Úrval - 01.06.1965, Side 115
ER PARÍS AÐ RRENNA?
113
neytiS entist henni til Normandi.
Og nú var flugmaðurinn, Lionel de
Marmier höfuðsmaður, þögull og
þungbúinn. Hann átti aðeins eftir
eldsneyti i hálfa klukkustund, og
hann vissi ekki hvar þeir voru
staddir. í meira en klukkustund
hafði hann ekkert séð fyrir þoku
og rigningu, en haldið sig einhvers-
staðar út af Englandsströndum og
árangurslaust skyggnast eftir orr-
ustuvélum frá R.A.F. (Royal Air
Fors), sem þeim hafði vérið lofað
að skyidu leiðbeina þeim til Nor-
mandi.
„Eldsneytið?" spurði Marmier
vélamann sinn, Aimé Bully liðs-
foringja.
„Mjög lítið, höfuðsmaður," svar-
aði Iiann.
Marmier sá í hendi sér, að hann
varð að finna land — á eigin spýt-
ur, án þess að hafa gagn af sendi
stöð sinni, og i aðeins 100 metra
skyggni. Hann svéigði því til suð-
urs yfir krappan sjóinn. Þá birtist
framundan liin langa og' lága Frakk-
landsströnd. Þeir svifu yfir yfir-
gefna strandlengju, þakta bjálka-
húsum og grjótruðningi. Marmier
sá ekkert, sem hann þekkti, og hann
hafði engan tíma til að leita að
kennileitum.
„Bully liðsforingi,“ skipaði hann,
„farið með þetta landabréf til le
patron (verndarans) og vitið hvort
hann þekkir hvar við erum.‘
f vistarverunni fyrir aftan flug-
stjórnarklefann sat de Gaulle þög-
ull og þungt hugsandi, og tuggði
vindil sinn þrjóskulega. Hann setti
upp gleraugun, leit snöggvast á
landabréfið og rýndi síðan út um
gluggann góða stund. Því næst
smellti hann fingrinum syðst á
Normandí. „Við erum hér,“ til-
kynnti hann, „rétt fyrir austan
Cherbourg.“ Bully fór fram í.
Á meðan hafði Marmier áttað
sig. Og reyndar voru þeir þar, sem
de Gaulle hafði bent á, og flugmað-
urinn var þegar að búa sig til lend-
ingar á skyndiflugvelli fyrir orr-
ustuvélar.
Um leið og vélin renndi sér eftir
hrufóttri flugbrautinni, tók lítið
rautt ljós að depla í mælaborðinu,
sem sýndi að eldsneyti „France“
var alveg á þrotum. Svo mjóu mun-
aði, að Charles de Gaulle slyppi
heill á húfi heim til Frakklands.
Klukkutíma síðar frétti dc
Gaule í lögreglustöðinni í Cher-
bourg, að komið hefði til upp-
reisnar í Paris. Það, sem fram að
þessu hafði verið aðkallandi þörf,
var nú orðin brýn nauðsyn. Charles
de Gaulle einsetti sér að áður en
þessum degi lyki, hefði hann talið
Eisenhower á að halda þegar til
höfuðborgarinnar. Hann bað um
að fá að ná fundi hans þegar í stað.
FORINGINN (FVHRER) VÆNTIR
ALGERRAR EYÐINGAR
Um 200 milur frá Cherburg var
Walter Model marskálkur, sem tek-
ið hafði við yfirstjórn á Vesturvíg-
stöðvunum af von Kluge, um sama
leyti nýkominn til aðalstöðva sinna
úr eftirlitsferð, sem hafði verið
honum hrein martröð. Vesturvíg-
stöðvarnar voru í langtum verra
ástandi en honum hafði komið til
hugar, og honum var ljóst, að hann
varð að tefla á tvær hættur til þess