Úrval - 01.06.1965, Page 41
39
SVONA ER LIFIÐ
E'inn daginn þegar ég var aö fara
á kvenfélagsfund, bað ég eiginmann
minn að finna fyrir mig i simaskránni
númerið á húsi konu þeirrar, sem
fundinn átti að halda hjá. En Það
skal tekið fram, að maðurinn minn er
sögukennari, sem ann starfi sínu
hugástum. Hann blaðaði um stund
í skránni, þar til hann fann það, og
sagi svo: „Það ætti ekki að verða
erfitt fyrir þig að muna þetta númer.
Það er ártalið, þegar Vestgotar rudd-
ust inn í Rómaborg, rændu þar og
rupluðu!"
-—★
Móðurmálskennari við samkennara
sinn í enskum skóla, er þeir víkja úr
vegi fyrir heilu flóði af unglinga-
skólanemendum: „Það, sem mér þyk-
ir andstyggilegast við þessa vinnu,
er að þurfa að kenna ensku sem er-
lent tungumál."
Frú Charles W. Wood
-—★
Einn morgun, þegar ég var á leið
i vinnu eftir hálum veginum, rann ég
til og fótbrotnaði á tveim stöðum.
Sent var eftir sjúkrabíl, og utan um
mig safnaðist hópur fólks þarna sem
ég lá endilöng rétt utan við vegar-
brúnina. Þegar mér var lyft upp á
sjúkrabörurnar, heyrði ég gamla konu
úr næsta húsi segja við eina vin-
konu sína: „Ég var einmitt að velta
því fyrir mér, hvers vegna hún Georg-
ia lægi þarna svona endilöng rétt
við vegarbrúnina.... Það var sannar-
lega ekki líkt henni að haga sér þann-
ig!“
—★
Ég starfaði í riddaraliðslögreglunni
í Calgaryhéraði í Kanada fyrir um
tveim áratugum og hafði þá mikil
afskipti af málefnum Sarcee-Indíán-
anna. Gamall höfðingi, sem ég hafði
oft handtekið fyrir drykkjuskap, gaf
mér mjög skrautlegan hattborða að
skilnaði, er ég fluttist þaðan. Eg
festi borða þennan á hattinn minn
mjög stoltur og sýndi öllum ,sem
skoða vildu. Nýlega rakst ég á gaml-
an vin, sem gat þýtt indíánsku staf-
ina á borðanum fyrir mig. Þýðingin
hljóðaði svo. STÓRI BLÁEYGÐI
LANGNEFJAÐI TlKARSONURINN.1
——★
1 fyrstu heimsókn sinni í dýragarð-
inn starði lítill drengur á stork í búri
um stund, sneri sér síðan að pabba
sínu og sagði: „Nei, sko, pabbi, hann
þekkir mig bara alls ekki aftur."
—-★
Eigandi lítillar sögunarmyllu vildi
gjarnan kaupa dálítið af trjávið af hr.
Pogue, sem átti dálitið skóglendi, en
hr. Pouge vildi fá hátt verð fyrir
og neitaði að lækka verðið. „Heyrið
þér mig nú,“ sagði myllueigandinn,
„ég get keypt töluvert ódýrari trjá-
við af skóræktarstofnun ríkisins."
„Og hvað um það?“ spurði hr.
Pouge. „Stjórnin er líka skuldunum
vafin, en það er ég aftur á móti ekki.“
F. Nolan Ball