Úrval - 01.06.1965, Side 76

Úrval - 01.06.1965, Side 76
74 ÚRVAL yfirlýsingu, sem birt var samtímis í París og New York seint á árinu 1944, kemst listamaðurinn svo að orði: „Sú staðreynd, að ég fylgi Kommúnistaflokknum, er rökrétt afleiðing af öllu lífi mínu.... ég þráði að eignast aftur föðurland, og ég hef alltaf verið útlagi, en ég cr það ekki lengur. Franski Kommúnistaflokkurinn mun verða athvarf mitt, unz sú stund rennur upp, að ég get horfið aftur heim til Spánar.“ Yfirlýsingunni var tek- ið kuldalega i Moskvu. Picasso hafði atdrei fengizt ti! að viður- kenna hina opinberu liststefnu Sovétríkjanna, „s<)síalrealismann“, og sem listamaður var hann ekki mikils metinn austur þar. Samt var hann virkur félagi í Kommúnista- flokknum fyrstu árin eftir styrj- aldarlokin og var fulltrúi á Heims- friðarþingum, sem haldin vorú í Póllandi 1948, i Paris 1949 og i Englandi 1950. Það var fyrir Heims- friðarþingið i Paris, sem hann teiknaði hina frægu friðardúfu sína. Þessi mynd af hvítri dúfu, sem síðar var notuð á kinversk frímerki, er nú viðurkennd um heim allan sem óumdeilanleg tákn- mynd friðarins. Þegar Picasso hélt á friðarþingið i F.nglandi árið 1950. var mörgum félögum hans bönnuð landganga vegna stjórnmálaskoð- ana þeirra, enda var Kóreustríðið nýlega skollið á. Sjálfum var Pic- asso hleypt inn í landið, og hann spurði enskan kunningja sinn hæðnislega: „Ilvað skyldi ég liafa gert, úr þvi að þeír leyfa mér land- göngu?“ Hann hélt stutta ræðu á þinginu og sagði m. a.: „Ég styð lífið gegn dauðanum; ég styð frið- inn gegn stríðinu." Enda þótt lista- maðurinn væri orðinn sjötugur, virtist hann vera helmingi yngri. Það var eins og hann byggi yfir leyndardómi hinnar eilífu æsku — kvikur og fjörlegur, dökkur af sól- bruna, með leiftrandi, svört augu. Picasso hafði aðeins komið einu sinni áður til Englands. Til þess að mótmæla framkomu brezku stjórn- arvaldanna í garð félag'a hans, neit- aði Picasso að vera viðstaddur sýningu verka sinna, sem haldin var í London um sama leyti. Árið 1954 tók að gæta nýrra áhrifa í verkum Picassos. Hann kynntist fallegri, ungri stúlku, Jacqueline Roque, og málaði marg- ar myndir af henni, myndir, sem síðar urðu heimsfrægar. Snilld hans einkenndist af sömu dirfskunni og kraftinum sem fyrr. Picasso er nú kominn yfir áttrætt, og þessi smá- vaxni risi, sem breytti ásýnd evr- ópskrar listar, er enn önnum kaf- inn við sín fjölbreyttu viðfangsefni. Hann býr í Suður-Frakklandi, og þangað koma börn hans þrjú oft í heimsókn til hans. Hann sézt oft á gangi í sólskininu, klæddur stutt- buxum og kolbrúnn á hörund. Heyrzt liefur, að hann muni hverfa heim til Spánar, áður en langt um líður, og að Picassosafn verði opn- að í Barcelona. Það yrði mikill og merkur dagur, bæði fyrir Picasso og Spán, þegar hinn sigursæli meistari gæti snúið aftur heim til ættlands síns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.