Úrval - 01.06.1965, Page 18
16
ÚRVAL
sér að kaupa flugfar til Bandaríkj-
anna. Þeir heimsóttu geimferðamið-
stöðvarnar í Alabama, Florida,
Maryland og Texas, og gerðu banda-
ríska geimferðavísindamenn furðu
lostna. „Þeir hafa unnið merkilegt
starf,“ segir Harry J. Goett, yfir-
maður Goodardgeimferðastöðvar-
innar. Á Kennedyhöfða létu bræð-
urnir starfsmennina heyra samræð-
ur John Glenns við stöðvar á jörðu,
sem þeir höfðu tekið á segulband.
Geimvísindamennirnir skildu ekk-
ert í þessu. Bandaríkin tilkynna
aldrei bylgjutíðnina fyrr en eftir
að geimförinni er lokið, af ótta
við að það geti valdið truflun á
sambandinu á viðkomandi bylgju-
lengd. Hvernig höfðu bræðurnir
farið að því, að finna þessa bylgju-
lengd? Það var ósköp auðvelt,
sögðu bræðurnir. Áður en geimfar-
inu var skotið á loft, höfðu þeir
séð mynd af liylki Glenns, og svo
hefðu þeir reiknað tiðnina af stærð
loftnetsins á hylkinu!
Hvað svo um framtíðina? Þessi
litla ötula leitarstöð verður að
sjálfsögðu aðeins tómstundagaman
fyrir Achille, sem nú hefur lokið
læknisprófi og hefur í hyggju að
gerast sérfræðingur í geimlækning-
um. En fyrir Gian er tómstunda-
föndrið orðið að ævistarfi. „Því
lengra sem maður hættir sér út í
þetta, þeim mun sterkari verður
löngunin að halda því áfram,“ seg-
ir hann. Hann er að vona, að sér
verði boðið starf í Bandaríkjunum.
Þangað til mun hann og starfsbræð-
ur hans í geimferðaathugunum
víðs vegar á linettinum, beina at-
hygli sinni að himinhvolfinu ■—
og lialda áfram að vera vísinda-
mönnum hið furðulegasta dæini um
snilli áliugamannanna.
Ég hélt fyrirlestur í smábæ einum í 60 mílna fjarlægð frá heimili
mínu á köldu vetrarkvöldi. Aksturinn var erfiður um glerhála vegi,
og því varð ég fyrir miklum vonbrigðum, þegar ég sá, að áheyrendur
voru samtals aðeins 12 að tölu. Ég hugsaði samt með sjálfum mér, að
einmitt þess vegna væri enn betri ástæða að vanda sig, og Því hóf ég
erindi mitt af krafti og ákafa.
Mér dauðbrá, er ég sá 2 konur rísa á fætur að fáum mínútum liðnum
og yfirgefa salinn. En þær komu aftur 10 mínútum síðar, og á eftir
þeim streymdi inn endalaus halarófa af kvenfólki, líklega um 50 konur
alls.
Seinna frétti ég, að konurnar í þessum smábæ skiptast á um að
sækja fyrirlestra. Ef ræðumaðurinn lofar góðu, læðast tvær af þeim
út og taka til að hringja í allar áttir sem óðar væru. Og Þá hraða hin-
ar konurnar í bænum sér á vettvang. En sé ræðumaðurinn leiðinlegur,
þarf „könnunarliðssveitin" ein að umbera hann.
Frederick Halla