Úrval - 01.06.1965, Page 109

Úrval - 01.06.1965, Page 109
F.R PARIS Afí RRENNA? 107 FrakkUmds í Lundúnum. Hún liafði nú fengið í hendur orðsendingu, sem hún skyldi rita á dulmáli. Hún hafði langa hjálfun í því, að lesa ekki ]>a?r orðsendingar, sem hún sneri á dulmá!, og hún forðaðist það einnig vandlega með þessa fyrstu skýrslu Chaban-Del- mas til Lundúna síðan hann kom þaðan. En við síðasta orðið hrökk hún ósjálfrátt við og gat ekki að sér gert að lesa textann: „Ástandið í París er ákaflega ískyggilegt. Öll nauðsynleg skilyrði til að liefja uppreisn eru fyrir hendi. Óvænt atvik, hvort heldur ósjálfráð, fyrir tilstilli óvinanna eða jafnvel óþolinmóðra And- spyrnuflokka, munu leiða til hinna alvarlegustu atburða með blóðugum Iicfndarráðstöfunum, sem Þjóðverj- ar virðast þegar hafa tekið ákvdirð- un um. Nauðsynlegt að þér leitið til Bandamanna og fáið ])á til að fyrirskipa skjóta töku Parisar. Að- varið íbúana opinberlega mjög al- varlega og ákveðið um BBC. að forðast nýja Varsjá.“ „Varsjá!“ hugsaði Jocelyn. Upp' reisnin þar hafði kostað óhemju eyðileggingu og mannslíf. Var raun- verulega svo komið i París? Svarið var, já. Því sem næst. Hvarvetna mátti sjá aðvörunar- merkin. Flestir ráðherrar Vichi- stjórnarinnar voru flúnir og létu eftir sig áberandi stjórnmálaauðn. Starfsfólk við járnbrautir, neðan- jarðarbrautir, póst og síma og jafn- vel lögreglan, höfðu gert verkfall. Og síðan en ekki sizt, borgin sjálf var tilbúin að gera uppreisn. Sár- gramir eftir auðmýkingu fjögurra ára hernáms, hungraðir og hafandi engin borgaraleg yfirvöld til þess að hafa hemil á þeim, fundu París- arbúar á sér, að stund hefndarinnar var á næstu grösum. Hið eina, sem vantaði íil þess að uppreist bryt- ist út, var sterk rödd, sem hrópaði: „Til götuvígjanna!“ Og þessa rödd var Kommúnistaflokkurinn nú reiðubúinn að leggja til. Frelsisnefnd Parísar, sem komm- únistar réðu yfir, hafði raunveru- leg'a ákveðið að stofna fil uppreisn- ar næsta dag. En þegar Yves Bayet, foringi Gaullista fékk veður af fyrirætlunum þeirra, einsetti hann sér að slá þá út af laginu. Gaull- istar skyldu ná í sínar hendur þýð- ingarmestu byggingu Parísar, hinni voldugu og sterku aðallögreglustöð. Andspyrnuhreyfingin átti sterk í- tök í lögreglunni, og Bayet gerði þeim nú orð, að allur liðstyrkur lögreglunnar skyldi mæta næsta morgun, 19. ágúst kl. 7, á götunum umhverfis þessa steinbyggingu. I 'PPREISNIN HEFST Þegar Amédée Bussiére yfirlög- reglustjóri Vichystjórnarinnar í París, vaknaði næsta morgun, kall- aði hann á þjón sinn. „Nokkuð að frétta, Georgi?“ spurði hann. „Já, herra yfirlögreglustjóri,“ svaraði Georges. „Verkfallsmenn- irnir eru komnir aftur.“ Bussiére hraðaði sér út að glugg- anum. I fjóra daga hafði hann verið skipstjóri á mannlausu skipi. Nú sá hann að þriliti fáninn franski blakti hraustlega á byggingunni. Og fyrir neðan, í hinum geysistóra forgarði stöðvarinnar voru saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.