Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 23
LOÐNI MAMMÚTINN
21
aðinum í Bolgari við Volgu ná-
lægt bænum Gorki. Arabar seldu
fílabein þetta til Vestur-Evrópu,
en samt vakti það enga sérstaka
eftirtekt þar.
En árið 1611 kom Englendingur-
inn Josias Logan heim úr ferð
sinni til Rússlands, og hafði hann
meðferðis fílabeinstönn, sem hann
sagðist hafa eignazt i Síberíu.
Tönnin var sýnd opinberlega og
varð almennt umræðuefni, þvi að
lifðu filar nokkurs staðar nema i
Afríku og Suður-Asíu? Var Logan
aðeins ósvífinn lygari?
En brátt tóku að berast sögur um
furðulegt dýr í Síberíu, og spek-
ingarnir vissu ekki, hvaða furðu-
dýr það væri, sem gæti þrifizt í
þeim heimskautakulda. Ekki varð
vandamálið auðveldara viðfangs
vegna nafns þess, sem síberisku
þjóðflokkarnir gáfu dýri þessu.
Þeir kölluðu það „mamantu“, sem
þýðir „dýrið, sem lifir niðri i
jörðinni.“ Þeir lýstu þessu dýri
sem eins konar risamoldvörpu,
sem dæi, er hún kæmi upp úr jörð-
inni. Þctta nafn afbakaðist svo
smám saman í orðið mammút, en
það orð er nú yfirleitt notað yfir
loðna fornaldarfílinn.
Enn þá flóknara varð svo málið
vegna nafns þess, sem fílabeins-
salarnir gáfu mammútafílabeininu.
Þeir kölluðu það „mamontovakost“
(rússnéska rmammútabcin), sem
var síðan ranglega túlkað eða af-
bakað og álitið þýða „horn mam-
mútsins“. Og hugsazt getur, að
þessi nafngift hafi svo verið or-
sök einnar furðulegustu skoðunar
í sögu náttúruvísindanna. Sænskir
Mynd gerð af Kagg baron.
Teikning Boltunovs ?.f nsar.i"lút'num sem
hann keypti stykki úr af Ossip Shuma-
khoff.
liðsforingjar, sem voru fangar
Péturs mikla i Síberíu, voru fengn-
ir til þess að rannsaka stór svæði
landsins og kortleggja þau. Einn
þeirra, Strahlenberg að nafni,
spurðist mikið fyrir um það meðal
hinna innfæddu, hvert hið furðu-
lega „hyrnta“ dýr væri, sem þar
ætti að lifa í jörðu niðri. Að lok-
um hitti hann Rússa einn, sem
sagðist hafa séð „mamantu“, og
gerði hann uppdrátt að dýri þessu.
Einn liðsforingjanna, Kagg baron,