Úrval - 01.06.1965, Síða 8
6
geta varla borið bogann að henni.
Aðrir fá ágirndarglampa í augun.
1938 gekk maður með slíkt augna-
ráð út úr hvelfingu Herrmanns með
fiðlu undir frakkanum. Það var
mikið af Stradivari og Guarneris
i hvelfingunni þennan dag, en
þjófurinn var svo óheppinn að
þrífa til ódýrustu fiðlunar i lxópn-
um, Gagliano, aðeins $1500 virði.
Hann seldi hljóðfærasala hana fyrir
$65 og lögreglan var fljót að hafa
uppi á henni.
Stolna fiðlu er aldrei hægt að
selja fyrir neitt nálægt sannvirði.
Dvalarstaður dýrs hljóðfæris fer
ekki fram lijá hljóðfærakaupmönn-
unum.
En fiðlurnar heilla líka öfga-
menn, sem ekki ætla sér að selja
þær. Við og við eru framdir dular-
fullir þjófnaðir. Nótt nokkra 1908,
var fiðlunni Hercules, sem var i
eigu belgiska fiðlusnillingsins Eu-
gene Ysaye, stoiið úr búningsher-
bergi hans í St. Petersburg. Hún
hefur ekki sézt síðan. Ef til vill er
hún i felum hjá öfgamanni með
glampandi augu.
1919 var stradivarifiðla 'Broni-
slaws Hubermans tekin úr lierbergi
hans á hóteli i Vin. Nokkrum
klukkustundum síðar var hún fal-
boðin hljóðfærakaupmanni einum
og þjófurinn tekinn um leið. í
febrúar 1936 hvarf sama fiðla úr
búningsherbergi Hubermans í
Carnegie Hall. Síðan liefur ekkert
lil hennar spurzt. Sérfræðingar
telja, að hún sé falin einhvers stað-
ar í Ameríku, undir vökulli gæzlu
pinhvers, sem ekki myndi vilja
ÚRVAL
selja hana fyrir eina milljón doll-
ara.
Kaupmenn sitja upp fyrir haus
í hrúgu af bréfum frá fólki, sem
er þess fullvíst, að það eigi hljóð-
færi hljóðfæranna. Það hefur átt
gamla fiðlu uppi á háalofti i ó-
munatið. Svo allt í einu dettur þvi
í hug að opna kassann, og í honum
er fiðla með miða, sem á stendur:
Antoiiius Stradivarius Cremonensis
Faciebat Anno 17 . Þá rekur fólk-
ið minni til, að foreldrar þess
sögðu einu sinni að afi hefði komið
með gamla fiðlu með sér frá Evr-
ópu, og sannfærist um, að það eigi
þarna 50 þúsund dollara verkfæri.
Þvi miður er sannleikurinn sá,
að fiðlan er sennilega $20—30 virði.
Tugir þúsunda af sambærilegum
áhöldum hafa verið framleiddir á
færibandi í Markneukirchen, Sax-
ony, Graslitz, Bohemia, Mitten-
wald, Bavaria, og Mirecourt i
Frakklandi. Næstum allir íbúar
þessara hreppa hafa atvinnu af
því að framleiða ódýrar fiðlur, sem
bera nafn Antoniusar Stradivaius.
Einu sinni dvaldi ég nokkra dagn
i Mittenwald, og það var einstæð
reynsla. Tæknisinnaður framleið-
andi hafði gert sér vél, sem sneið
fjölmarga fiðlubelgi í einu, eins
og þeir sniða föt í tugatali i New
York. Flestir sem að þessu unnu
fengu lítið fyrir snúð sinn, en ég
komst að því, að útflytjendurnir
fengu arðinn. Fyrir síðari heims-
styrjöldina átti Markneukirchen
fleiri milljónamæringa en nokkur
önnur þýzk borg af sambærilegri
stærð.
Möguleikarnir til að finna ekta