Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
fyrstu dagana nefnduin við ekki
hvor annan Fred og Charley.
„Vera má, a8 þegar vísinda-
mennirnir taka heilbrigðan
briskirtil og merja hann og
mylja í sundur til þess að draga
út (extrahera) þetta óþekkta
efni, að vakar (enzym) i melt-
ingarsafanum blandist þá sam-
an við óþekkta efnið og eyði
þvi — á sama hátt og þeir brjóta
niður eggjahvituefnin í innyfl-
unum. Ef til vill er það þess
vegna, sem engum hefur tekizt
að finna það.“
Þar sem við vissum, að ef
bundið er fyrir göng melt-
ingarsafa kirtilsins inn i þarm-
ana, rýrna þær frumur kirtils-
ins, sem framleiða meltingar-
safa, og eyðast fyrr en frumur
litlu eyjanna (Langerhanseyjar
svonefndar). Ætluðum við því að
binda fyrir þessi göng í hund-
unum og bíða svo. „Á sjö til tiu
vikum mun briskirtillinn rýrna
svo, að hann hætti að framleiða
meltingarvökva -— og þá verð-
ur ekkert, sem getur eytt óþekkta
efninu. Þá verður hægt að draga
það út. Síðan gefum við sykur-
sjúkum hundum þennan út-
dregna safa og sjáum, hvort hann
minnkar sykurinn í blóði og
þvagi.“
Ég vann mín efnafræðistörf
i litlu rannsóknarkytrunni okk-
ar. Uppskurðirnir fóru fram
tveimur hæðum ofar í súðarher-
bergi með þakgluggum. Áður
en sumri lauk, var súðarher-
bergið orðið eins fullt af sagga
og tyrknesk baðstofa. Okk-
ur til svölunar vorum við sama
sem naktir undir hvítu vinnu-
sloppunum okkar. Egg og pylsur,
steikt yfir Bunsenslampa, urðu
brátt aðalfæða okkar.
Skortur á hundum var eitt
helzta vandamálið. Þegar ástand-
ið var orðið óbærilegt, sagði
Banting: „Snúðu Kirtlinum (það
nefndum við bilinn okkar) i
gang, Charley, og við skulum
fara í leiðangur." Við ókum um
fátækari hverfi Torontoborgar
og leituðum uppi liundaeigend-
ur, sem vildu láta liunda fyrir
einn dollar.
Við höfðum bundið fyrir
fyrstu briskirtilsgöngin í maí,
og snemma i júlí áttum við von
á, að kirtillinn væri svo rýrnað-
ur, að hægt væri að ná óþekkta
efninu. Við opnuðum kviðinn á
einum hundinum — og sáum,
að bristkirtillinn var við beztu
heilsu, engin rýrnun eða skorpn-
un. Við höfðum ekki bundið rétt
fyrir göngin.
Átta vikurnar okkar voru nú
rétt að enda, og það hefði svo
sem alveg eins mátt taka ósigri
sínum núna og einhvern
tíma síðar. En Banting var þraut-
seigur maður. í ófriðnum hafði