Úrval - 01.06.1965, Side 113

Úrval - 01.06.1965, Side 113
ER PARIS Atí RRENNA? 111 vinstri bakka Seinefljóts. Einn ein- beittur maður stöðvaði þá. Armand Fournet ruddist fram á stigaskör- ina, þreif upp skammbyssu sína og sagðist mundu skjóta fyrsta manninn, sem reyndi að komast fram hjá honum. Lamaðir og skömmustulegir námu lögreglu- mennirnir staðar. Fyrir ofan þá var símritari að senda áríðandi áskorun til allra lög- reglustöðva í París: „Árás á aðal- lögreglustöðina er yfirvofandi. Allur liðsstyrkur FFI, sem tiltækur er, verður að ráðast á Þjóðverjana aftan frá.‘ Að nokkrum mínútum liðnum þustu frá fjölmörgum lög- reglustöðvum hópar manna, vopn- aðir hverju sem hendi var næst, til að koma aðallögreglustöðinni til hjálpar. I ilta upplýstum kjallara bygg- ingarinnar voru þrír menn að skrapa saman áhrifamestu vopnum varnarliðsins. í mestu flýti helltu þeir birgðum Vichylögreglustjórans af kampavíni á gólfið og fylltu flöskurnar í staðinn með blöndu af bensíni og brennisteinssýru, settu tappana í og vöfðu þær i bréfi bleyttu í klórkalíi. Þetta voru svo- nefnd Molotoff hanastél, og hópur lögreglumanna fór síðan með þau upp á efri hæðir byggingarinnar. Á torginu fyrir framan Frúar- kirkjuna sá skriðdrekastjórinn Willy Linke eina af þessum ban- vænu flöskum falla inn i stýrisklef- ann á næsta skriðdreka, sem stjórn- ari hans hafði verið svo óvarkár að liafa opinn. Eftir fáar sekúndur stóð hann í björtu báli. Innilokaður inni í sínum eigin skriðdreka, heyrði Linke fagnaðaróp verjenda lögreglustöðvarinnar klingja yfir höfði sér. Óður af reiði heimtaði hann sprengikúlu í fallbyssu sína og lét liana dynja á byggingunni. VIÐSJÁLT VOPNAHLÉ Klukkan 7 þetta kvöld tók síminn hjá sænska sendiherranum að hringja viðstöðulaust. Að lokum ansaði aðalræðismaðurinn, Raoul Nordling sjálfur, og varð furðulost- inn að heyra rödd segja: „Þetta er á aðallögreglustöðinni. Við erum hér, afar illa staddir. Skotfærabirgð- ir okkar eru á þrotum, endast að- eins nokkrar mínútur enn. Getið þér nokkuð gert fyrir okkur?“ Nordling lagði samstundis af stað að hitta von Cohltitz hers- höfðingja. Er hann hitti hanu, komst liann að raun um, að hann var ákveðinn i að sýna Andspyrnu- hreyfingunni í tvo heimana, en hún liafði þegar vegið 50 af mönn- um hans og sært aðra 100. í við- ræðum þeirra viarð augljóst að þýzka hershöfðingjanum var ó- kunnugt um, hvernig komið var fyrir varnarliðinu í lögreglustöð- inni, því að hann var sífellt að tala um að „knýja þá burt úr lögreglu- stöðinni með loftárás.“ Sannleikurinn var sá, að til þess að auðvelda skriðdrekum sínum leiðina hafði hann fyrirskipað steypiflugvélaárás á bygginguna hálfri klukkustund eftir sólarupp- rás næsta morgun. Von Choltitz var sannfærður um að þessi eina grimmileg'a árás yrði nægileg' lexía til að friða borgina á ný. „Er yður ljóst,“ spurði Nordling
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.