Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
180 þúsund, og er talið, að þeir
verði orðnir um 300 þúsund
um næstu aldamót. Eigi þorsk-
veiðin að verða jafnmikill hluti
útflutningsframleiðslu okkar þá
og nú er, mun okkur ekki veita
af að veiða sjálfir allan þorsk á
íslandsmiðum og vel það. Þáttur
okkar í heildarþorskveiðinni á
íslandsmiðum á árunum 1956—
1960 var tæp 60%. Ég ætla ekki
að spá um það, hvernig rætast
muni draumur íslendinga um
að eignast sjálfir allt landgrunn-
ið; fyrir 10—15 árum þótti krafa
okkar um 12 mílna landhelgi
fráleit óskhyggja. Hvernig sem
það mál kann að fara, þá blasir
við okkur sú staðreynd, að
þorskstofninn er að verða svo til
fullnýttur. Hver sé hin gullna
kjörveiði, getum við ekki sagt
nákvæmlega um ennþá, en þó
held ég, að með þeirri vísinda-
legu þekkingu, sem við höfum
nú á þesum stofni, og hinni
löngu reynslu veiðanna og á-
lirifum þeirra á stofninn, ætti
okkur að geta tekizt að ákveða
kjörveiðina. Vegna útfærslu
landhelginnar höfum við tryggt
okkur umsjón með verulegum
hluta af uppeldisstöðvum nokk-
urra helztu nytjafiska okkar. Er
ekki vafamál, að þar erum við
lengra komnir en flestar aðrar
þjóðir. Mikilsverð uppeldissvæði
eru nú innan islenzkrar fisk-
veiðilögsögu og við ráðum því
miklu meira en áður um framtíð
og afkastagetu þessara fiskstofna.
Eins og getið var um í upphafi,
þá er nauðsynlegt að nýta þessa
stofna á sem hagkvæmastan hátt.
Of lítil veiði getur verið jafn
skaðleg og of mikil veiði. Það
hefur t. d. komið í ljós, að þau
ár, sem mjög sterkir árgangar
af þorski hafa verið í aflanum,
hefur fiskurinn vaxið hægar en
þegar lítið hefur verið af fiski
í sjónum. Við skýrum þetta með
þvi, að þegar mikið er um fisk,
sé ekki nóg fæða í sjónum fyrir
allan þann fjölda. Á árunum
1923—37 féll þorskveiðin i Vest-
mannaeyjum úr tæplega 200
þorskum á 1000 öngla í tæplega
50 þorska á 1000 öngla, og er
það tákn um verulega rýrnun
í stærð stofnsins. Samtimis þessu
jókst meðalstærð 8—12 ára fiska
úr 82 i 94 sm og mun láta nærri,
að hér sé um tveggja kílóa
þyngdaraukningu að ræða.
Ég lield, að þetta dæmi sýni,
að fjölcli einstaklinganna er ekki
einráður um útkomuna, heldur
er vaxtarhraði hvers einstald-
ings mjög mikilsverður. Aukn-
ingin i vaxtarhraðanum á tímu-
hilinu 1932—37 bætti að nokkru
leyti upp þá rýrnun, sem varð
í fjölda einstaklinganna í stofn-
inum.
Hæfileg grisjun stofnsins er