Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
ark náfölna, þegar hann bað
flugmanninn okkar um ,;flugá-
ætlunina“, sem hann ætlaði að
fljúga eftir til Idlewildflugvallar,
og flugmaðurinn okkar át eftir
honum orðið „flugáætlun" með
þeim raddblæ, sem flugmanni
er hætt til að tileinka sér, þegar
hann er nýbúinn að „skríða“
yfir þvera Ameríku, rétt yfir
húsaþökum, trjátoppum, vegum
og járnbrautarlínum. Svo bætti
hann við: „Nú, ég ætlaði bara
að fljúga í þá átt og vita hvort
ég fyndi hann ekki einhversstað-
ar.“
VEIRAN OG MÖÐURFRUMAN
Veirur (virus) eru smæstu lífverur sem menn Þekkja, og eru
ekki mörg ár, -síðan kunnugt varð um tilveru þeirra. Þær valda
mörgum skæðum, smitandi sjúkdómum, svo sem bólusótt, misl-
ingum og mænusótt, og á flestum þeirra vinnai engin þekkt lyf.
Veirurnar halda til inni í frumum hins sýkta líkama, í stað þess
að bakteríur lifa yfirleytt i vefjum utan frumanna.
Veirur eru mjög misstórar. Hinar smæstu þeirra eru á stærð
við erfðastofna (gen) litninganna (krómósómanna) í frumunum-
og að efnasamsetningu næsta líkar þeim. Hafa þvi verið tilgátur
uppi um það, að erfðastofnarnir gætu undir sérstökum kringum-
stæðum, sem menn vita að visu ekki enn, hverjar kunna að vera,
rifið sig úr tengslum við móðurfrumuna og orðið að sjálfstæðum
einstaklingum, tímgazt og breiðzt út.
1 danska læknablaðinu „Mánedsskrift for praktisk lægegern-
ing“, sem gefið er út af félagi sjúkrasamlagslækna, segir um þetta
í grein í októberhefti 1963: „Við höfum nú! séð, að veiran getur
næstum verið sem erfðastofn (gen) í frumu þeirri, þar sem hún
hefsti við. Og sumir eru beinlinis þeirrar skoðunar, að veiran sé
upprunalega erfðastofn, sem hafi klofnað og losnað frá móður-
frumunni. Ég spyr því að lokum: Hvort varð fyrr til, veiran eða
móðurf ruman ?“ Heilsuvernd.
„Gættu þin á glerinu, elskan," sagði ókunnugur maður við
konu eina, sem var að skoða i glugga gimsteinasala í Lundúnum.
Siðan tók maðurinn upp skaft af exi, braut gluggann, greip bakka
með hringum, sem voru samtals 600 sterlingspunda virði, og flúði
sem fætur toguðu. M.N.D.