Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
liandbært, og sem kom henni
enn þá betur.
☆ ☆ ☆
Elísabet er einn hinn leyndar-
dómsfyllsti kvenmaður, sem sag-
an greinir frá. Alla ævi henn-
ar, þar til hún var örugg í skjóli
fullorðinsáranna, hafði einn
eða annar úr þjóðhöfðingjafjöl-
skyldum Evrópu verið að draga
sig eftir henni, og sjálf hafði
hún alltaf á prjónunum áform
um einhverjar tengdir, sem yrðu
til þess að efla völd ensku krún-
unnar, og veittu henni jafnframt
möguleika til að eignast erfingja.
En þetta komst aldrei í fram-
kvæmd.
Margar skýringar hafa komið
fram á þessu, en engin þeirra
fullnægjandi. Suinir segja, að
hún hafi aldrei orðið nægilega
ástfangin í neinum, til þess að
gera hann að eiginmanni sínum.
Aðrir segja, að liún hafi fyrir
hvern mun viljað forðast hjóna-
band, svo mikla unun hafi hún
haft af þvi að vera einvöld, og
kærði sig ekki um að liafa neinn
við hlið sér i hásætinu.
Hún átti stormasama æsku,
og kann það að hafa dregið úr
ástarþrá hennar. Þegar hún var
kornung daðraði gamall, laus-
látur flotaforingi, Seymour lá-
varður við hana. Elísabet prins-
essa hafði mjög náið samband
við Katrínu parr, ekkjudrottn-
ingu og siðustu konu Hinriks
VIII., föður hennar. Seymour
þessi metorðagjarni, gamli refur,
dró sig bæði eftir litlu prinsess-
unni og ekkjudrottningunni,
augsýnilega i fyrstu í vafa um,
hvorri hann ætti fremur að
kvænast. Að lokum varð það úr,
að hann gekk að eiga Katrínu,
til þess að geta þannig fyrr full-
nægt metorðagirnd sinni, en
þrátt fyrir það hélt hann áfram
að daðra við hina ungu prins-
essu.
Þetta hlýtur að hafa verið
stúllcunni þungbær, reynzla, þar
sem Seymour hefur sýnilega lit-
ið skeytt um, hve ung hún var
og óreynd. Katrin drottning,
sem var orðin barnshafandi,
kom að þeim dag nokkurn, er
Seymour hafði tekið utan um
Elisabetu —• vafalaust í sakleysi
— og gekk út úr herberginu
öskureið. Nokkru síðar, eftir
fæðingu barnsins, dó Katrin.
Þetta var mikið áfall fyrir
Elísabetu, því að drottningin
hafði verið einn hinna fáu,
sönnu vina hennar.
Svo þegar baráttan um kon-
ungserfðirnar eftir Hinrik VIII
stóð sem liæst, var Seymour
tekinn höndum, varpað i fang-
elsi og tekinn af lífi ■— ákærð-
ur fyrir að hafa ætlað að kvæn-
ast Elísabetu á sviksamlegan
liátt, til þess að tryggja afkom-