Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
tillögu, að setjast að í hinni fögrw
forsetaíbúS, en tók í stað þess tvö
herbergi á þakhæðinni. Því næst
sendi hann eftir Leclerc. Hann var
að springa af óþolinmæði aS kom-
ast til Parísar,
Leclerc skýrði frá breytingu, sem
orðin var á upprunalegri áætlun
hans. Hann hafði fengið skipun
um að halda beinustu og stytztu
leið til Parísar, um Rambouillet og
Versailles. En nú hafði liorizt
njósn af nýjum þýzkum skriðdrek-
um og neðanjarðarsprengjum á þvi
svæði. Leclerc hafði þvi ákveðið
að sveigja til austurs með aðalliðs-
afla sinn og fara inn í borgina um
Orléanshliðið. Það, sem fyrir 24
klukkustundum hafði virzt aðeins
innganga, var nú orðið að innrás.
Lið Leclercs dreifði sér í umhverf-
borgarinnar, til þess að reyna að
fá sér einhvern blund. Og um nótt-
ina var eldsneyti fyllt á geyma og
brynvagna herdeildarinnar. Árásin
skyldi hefjast skömmu eftir dögun.
Þjóðverjarnir vissu ekkert um
hina yfirvofandi árás. Þýzkir njósn-
arar höfðu aðeins skýrt frá létt-
vopnuðum könnunarsveitum
skammt frá höfuðborginni. Engu
að síður komst Model marskálkur
að þeirri niðurstöðu, að vígstöðv-
ar Parísar væru orðnar hættulega
veikar, og einmitt þetta miðviku-
dagskvöld kvaddi hann til ailan
þann liðsauka, sem hann átti völ
á tii að fylla í skarðið.
En liðsauki frá Bandamönnum
var einnig á leiðinni. Því að Rolf
Nordling hafði komizt i gegn til
Bradleys hershöfðingja með til-
mæii von Choltitz til Bandamanna
um að fara inn í París. Og Bradlej
hafði samstundis brugðið við, o|
skipað Fjórðu Bandarísku her
deildinni að undirbiia förina til
Parísar. „Við megum fyrir enga
muni eiga það á hættu, að þessi
þýzki hershöfðingi kunni að skipta
um skoðun og breyta borginni í
helvíti."
Þessa sömu nótt, aðfaranótt 23.
ágúst, lók Fjórða herdeildin sig
upp frá herbúðum sinum hjá Carr-
ouges, 123 mílur frá París.
„HRINGIÐ KIRKJUKLUKKUNUM“
Hinn 24. ág.: í birtingu hélt her-
deild Leclercs til Parísar frá suðri
í þremur fylkingum, á 17 mílna
breiðri víglínu. 1 fyrstunni veittu
Þjóðverjar litla mótspyrnu og fram-
rás þeirra var líkust ákafri og fagn-
andi hersýningu. Meðfram leið
þeirra voru hópar fagnandi sveita-
fólks, sem veifuðu fánum, sungu
og grétu. Konur og meyjar stukku
upp á fótskör farartækjanna og yfir
framstig skriðdrekanná, til þess að
láta rigna yfir bjargvætti sína blóm-
um, ávöxtum, kossum, víni og tár-
um. Jean-René Champion, stjórn-
andi skriðdrekans „Mort-Homme“
(lílcsins), sá roskna konu veifa á-
kaft til sin. Hann opnaði málm-
gluggann og inn flaug skál, full af
tómötum.
Alain Rodel, liðsforingi greip á
iofti steiktan kjúkling og kampa-
vinsflösku, sem bakari fleygði til
hans í skriðdrekann.
En hersýningin varð skammæ,
því að skriðdrekafylkingarnar rák-
ust nú á þýzka varnarlínu, gríðar-
mikla fyrirsát, en kjarni hennar