Úrval - 01.06.1965, Page 109
F.R PARIS Afí RRENNA?
107
FrakkUmds í Lundúnum. Hún liafði
nú fengið í hendur orðsendingu,
sem hún skyldi rita á dulmáli.
Hún hafði langa hjálfun í því,
að lesa ekki ]>a?r orðsendingar,
sem hún sneri á dulmá!, og hún
forðaðist það einnig vandlega með
þessa fyrstu skýrslu Chaban-Del-
mas til Lundúna síðan hann kom
þaðan. En við síðasta orðið hrökk
hún ósjálfrátt við og gat ekki að
sér gert að lesa textann:
„Ástandið í París er ákaflega
ískyggilegt. Öll nauðsynleg skilyrði
til að liefja uppreisn eru fyrir
hendi. Óvænt atvik, hvort heldur
ósjálfráð, fyrir tilstilli óvinanna
eða jafnvel óþolinmóðra And-
spyrnuflokka, munu leiða til hinna
alvarlegustu atburða með blóðugum
Iicfndarráðstöfunum, sem Þjóðverj-
ar virðast þegar hafa tekið ákvdirð-
un um. Nauðsynlegt að þér leitið
til Bandamanna og fáið ])á til að
fyrirskipa skjóta töku Parisar. Að-
varið íbúana opinberlega mjög al-
varlega og ákveðið um BBC. að
forðast nýja Varsjá.“
„Varsjá!“ hugsaði Jocelyn. Upp'
reisnin þar hafði kostað óhemju
eyðileggingu og mannslíf. Var raun-
verulega svo komið i París?
Svarið var, já. Því sem næst.
Hvarvetna mátti sjá aðvörunar-
merkin. Flestir ráðherrar Vichi-
stjórnarinnar voru flúnir og létu
eftir sig áberandi stjórnmálaauðn.
Starfsfólk við járnbrautir, neðan-
jarðarbrautir, póst og síma og jafn-
vel lögreglan, höfðu gert verkfall.
Og síðan en ekki sizt, borgin sjálf
var tilbúin að gera uppreisn. Sár-
gramir eftir auðmýkingu fjögurra
ára hernáms, hungraðir og hafandi
engin borgaraleg yfirvöld til þess
að hafa hemil á þeim, fundu París-
arbúar á sér, að stund hefndarinnar
var á næstu grösum. Hið eina, sem
vantaði íil þess að uppreist bryt-
ist út, var sterk rödd, sem hrópaði:
„Til götuvígjanna!“ Og þessa rödd
var Kommúnistaflokkurinn nú
reiðubúinn að leggja til.
Frelsisnefnd Parísar, sem komm-
únistar réðu yfir, hafði raunveru-
leg'a ákveðið að stofna fil uppreisn-
ar næsta dag. En þegar Yves Bayet,
foringi Gaullista fékk veður af
fyrirætlunum þeirra, einsetti hann
sér að slá þá út af laginu. Gaull-
istar skyldu ná í sínar hendur þýð-
ingarmestu byggingu Parísar, hinni
voldugu og sterku aðallögreglustöð.
Andspyrnuhreyfingin átti sterk í-
tök í lögreglunni, og Bayet gerði
þeim nú orð, að allur liðstyrkur
lögreglunnar skyldi mæta næsta
morgun, 19. ágúst kl. 7, á götunum
umhverfis þessa steinbyggingu.
I 'PPREISNIN HEFST
Þegar Amédée Bussiére yfirlög-
reglustjóri Vichystjórnarinnar í
París, vaknaði næsta morgun, kall-
aði hann á þjón sinn. „Nokkuð að
frétta, Georgi?“ spurði hann.
„Já, herra yfirlögreglustjóri,“
svaraði Georges. „Verkfallsmenn-
irnir eru komnir aftur.“
Bussiére hraðaði sér út að glugg-
anum. I fjóra daga hafði hann verið
skipstjóri á mannlausu skipi. Nú
sá hann að þriliti fáninn franski
blakti hraustlega á byggingunni.
Og fyrir neðan, í hinum geysistóra
forgarði stöðvarinnar voru saman