Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
„Drottinn minn/ sagði hann, „þetta
er hræSilegt!"
Ákvörðunin um að fara fram hjá
París liafði verið tekin með mik-
illi tregðu. Dwight D. Eisenhower
hershöfðingja, sem stýrði lierjum
Bandamanna, var vel ljóst, hve
gífurlega mikil andleg' uppörvun
frelsun borgarinnar mundi vera
fyrir Frakkland, fyrir hans eigin
liersveitir, já, fyrir allan heiminn.
Ákvörðunin var algerlega hernaðar-
leg. Herráð hans færði rök að því,
að ef hrekja ætti Þjóðverja úr borg-
inni, kynni það að kosta langvar-
andi og harða götubardaga, líkt og
í Stalingrad, baráttu, sem gæti lykt-
að með því, að hin franska höfuð-
borg lægi i rústum.
Bíðið með frelsun Parísar i 6
til 8 vikur, ráðlagði herráðið. Farið
í stað þess bæði norðan og sunnan
við borgina eftir flatneskjunum,
sem eru tilvaldar til skriðdreka-
hernaðar. Með því móti gætu
Bandamenn einnig tekið skothreið-
ur V-1 og V-2 eldflauganna i norð-
urhluta Frakklands, og hraðað
hinni afar áríðandi fyrirætlun
Eisenhowers — að koma upp brú
yfir Rín fyrir veturinn.
Frá herfræðilegu sjónarmiði
mælti allt með þessu, og er Parísar-
búar geta aðeins „þolað sambúðina
við þjóðverja ofurlitið lengur,“
sagði Eisenhower við einn aðstoð-
armann sinn, „getur sú fórn þeirra
hjálpað oss til að stytta ófriðinn."
Til þess að tryggja að þeir gerðu
það, hafði hann sent ströng fyrir-
mæli til Pierre Koenig hershöfð-
ingja í Lundúnum, sem yfirmanni
Franska landvarnarliðsins (French
Forces of the Interior=FFI) að
„engar vopnaðar hreyfingar megi
hefjast í París né neins staðar ann-
ars staðar“ fyrr en hann segi til.
Það var vegna þessarar ákvörðunar
sem Alain Perpesat var látinn kasta
sér út í náttmyrkrið til að aðvara
frönsku Neðanjarðarhreyfinguna.
ÓÞOLINMÆÐI í ALGIER
Fyrir Charles de Gaulle, sem
beið eirðarlaus i steikjandi hitan-
um í Algier, hafði París höfuðþýð-
ingu. Hún var sá burðarás, sem
örlög lands hans mundu innan
skamms velta á, og jafnframt hans
eigin örlög. Því að de Gaulle var
sannfærður um, að hann ætti í
kapphlaupi við franska Kommún-
istaflokkinn, sem réði yfir miklum
hluta neðanjarðarhreyfingarinnar.
Fyrsta og helzta takmarkið var
Paris; sigurlaunin mundu verða
allt Frakkland.
Það var fastur ásetningur de
Gaulles, að verða leiðtogi Frakk-
lands eftir styrjöldina. Og hann
taldi, að það væru ekki aðeins
yfirlýstir stjórnmálaandstæðingar
hans, kommúnistarnir, sem vildu
setja fyrir hann fótinn, heldur
einnig hernaðarbandamenn hans,
Bandaríkjamenn.
Hinn 8. júní, 1940, daginn eftir að
franska stjórnin hafði beðið Hitl-
er um vopnahlé, hafði de Gaulle
lirifið imyndunarafl hins frjálsa
heims. Hann, sem þá var fremur
lítt þekktur herdeildarforingi, hafði
útvarpað frá Lundúnum þeirri á-
skorun, sem varð til þess að hrinda
af stað hreyfingunni Frjálst Frakk-
land (Free French Movement).