Úrval - 01.06.1965, Síða 95
GJAFARAMYNDIR / ISLENZKUM HÁNDRITUM
93
keisara verk sitt Naturalis historia
í handriti frá 12. öld. Myndirn-
inrar af hinum krjúpandi mönnum
með framréttar bækurnar i Teikni-
bókinni eru greinilega ætlaðar sem
forskrift að gjafaramyndum, sem
sýna afhendingu bóka, sennilega
án tillits til þess, hvort sá, sem af-
hendir, er sjálfur gjafarinn eða
hinn, sem gert hefur bókina. Til-
gangurinn með Teiknibókinni sést
greinilega á fol. 8r. Þar er mynd
af konungi eða krýndum dýrlingi,
sem situr undir baldakin. í vinstri
hendi heldur hann á rikisepli, en
hin höndin er tóm. Teiknarinn hef-
ur skrifað i myndina: „Kalla hann
huat þú villt og fá lionum þat j
haundena sem hann skal veria sig
med“. Hér hefur teiknarinn frjálst
val um það, hvað í höndina er
látið og þar með, hver maðurinn
er. Á sama hátt mætti klæða menn-
ina á fol. 21v og llv eftir stétt og
tízku, en myndinni er aðeins ætl-
að að vera forskrift að þvi, hvern-
ig slíkar myndir eigi að vera. Önn-
ur fyrirmynd i Teiknibókinni vek-
ur einnig athygli hér, en það er
þrenningarmyndin á fol. 3v. Fyrir
utan aðalumgjörð myndarinnar
sést hermaður með alvæpni, sem
beygir kné sín, án þess þó að krjúpa
alveg. Hermaðurinn er greinilega ó-
aðskiljanlegur hluti myndarinnar.
Minnir þessi mynd óneitanlega á
myndirnar i ensku 14. aldar hand-
ritunum.
Vitað er að til Svíþjóðar barst
stórt skinnhandrit, sem kennt var
við Orm Snorrason. I handriti
þessu var Trójumanna saga og
ýmsar riddarasögur.
Það virðist nokkurnveginn vist,
að Ormur Snorrason á Skarði hafi
látið gera hækur og þær ekki af
lakara taginu. Styður það þá tilgátu
að hann hafi einnig látið gera
Skarðsbók. En hvaða aðili hefur átt
að fá þessa miklu og glæsilegu
lögbók að gjöf? Því verður líkast
til aldrei svarað með fullri vissu,
en það hlýtur að hafa verið einhver
merkur höfðingi eða meiri háttr
stofnun. Líklegt er, að kirkjuleg
stofnun hafi verið höfð í huga. Má
vera, að hann hafi verið að launa
kirkjugriðin. Það verður vafalaust
aldrei vitað, hvort hókin hefur
nokkurn tíma komizt í hendur
þeirrar stofnunar eða þess manns,
sem hún var ætlað í upphafi. Bók-
in hefur sýnilega alltaf verið á
Vesturlandi, en Ormur Snorrason,
eða sá maður, sem lét gera bókina,
hefur aldrei ætlað að nota hana
til eigin afnota, því að þá hefði
hann ekki látið setja i hana gjaf-
aramynd. Sá maður hefur ætlað að
gefa Skarðsbók, og er gjafarinn á
myndinni á fol. 2 recto mynd af
honum sjálfum.
Lausn af bls. 67.
1. svefnpoki úr skinni. — 2. þver,
staður. — 3. háð. — 4. kýli. — 5 rófa,
pensill. — 6. að fá e-ð af heppni. —
7. lágt hljóð. — 8. að líkjast e-m. —
9. að hoppa, að stjaka við. — 10.
sem sér illa. — 11. að binda saman.
— 12. að kroppa gras. — 13. hraði,
strekkingur. •— 14. blautt starengi.
•— 15. virðing, tign. — 16. svolítill.
— 17. hestur, það, sem dregið er.
— 18. brothættur. — 19. alda. —
20. að bólgna.