Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 96
94
URVAI,
verkum: hundar, sem voru að
því komnir að sofna svefninum
langa, voru eftir fáeinar klukku-
stundir vaknaðir til lífsins aftur,
átu og dilluðu skottinu. Einn
þannig endurvakinn lifði í 12
daga, og annar í 22 daga.
Uppáhaldið okkar var Marjo-
rie — hvít- og svartflekkótt skozk
tík, sem bar númerið 33. Hún
lærði að stökkva upp á bekk
og rétta fram löppina, svo að
við gætum tekið blóðsýnishorn
og sitja svo kyrr og bíða eftir
inndælingunni, sem líf hennar
var undir komið. Þannig lifði
hún góðu lífi í 70 daga. Við
höfðum nú unnið úr kirtilsafan-
um efnið „isletin“, eins og við
þá nefndum það (enska orðið
„islet“ þýðir smáeyja). Skömmu
síðar réði Macleod okkur að
hreyta bví í insulin (latneska
orðið ,,insula“=eyja).
Til þess að halda einum hundi
lifandi í einn dag, þurfti næstum
allt það insulin, sem fékkst úr
einum rýrnuðum briskirtli.
Hvernig átti að láta það endast
til þess að halda lifandi öllum
þeim milljónum, sem þjáðust af
sykursýki í öllum heiminum?
Þá minntist Fred þess, að hafa
lesið, að í briskirtli ófæddra
dýra væru nær eingu Langer-
hanseyjar, þar sem þau þyrftu
þá ekki á neinum meltingar-
vökva að halda. Sem sveitadreng-
ur vissi hann einnig', að bændurn-
ir ala oft kýrnar kálffullar, áður
en þeir senda þær í sláturhús-
in, til þess að auka þyngdina.
Mundu ekki briskirtlar ófæddra
kálfa vera auðugir af insulini?
Við snerum „Briskirtlinum“ í
gang og lögðum leið okkar til
sláturhúsanna. Þegar við kom-
urn aftur í rannsóknarstofuna
með uppskeruna af ferðinni,
mörðum við kirtlana, drógum
úr þeim safann og hreinsuðum
og fengum miklar birgðir af
insulini.
Nú gátum við haldið hundun-
um lifandi eins lengi og við vild-
um. Og vitanlega komumst við
að lokum að raun um, að með
bættum aðferðum við útdrátt
safans, mátti fá insulin úr bris-
kirtli allra skepna — kúa, kinda,
svina o. s. frv. Það mundi verða
hægt að fullnægja öllum þörfum.
14. nóvember vorum við til-
búnir til að gera heiminn að þátt-
takanda i eftirvæntingu okkar.
Við Banting lögðum fram fyrir
ritstjórn lífeðlisfræðideildarinn-
ar fyrstu skýrslur okkar — full-
komnar, með Ijósmyndum, sem
sýndu blóðsykurtöflur. Enn var
þó ósvarað þeirri spurningu,
sem hafði úrslitaþýðingu: Mundi
insulinið hafa sömu verkanir ú
menn?
Hinum megin við götuna í