Úrval - 01.06.1965, Síða 32
30
ÚRVAI
tækniþróunin i Þýzkalandi sinar
eigin leiöir. Þótt Þjóðverjar yrðu á
eftir raeð kjarnorkusprengjur,
liöfðu þeir framleitt svo risastórar
eldflaugar, að aðrar eins voru
hvorki til í Ameríku eða Rússlandi.
Þeim tókst að framleiða infrarauða
gei.sla, er gerðu sama gagn og rad-
ar þótt þeir þekktu ekki það tæki.
Þeir þekktu ekki silicon-efni, cn
höfðu hinsvegar fundi nýja, lífræna
efnafræði. Auk jiessa mikla munar
á tæknilega sviðinu var miklu meiri
og undraverðari munur á andlega
sviðinn, einkum í heimspeki.
Þjóðverjar höfnuðu afstæðiskenn.
ingunni og höfðu ekki athugað
kenningar um geislavirkni frum-
eindakjarnans nema að litlu leiti.
Heimsmyndunarkenning þeirra
mundi hafa skelft stjarneðlisfræð-
inga Bandamanna. Það var kenn-
ingin um hinn eilifa ís og sam-
kvæmt henni voru bæði reikistjörn-
urnar og aðrar stjörnur aðeins is-
klumpar, sem svifu um geiminn.
Þegar slikur munur í hugsun og
tækni gat orðið til á 12 árum með
allri þróunar- og samgöngutækni
nútimans, hvað getum við þá i-
myndað okkur um þær menntir,
sem kunna að hafa myndazt á liðn-
um öldum. Eru fornleifafræðingar
nútimans dómbærir um ástandið í
vísindum, tækni, heimspeki og
annarri þekkingu hjá Maya-þjóð-
flokknum í Mexíkó eða Khemer-
þjóðflokknum i Indó-Kína og
Iíambodja.
Við viljum sem minnst tala um
sögusagnir t.d. um Lemuria eða
Atlantis.
í bókinni Kritias dásamar Platon
undur horfinna borga og' hefur
sennilega átt við Tartissos, sem i
bililíunni er kölluð TRarsis og
spámaðurinn Jónas flýði til. í rit-
inu Odysseus talar Hómer lika um
helgisagnaborgina Sclieria.
Tartessos var við ósa Guadalqui-
ivir, á þeim tíma auðugasta námu-
borg heimsins og þar ríkti háþró-
uð menning í margar aldir og borg-
in réð yfir mikilli þekkingu og
leyndardómum. Um 500 f. Kr. hvarf
hún gersamlega og enginn veil
hvernig eða livers vegna. Kannski
eru það ekki eintómar þjóðsögur
um liina leyndardómsfullu, kelt-
nesku borg Numinor, en við vit
um ekkert um það. Horfin menning,
sem við erum ekki örugg um að
liafi verið til, kemur okkur jafn-
óknnnuglega og kynlega fyrir sjón-
ir og Lemuria. En arabíska menn-
ingin i Cordova og Granada er
vísirinn að nútíma þekkingu, þar
hefjast tilraunarannsóknir og hag-
nýt notkun þeirra. Þar áttu sér stað
umfangsmiklar efnafræðilegar
rannsóknir og þeir fengust við at-
huganir á ósjálfráðum viðbrögðum.
Arabisk handrit frá 12. öld e. Kr.
sýna frumdrög að eldflaugum til
notkunar við sprengjuárásir. Hefði
ríki Almansors náð jafnmiklum
framförum í liffræði eins og tækni,
og ef drepsótt hefði ekki hjálpað
Spánverjjum að eyðileggja það,
mundi iðnbyltingin e.t.v. hafa gerzt
á Andalúsíuslétunni á 15. eða 16.
öld og á 20. öld arabiskir geim-
farar og ævintýramenn stofnsett
nýlendur á tunglinu Venusi og
Marz.
Ríki Hitlers leið undir lok í ó-