Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 141
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI
139
luisið var óskemmt, og frétti,
að konan hans hafði farið i
heimsókn til tengdasonar þeirra,
Takarabe aðmíráls, er bjó þar
í grendinni. Hann hélt þangað
einnig og dvaldi þar um nóttina.
Hann hélt áfram tilraunum sin-
um til þess að skipa í ráðherra-
stöður hinnar nýju stjórnar, og
með hjálp sendiboða, fylgdist
hann með þvi sem gerðist. En
að morgni átti hann samt enn
eftir að skipa í nokkrar ráð-
herrastöður.
Það varð að ljúka tafarlaust
við að mynda hina nýju stjórn.
Hinir nýju ráðherrar yrðu því
fyrst um sinn að taka einnig
að sér ráðherrastöður þær, sem
enn var óskipað í. Hann sendi
sendiboða til þess að skýra ráð-
herrunum frá þessari ákvörðun
sinni og hélt að því búnu til
Akasakahallarinnar. Þar fékk
hann Hirohito ráðherralistann,
og hann samþykkti listann sam-
stundis. Síðan flýtti Yamamoto
sér burt.
Hin formlega skipun átti sér
stað kl. 7.30 þetta kvöld. Iieis-
arahöllin var álitin ótrygg, og
því fór athöfn þessi fram i te-
húsi i horni hallargarðsins. Ilin
nýju ráðherraefni voru kölluð
hvert af öðru inn í herbergi eitt,
þar sem Hirohito sat á bak við
gylltan skerm og staðfesti hverja
útnefningu jafnóðum. Herbergið
var upplýst af kertum og Ijós-
kerum, sem hallarverðirnir
héldu á. í austri glóði sjóndeild-
arhringurinn af eldunum frá
borginni, sem hélt áfram að
brenna.
„Þetta var ógleymanleg sjón,“
sagði Yamamoto síðar. „Himinn-
inn var eldrauður, og hið gullna
endurskin eldanna glampaði
titrandi á hinum gullna skermi.
Þetta var bæði fögur og hrylli-
leg sjón í senn.“
Strax eftir slcipun ráðherranna
lagði krónprinsinn fram 5 millj-
ónir dollara af eigin fé í endur-
byggingarsjóð þann, sem stjórn
Uchida hafði stofnað. Síðan
kallaði Yamamoto saman ríkis-
stjórnarfund, sem stóð langt
fram á nótt.
Aðalvandamál hinnar nýju
stjórnar var fólgið í því að koma
að nýju góðri reglu á alla opin-
bera stjórn. .Borgaralegir varð-
flokkar höfðu í rauninni stjórn-
að Tokyo og öðrum jarðskjálfta-
svæðum, allt frá því jarðskjálft-
inn byrjaði. Þeir áttu að halda
uppi röð og reglu. Þar var um
sjálfboðaliða að ræða, og margir
þeirra voru ungir og ofstopafull-
ir. Þessir hópar bættu enn ein-
um eftirmála við hina hrylli-
legu atburðarás, einkum hvað
snerti ineðferð þeirra á Kóreu-
búum.
Þrettán árum áður, eða árið