Úrval - 01.06.1965, Side 114
112
ÚRVAL
óttasleginn, „að engu má skeika,
svo að árásin lendi ekki á Frúar-
kirkjunni?“
Von Choltitz yppti öxlum. „Hvað
annað ætlist þér til að ég geri eins
og ástatt er?“
Nordling flýtti sér að benda hon-
um á annað úrræði, sem honum
liafði þegar dottið í hug: bráða-
birgðavopnahlé. Von Choltitz í-
hugaði þessa hugsanlegu leið. Þá
mundi París verða rólegri að
minnsta kosti í bili. Auk þess mundi
hún gera lionum fært að fresta
hinni ráðgerðu árás næsta morgun
— árás, sem óhjákvæmilega yrði
skilin sem stríðsyfirlýsing á hend-
ur borginni. Hann tók ákvörðun
sina. Ef foringjarnir í lögreglu-
stöðinni gætu sannað það í klukku-
stundartilraun að þeir hefðu fulla
stjórn á mönnum sínum, skyldi
hann fallast á vopnalilé í allri borg-
inni. Von Choltitz fylgdi Nordling
til dyra, og fyrirskipaði því næst
að morgunárásinni skyldi frestað
um óákveðinn tima. Nordling sím-
aði fregnina um vopnahléð til lög-
reglustöðvarinnar, og innan stund-
ar stöðvaðist skothriðin frá báðum
aðilum. Næsta morgun var skothríð-
in hætt því nær allsstaðar í borg-
inni.
DE GAULLE SLEPPUE MEÐ
NAUMINDUM
Hinn 20. ágúst: Af þeim skýrsl-
um, sem Charles de Gaulle bárust
til Algiers, dró hann þá knýjandi
ályktun: að hann yrði að komast
aftur til Frakklands. í hinum form-
legu tilmælum sínum til Banda-
manna um heimfararleyfi, nefndi
De Gaulle.
hann aðeins þann tilgang með för-
inni, að líta eftir á þeim svæðum,
sem þegar hefðu verið frelsuð und-
an Þjóðverjum. Hann óttaðist, að
ef þeir vissu hinn eiginlega til-
gang fararinnar, sem var að koma
á fót stjórn sinni i París í nafni
hreyfingarinnar Frjálst Frakkland,
kynnu þeir að reyna að frysta sig
inni í Algiers. En svo undarlega
fór, að Bandamenn tóku yfirlýs-
ingu hans gilda, og studdu að
heimför hans.
Svo var það í dögun hinn 20. ág.
að Lockheed Lodestar-flugvél hans
„France“, átti aðeins eftir síðasta
spölinn á hinni löngu leið frá Gi-
braltar norður til Cherbourg. Enda
þótt vélin liefði meðferðist 3600
litra af bensíni, sem var meira en
hálf lest umfram venjulega hleðslu,
var þó alveg á takmörkum að elds-