðið lhaddurl
Svör á bls. 83.