Úrval - 01.06.1965, Side 113
ER PARIS Atí RRENNA?
111
vinstri bakka Seinefljóts. Einn ein-
beittur maður stöðvaði þá. Armand
Fournet ruddist fram á stigaskör-
ina, þreif upp skammbyssu sína
og sagðist mundu skjóta fyrsta
manninn, sem reyndi að komast
fram hjá honum. Lamaðir og
skömmustulegir námu lögreglu-
mennirnir staðar.
Fyrir ofan þá var símritari að
senda áríðandi áskorun til allra lög-
reglustöðva í París: „Árás á aðal-
lögreglustöðina er yfirvofandi.
Allur liðsstyrkur FFI, sem tiltækur
er, verður að ráðast á Þjóðverjana
aftan frá.‘ Að nokkrum mínútum
liðnum þustu frá fjölmörgum lög-
reglustöðvum hópar manna, vopn-
aðir hverju sem hendi var næst,
til að koma aðallögreglustöðinni
til hjálpar.
I ilta upplýstum kjallara bygg-
ingarinnar voru þrír menn að
skrapa saman áhrifamestu vopnum
varnarliðsins. í mestu flýti helltu
þeir birgðum Vichylögreglustjórans
af kampavíni á gólfið og fylltu
flöskurnar í staðinn með blöndu af
bensíni og brennisteinssýru, settu
tappana í og vöfðu þær i bréfi
bleyttu í klórkalíi. Þetta voru svo-
nefnd Molotoff hanastél, og hópur
lögreglumanna fór síðan með þau
upp á efri hæðir byggingarinnar.
Á torginu fyrir framan Frúar-
kirkjuna sá skriðdrekastjórinn
Willy Linke eina af þessum ban-
vænu flöskum falla inn i stýrisklef-
ann á næsta skriðdreka, sem stjórn-
ari hans hafði verið svo óvarkár
að liafa opinn. Eftir fáar sekúndur
stóð hann í björtu báli. Innilokaður
inni í sínum eigin skriðdreka,
heyrði Linke fagnaðaróp verjenda
lögreglustöðvarinnar klingja yfir
höfði sér. Óður af reiði heimtaði
hann sprengikúlu í fallbyssu sína
og lét liana dynja á byggingunni.
VIÐSJÁLT VOPNAHLÉ
Klukkan 7 þetta kvöld tók síminn
hjá sænska sendiherranum að
hringja viðstöðulaust. Að lokum
ansaði aðalræðismaðurinn, Raoul
Nordling sjálfur, og varð furðulost-
inn að heyra rödd segja: „Þetta er
á aðallögreglustöðinni. Við erum
hér, afar illa staddir. Skotfærabirgð-
ir okkar eru á þrotum, endast að-
eins nokkrar mínútur enn. Getið
þér nokkuð gert fyrir okkur?“
Nordling lagði samstundis af
stað að hitta von Cohltitz hers-
höfðingja. Er hann hitti hanu,
komst liann að raun um, að hann
var ákveðinn i að sýna Andspyrnu-
hreyfingunni í tvo heimana, en
hún liafði þegar vegið 50 af mönn-
um hans og sært aðra 100. í við-
ræðum þeirra viarð augljóst að
þýzka hershöfðingjanum var ó-
kunnugt um, hvernig komið var
fyrir varnarliðinu í lögreglustöð-
inni, því að hann var sífellt að tala
um að „knýja þá burt úr lögreglu-
stöðinni með loftárás.“
Sannleikurinn var sá, að til þess
að auðvelda skriðdrekum sínum
leiðina hafði hann fyrirskipað
steypiflugvélaárás á bygginguna
hálfri klukkustund eftir sólarupp-
rás næsta morgun. Von Choltitz
var sannfærður um að þessi eina
grimmileg'a árás yrði nægileg' lexía
til að friða borgina á ný.
„Er yður ljóst,“ spurði Nordling