Úrval - 01.09.1964, Qupperneq 65
63
NYJA GUINEA — LANDIÐ, SEM TIMINN ...
er alltaf verið að finna nýja
hópa, sem enginn hafði vitað
um. En í hinum ástralska hluta
Nýju Guineu einum saman eru
að minnsta kosti tvœr milljónir
íbúa. Þar er um að ræða austur-
hluta eyjarinnar, þ. e. a. s. svæð-
ið Papua, sem Ástralía á, og
gæzlusvæði, sem Ástralía hefur
fengið stjórn á. Tungumál og
mállýzkur Iiinna innfædduskipta
hundruðum, en „tæpitunguenska
(pidgin English) veitir vaxandi
möguleika til samskipta milli
þeirra ættflokka, sem nokkra
menntun hafa þegar fengið.
Furðulegir og villimannlegir
siðir eru ertn við lýði, en stjórn-
arvöldin hafa aðeins reynt að
afnema þá, sem hafa i för með
sér dráp og morð. Keith Mc-
Carthy, sem liefur á hendi stjórn
mála hinna innlendu ibúa, orð-
ar þessa stefnu á eftirfarandi
hátt: „Við kærum okkur alls
ekkert um að gera þetta fólk
að útiteknum Evrópubúum. Það
verður að fá að halda sinum
sérkennum og því af menningu
sinni, sem getur komið því að
gagni.“
Eftirlitsmenn stjórnarinnar
reyna að uppræta mannát á þeim
svæðum, sem þeir hafa náð ein-
hverjum tökum á. (Mannfræð-
ingar halda þvi fram, að manna-
kjötsát stafi aðallega af skorti
eggjahvítuefna í mataræði íbú-
anna. Það er mjög lítið um æt,
villt dýr á Nýju Guineu). En
samt eru nægar sannanir til
fyrir því, að sumir ættflokkar
iðka mannát sem nokkurs konar
helgisiði eða sem þátt i galdra-
iðkunum, þar á meðalKukukuku-
ættflokkurinn, sem aðrir flokkar
óttast, en sá flokkur étur aðeins
handleggs og fótleggsvöðva drep-
inna óvina í þeim tilgangi, að
tileinka sér krafta hinna dauðu.
Það eru aðeins nokkur ár siðan
tveir ástralskir eftirlitsmenn
voru drepnir með spjótum í
Telefomin, höggnir í spað og'
étnir.
Goðsagan um hinn „hamingju-
sama villimann“, sem á að vera
svo harðánægður með lífið og
tilveruna, er ósköp falleg en ó-
sönn. Flestir innlendu íbúar
Nýju Guineu lifa i stöðugum
ótta, í stöðugri návist dauðans,
allt frá því að þeir koma í þenn-
an heim. Þeir óttast óvini sina,
ótal sjúkdóma og alls kyns galdra
og særingar, en allt getur þetta
valdið dauða þeirra. Friða verð-
ur anda hinna framliðnu, sem
hrærast umhverfis þá, því að
annars munu þeir flytja með sér
sjúkdóma og dauða.
Sumir ættflokkar byggja stór
og glæst tamberan eða andahús
til þess að halda öndum hinna
framliðnu í góðu skapi. Eitt slíkt
sá ég við Sepikána árið 1957.