Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 124

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 124
122 ÚRVAL komnir yfir Seine!“ Bergmálið af þessum orðum hans sveif enn í loft- inu, þegar hávaðinn frá skriðdrek- unum heyrðist fyrir utan. Allur skarinn tók að syngja „Marseillais- inn“, og þegar siðasti tónn ættjarð- arsöngsins dó út, þustu þeir allir út úr byggingunni og köstuðu sér yfir Dronne, kreistu hann og föðm- uðu með tárin í augunum, svo að hann kom ekki upp nokkru orði. Til þess að fregnin bærist út, hleyptu vélstjórarnir i raforkuver- um Parísar nægum straum á, til jjess að útvarpið heyrðist í hverjum krók og kima borgarinnar. „Gleðj- ist nú Parísarbúar!“ hrópaði þul- urinn, Pierre Shaeffer. „Herdeild Leclers er komin inn í París. Vér erum brjálaðir af hamingju!“ Þvi næst lék útvarpsstöðin „Marseill- aisinn“, og þá gerðist merkilegur hlutur. Ótöluleg'ir Parisarbúar skrúfuðu frá útvarpi sínu eins mik- ið og hægt var, og opnuðu glugg- ana. Naumast var ættjarðarsöngn- um lokið, er Schaeffer var aftur kominn að hljóðnemanum. „Segið öllum prestum að liringja kirkju- klukkum sínum!“ í fjögur ár höfðu klukkur Parísar verið þögular. Ekki í eitt sinn, með- an á hernáminu stóð, höfðu hinir magnþrungnu tónar þeirra hljóm- að út yfir borgina, jafnvel ekki til að kalla Parísarbúa til guðsþjón- ustu. Nú, samkvæmt tilmælum Schaeffers, hóf hin mikla, 14 smá- lesta klukka á suðurturni Frúar- kirkju gleðiþrunginn klukknahljóm. Næst tóku undir hljómar hinnar 19 smáíesta Savoyardeklukku Sacré Cþeur kirkjunnár, sem gerð var í guðsþakkarskyni fyrir lok þýzka hernámsins í París, árið 1871. Hver á fætur annarri tóku svo allar kirkjuklukkur Parísar undir þenn- an hátíðlega samhljóm. Og Parísar- búar grétu af gleði. Hvergi i París hafði klukkna- hljómurinn meiri áhrif en í lítilli skrifstofu í Hótel Meurice. Þar var herforingjaráð Dietrichs von Chol- titz að halda honum smá kveðju- máltíð. Þeir sem þar voru saman komnir gerðu sér ekki sérlega háar hugmyndir um þau örlög, sem biðu þeirra. Það var ekki nóg með að Bandamenn voru raunverulega komnir inn i borgina, heldur var bandarískur her einnig kominn yf- ir Seine og sótti óhindrað fram inn á þýzkt yfirráðasvæði. 26. og 27. hryndrekasveitunum, sem höfðu verið ætlaðar París til varnar, hafði verið snúið við, til þess að stöðva þessa framsókn. Það var ekki fram- ar um neinn liðsauka að ræða fyrir von Choltitz. Þegar von Clioltitz leit á foringja sína, gat hann lesið á andlitum sumra þeirra sambland af furðu og skelfingu. „Við hverju höfðuð þið svo sem búizt?“ spurði hann gremjulega. „Þið hafið dvalið hér i ykkar litla draumaheimi. Herrar mínir, ég get sagt ykkur dálítið, sem hefur farið fram hjá ykkur í því góða yfirlæti, sem þið hafið lifað í hér í París. Þýzkaland liefur tapað þessari styrjöld. Skyndilega greip hann símaá- haldið og hað um Hans Speidel hershöfðingja og herráðsforingja B-hersins, sem var í 60 mílna fjar- lægð. „Hlustið þér, Speidel," sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.