Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
Michelangelo að vinna að gerð högg
myndarinnar „Pietá ‘ (Sorg).
nra snilli meistarans, sem mest
er áberandi. Um gervalla Róm
eru svo margar kirkjur, hallir,
söfn og brýr, sem hann teiknaði
og sá um smíði á, að Róm er í
dag fremur borg Michelangelo
en nokkurs annars listamanns.
Frægð hans sem myndhöggv-
ara, málara og arkitekts hefur
skyggt á þá staðreynd, að hann
var einnig ljóðskáld. 63 ára gam-
als bar fundum hans og ítölsku
skáldkonunnar Yittoriu Colonna
saman. Hún var 48 ára að aldri,
ekkja Pescara markgreifa. Hún
var honum innblástur á sviði
Ijóðagerðarinnar og eina konan,
sem öðlaðist vináttu hans, þvi
að Michelangelo giftist aldrei.
Hún var trúuð, menntuð kona
og hafði kosið að lifa í einveru
í ldaustri St. Silvesters. Micliel-
angelo kom þangað til hennar
á sunnudögum, og' þar ræddu
þau trú óg listir ásamt fleirum,
er þátt tóku í þessum viðræðum
þeirra. Þegar Vittoria dó 9 árum
síðar, syrgði hann hana svo
mjög, að hann gerðist næstum
alger einsetumaður í litla liús-
inu, sem hann bjó í í Róm.
Michelangelo hefði átt auðvelt
með að lifa i vellystingum pragt-
uglega, en hann valdi í þess
stað einfalt, óbrotið líf, sem
helgað var mjög erfiðu starfi.
Heimili hans í Róm var aðeins
eitt herbergi með fátæklegum
húsgögnum. Aðahnáltíð hans
var aðeins brauð og létt vín.
Föt hans voru fremur tötraleg,
og svaf hann oft í þeim.
Hin mörgu bréf hans og Ijóð
skýra okkur frá hugsunum hans
um trúna, ástina, fegurðina og
endanlegan tilgang lífsins og
listarinnar. Hann skrifaði t. d.
einum bræðra sinna á þennan
veg einu sinni: „Þú skalt lifa i
friði og ró og engum tengjast
innilegum böndum nema Guði