Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 81
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
79
GuSmundur, — en sá, sem reri einn
á báti, var faSir minn, Óneitanlega
fannst mér hann stundum eiga i
vök að verjast, en aldrei uröu deil-
ur þessar að illdeilum, og allir
voru sáttir, er upp var staöiö. -—
FaÖir minn vissi líka, að í raun
og veru var Guðmundur trúvær
(,,religiös“) maður, mikill Krists-
unnandi og kirkjumaður á sinn
hátt. Hann var árum saman organ-
leikari i Skarðskirkju, sém er
heimakirkja frá Fellsmúla, og stund
aði það starf með mikilli kostgæfni,
eins og önnur störf, sem honurti
voru falin. Og til merkis um það,
hve mjög hann unni kirkju sinni,
Skarðskirkju, skal sagt frá því, að
hann gaf henni altaristöflu eina
fagra og 10 þúsund krónur,
skömmu áður en dagar hans voru
taldir. Hann var hljómvís („músik-
alskur“) og yfirleitt fegurðarunn-
andi mikill, viðkvæmur fyrir Öllu
ósamræmi, friðarins maður en ó-
eirðamaður enginn. Þó mun hann
hafa verið tilfinningamaður mikill
og upphaflega ör i lund, en hafði
oftast góða stjórn á skapi sínu. En
alvörumaður var hann alltaf og
var mjög á móti allri léttúð og kæru-
leysi í lífsháttum. Samt scm áður
hafði hann skopskyggni gott og hló
oft hjartanlega að því, sem honum
fannst að einhverju leyti ankana-
'íégf" eSá ‘ broslegt. En áldpei var
hlátur hans hávær.
: f ÍV.
Guðmundur var dulsinni og hafði
mikinn áhuga á' dulrænum fyrir-
bærum svonéfndum. Þó fór því
fjarri, að hann væri óhóflega trú-
gjarn i þeim efnum, og í raun og
veru var hann að eðlisfari meiri
dulhyggju'maður en dulfræðingur,
en á því tvennu er mikill munur.
I-Iann Var framspekilega sinnaður
og kaus fremur að fá svar við
spurningunni: hvers vegna?, held-
ur en hinni: hvernig? — Til merk-
is um það, hve liann var frum-
spekilega sinnaður, má telja það,
að oftar en einu sinni heyrði ég
hann láta i Ijós efa um það, að
hlutur, sem speglaðist i vatni, væri
„verulegri“ en speglunin. — En
eðlilegt má telja, að Guðmundur
liefði einnig áhuga á því, sem nefnt
er dulræn fyrirbæri, því að segja
iná, að þess háttar viðburðir hafi
gerzt í kringum hann nærri því í
frumbernsku. Árið 1935 reit Guð-
mundur grein í tímarit Guðspeki-
félagsins, „Ganglera“, 2. hefti og
hét sú grein: „Huldubörnin min.“
Tel ég rétt að birta hér þessa grein
því að hún lýsir nókkuð rithætti
Guðmundar og manninum yfirleitt.
Guðmundi farast svo orð:
„Foreldrar mínir byrjuðu bú-
skap i Ósgröf á Landi 1880. Það
býli var nokkuð austur af Skarfa-
nesi, efsta bæ með Þjórsá að austan
og all langt frá öðrum bæjum i
sveitinni. Ósgröf er nú í eyði fyrir
allmörgum árum. Veturinn 1880—
1881 hefur almennt hér verið kall-
aður Gaddaveturinn mikli. Olli
hann svo miklum og almennum
grasbresti næsta sumar hér í sveit,
að elztu menn mundu þá eigi ann-
að eins og engir siðan. Fór hey-
fengur eftir því. Fram að þeim
tíma voru landgæði í Landssveit