Úrval - 01.09.1964, Síða 141

Úrval - 01.09.1964, Síða 141
TVEIM MÍNÚTUM FYRIR HÁDEGI 139 luisið var óskemmt, og frétti, að konan hans hafði farið i heimsókn til tengdasonar þeirra, Takarabe aðmíráls, er bjó þar í grendinni. Hann hélt þangað einnig og dvaldi þar um nóttina. Hann hélt áfram tilraunum sin- um til þess að skipa í ráðherra- stöður hinnar nýju stjórnar, og með hjálp sendiboða, fylgdist hann með þvi sem gerðist. En að morgni átti hann samt enn eftir að skipa í nokkrar ráð- herrastöður. Það varð að ljúka tafarlaust við að mynda hina nýju stjórn. Hinir nýju ráðherrar yrðu því fyrst um sinn að taka einnig að sér ráðherrastöður þær, sem enn var óskipað í. Hann sendi sendiboða til þess að skýra ráð- herrunum frá þessari ákvörðun sinni og hélt að því búnu til Akasakahallarinnar. Þar fékk hann Hirohito ráðherralistann, og hann samþykkti listann sam- stundis. Síðan flýtti Yamamoto sér burt. Hin formlega skipun átti sér stað kl. 7.30 þetta kvöld. Iieis- arahöllin var álitin ótrygg, og því fór athöfn þessi fram i te- húsi i horni hallargarðsins. Ilin nýju ráðherraefni voru kölluð hvert af öðru inn í herbergi eitt, þar sem Hirohito sat á bak við gylltan skerm og staðfesti hverja útnefningu jafnóðum. Herbergið var upplýst af kertum og Ijós- kerum, sem hallarverðirnir héldu á. í austri glóði sjóndeild- arhringurinn af eldunum frá borginni, sem hélt áfram að brenna. „Þetta var ógleymanleg sjón,“ sagði Yamamoto síðar. „Himinn- inn var eldrauður, og hið gullna endurskin eldanna glampaði titrandi á hinum gullna skermi. Þetta var bæði fögur og hrylli- leg sjón í senn.“ Strax eftir slcipun ráðherranna lagði krónprinsinn fram 5 millj- ónir dollara af eigin fé í endur- byggingarsjóð þann, sem stjórn Uchida hafði stofnað. Síðan kallaði Yamamoto saman ríkis- stjórnarfund, sem stóð langt fram á nótt. Aðalvandamál hinnar nýju stjórnar var fólgið í því að koma að nýju góðri reglu á alla opin- bera stjórn. .Borgaralegir varð- flokkar höfðu í rauninni stjórn- að Tokyo og öðrum jarðskjálfta- svæðum, allt frá því jarðskjálft- inn byrjaði. Þeir áttu að halda uppi röð og reglu. Þar var um sjálfboðaliða að ræða, og margir þeirra voru ungir og ofstopafull- ir. Þessir hópar bættu enn ein- um eftirmála við hina hrylli- legu atburðarás, einkum hvað snerti ineðferð þeirra á Kóreu- búum. Þrettán árum áður, eða árið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.