Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 153
HJÚSKAPARFRÆÐSLA OG .. .
151
legast muni að rifta hjónaband-
inu.
Höfuðvandamálið, viss and-
legur vanþroski, sem er undir-
rót flestra hjónabandsörðug-
leika, leynist oftast á bak við
hin mest áberandi einkenni,
deilur um peninga, skyldmenni,
barnauppeldi, vini o. s. frv.
Margir sérfræðingar telja þá
annað atriði eiga jafn oft sök-
ina: að hjónin af einhverjum á-
stæðum skorti getu til að gera
hvort öðru grein fyrir tilfinning-
um sínum. Til dæmis um það
hefur séra Arthur M. Tingue,
forstjóri Amerísku trúar- og sál-
fræðistofnunarinnar sagt þessa
sögu um hjón, sem áttu í slikum
erfiðleikum. Eiginmaðurinn
þurfti eitt sinn að vera viðstadd-
ur jarðarför i annarri borg'.
Hann spurði konu sína, hvort
hún vildi koma með.
„Ef þú viit að ég geri það,“
svaraði lmn.
„Jæja,“ sagði maðurinn eftir
stundar þögn „Ég fer þá einn.“
Eiginmanninn hafði langað
til að konan færi með honum.
Og konuna hafði langað til að
fara. En konan, sem ekki var
viss um, hvort honum væri al-
vara, er hann bauð henni með,
liafði vísað ákvörðuninni aftur
til hans. Hann hafði hins veg-
ar tekið það svo, að hún hafn-
aði boðinu. Þannig höfðu hjón,
sem gjarnan vildu láta í ijós
gagnkvæma ást sína og þörf,
gert hvort öðru upp að hafa vís-
að hinu á bug.
Kynferðismisræmi á ekki, eitt
út af fyrir sig, mikinn þátt í
ógæfu lijónabandsins. Oftar er
það aðeins vottur um ósamlyndi
af öðrum orsökum. Atliuganir
gerðar af Hjúskaparfræðsluráði
Philadelphiu sýndu, að aðeins
lijá 15 til 19 af hundraði hjón-
anna var aðalvandinn í sam-
bandi við kynferðismálin.
Hjúskaparfræðarar hafa hlot-
ið mismunandi undirstöðu-
menntun og fræðslu, en flestir
hafa um þrjár grundvallarað-
ferðir að velja, eftir eðli máls-
ins. Ein er sú, að fræðarinn
snýr sér fyrst og fremst að þvi
vandamáli, sem sérstaklega
snertir hjónabandið. T. d. kvart-
ar konan um, að enda þótt mað-
ur hennar liafi góðar tekjur,
bregðist hann ávallt reiður við,
ef hún nokkurn tíma kaupi
nokkuð umfram brýnustu nauð-
synjar. Eiginmaðurinn hins veg-
ar kvartar um, að hússtjórn
konunnar sé fyrir neðan allar
hellur og hún kunni ekkert með
peninga að fara. Séu báðar þess-
ar kvartanir á rökum reistar,
getur fræðarinn einbeitt sér að
því að koma hjónunum í skiln-
ing um, hvernig nota megi pen-
inga til iauna eða refsingar. Síð-