Úrval - 01.06.1965, Page 57

Úrval - 01.06.1965, Page 57
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 55 frá völdum og setjast sjálfur í valda- stól í Jerúsalem, og þeir þreyttust aldrei á að karpa um hvernig em- bættunum skildi skipt. En Jesús missti aldrei þolinmæðina. Hann trúði því, að til þess að öðlast traust manns, yrði maður að treysta lion- um. Simon Pétur var hávaðasamastur og áleitnastur af lærisveinunum, og hann var alltaf að lýsa því yfir, hve hugrakkur hann væri og trú- aður. Dag nokkurn sagði Jesús við hann: „Áður en haninn galar í nótt, muntu afneita mér þrisvar.“ Símon Pétur reiddist. Þótt hann yrði lif- látinn hrópaði hann, mundi hann aldrei afneita meistara sínum. Jesús brosti — og um nóttina rættist spá hans. Einhver hefði látið Símon sigla sinn sjó, en Jesús sagði ekkert ávítunarorð. Hann treysti því að lærisveinninn léti sér þetta að kenningu verða, enda reyndist það svo. Símon Pétur brást ekki allt til dauðans. Lærisveinarnir voru ómenntað- ir almúgamenn, með sömu bresti og ástríður og gengur og gerist. Þó tókst Jesú, með sannfæringar- krafti sínum, trú og þolinmæði, að móta þá svo að þeir héldu starf- inu áfram og urðu sigursælir. Nokkrum árum eftir dauða meist- arans var skýrt svo frá i afskekkt- um hluta Rómaveldis, að „þeir sem sett hafa heiminn á annan endann eru komnir hingað líka.“ Fáeinuin áratugum siðar hneigði hinn stolti keisari í Róm höfuð sitt fyrir kenningu trésmiðisins frá Nazaret, þessari kenningu, sem flutt var og boðuð af óbrotnum almúgamönnum. í augum flestra viðstaddra virt- ist allt vera með felldu. Það var hörmulegast við ástandið. Loftið var fullt af ódaun af mönn- um og dýrum, sem voru þarna í einni kös. Menn tróðu hver á öðr- um og bölbænum rigndi. Öðrum megin garðsins voru gripastíur; hinum megin dúfnabúr. Fremst sátu skipaðir prestar og víxlarar við löng borð og féflettu e'ftir mætti þá sem komu að kaupa. Engum hefði getað komið til liugar að þetta væri helgidómur. Og samt var þetta musterið — miðdepill trúar- lífsins í landinu. Og mannfjöldan- um í musterisgarðinum fannst allt vera með eðlilegum hætti. En unga manninum frá Nazaret, sem var þarna á ferð, kom þetta kynlega fyrir sjónir. Það kom roði i vanga hans þegar hann virti fyrir sér spillinguna. Hann heyrði há- væra konurödd og leit við. Það var bóndakona að andmæla miskunnar- lausu okri víxlaranna. Og hann sá víxlarana grúfa sig glaðklakkalega yfir ránsfeng sinn. Undrun unga mannsins hreyttist i reiði. Hann gekk allt í einu að borði feita víxlarans, þreif i það og þeytti því þvert yfir garðinn. Okrarinn reyndi að grípa fjársjóð sinn, missti jafnvægið og enda- slengdist á jörðina. Siðan gekk ungi maðurinn á röðina og felldi öll borðin. Mannfjöldinn þyrptist kringum hann, en hann hélt áfram og leit hvorki til hægri né vinstri. Þegar hann kom að dúfnabúrunum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.