Úrval - 01.06.1965, Side 28
26
ÚRVAI-
ingar hafi verið mjög hægfara og
tekið geysilega langan tíma.
Ráðgátan, sem fólgin er i hinum
frosnu mammútaskrokkum, er auð-
leyst. Þar er aðeins um að ræða
einstök dýr, sem hrapað liafa niður
í íssprungur eða fram af bröttum
fljótsbökkum. Fílar eiga auðvitað
erfitt með að komast upp mikinn
bratta og einnig að stökkva yfir
sprungur. Sumir hinna frosnu
mammúta hafa einnig reynzt vera
beinbrotnir, sem getur liafa orsak-
azt af slíku hrapi, en aðrir bera
þess merki, að þeir hafi kafnað.
En þótt mammútar hafi farizt
þannig í þúsundatali á mörgum ár-
þúsundum, hefur slikt samt ekki
getað valdið því, að tegundin yrði
aldauða. Þannig finnst enn ekki
nein fullgild skýring á þeirri ráð-
gátu, sem felst i þeirri staðreynd,
að þeir urðu aldauða. Þann leynd-
ardóm tók mammútinn með sér í
sína isgröf.
TILRAUNIR MET) NÝTT KVALASTILLANDI LYF
Því er nú haldið fram, að nýtt kvalastillandi lyf, sem ber heitið
,Wy-535“, sé jafn áhrifamikið og morfín, án bess þó að hafa í för með
sér hinar neikvæðu aukaverkanir morfínsins eða hættuna á vana-
myndu.
Tilraunir þessar hafa verið gerðar á vegum Wyeth Laboratories,
fyrst á dýrum, en fyrstu tilraunir gerðar á mönnum virðast staðfesta
niðurstöður þær, er fengust í dýratilraununum, að því er vísindamenn
staðhæfa.
Bæði morfín og meperidine drógu úr blóðþrýstingi og öndunarstarf-
semi, en Wy-535 virtist ekki hafa neinar slíkar teljandi breytingar í
för með sér. Hið nýja lyf virtist ekki heldur hafa nein vanamynd-
andi áhrif á sjúklingana. Science Horizons
NÝTT KVALASTILLANDI LYF
Tilraunir með nýtt kvalastillandi iyf, pentazocine að nafni, hafa gefið
góða raun, og vísindamennirnir halda þvi fram, að lyfið sé jafn áhrifamik-
ið og morfín, en algerlega laust við hina vanamyndandi eiginleika morf-
ínsins. Tilraunir með hið nýja lyf hafa verið gerðar síðustu 3 árin á
yfir 1000 sjúklingum við læknadeiid Baylorháskóla í Texasfylki i Banda-
rikjunum.
Tilraunir þessar hafa verið gerðar á vegum Sterling-Winthrop Re-
search Institute í Rensselaer í New Yorkfylki, og er þvi haldið fram,
að þetta sé fyrsta kvalastillandi meðalið, sem sé mjög áhrifamikið
jafnframt þvi að vera laust við vanamyndandi verkanir
Science Horizons