Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
komnir yfir Seine!“ Bergmálið af
þessum orðum hans sveif enn í loft-
inu, þegar hávaðinn frá skriðdrek-
unum heyrðist fyrir utan. Allur
skarinn tók að syngja „Marseillais-
inn“, og þegar siðasti tónn ættjarð-
arsöngsins dó út, þustu þeir allir
út úr byggingunni og köstuðu sér
yfir Dronne, kreistu hann og föðm-
uðu með tárin í augunum, svo að
hann kom ekki upp nokkru orði.
Til þess að fregnin bærist út,
hleyptu vélstjórarnir i raforkuver-
um Parísar nægum straum á, til
jjess að útvarpið heyrðist í hverjum
krók og kima borgarinnar. „Gleðj-
ist nú Parísarbúar!“ hrópaði þul-
urinn, Pierre Shaeffer. „Herdeild
Leclers er komin inn í París. Vér
erum brjálaðir af hamingju!“ Þvi
næst lék útvarpsstöðin „Marseill-
aisinn“, og þá gerðist merkilegur
hlutur. Ótöluleg'ir Parisarbúar
skrúfuðu frá útvarpi sínu eins mik-
ið og hægt var, og opnuðu glugg-
ana. Naumast var ættjarðarsöngn-
um lokið, er Schaeffer var aftur
kominn að hljóðnemanum. „Segið
öllum prestum að liringja kirkju-
klukkum sínum!“
í fjögur ár höfðu klukkur Parísar
verið þögular. Ekki í eitt sinn, með-
an á hernáminu stóð, höfðu hinir
magnþrungnu tónar þeirra hljóm-
að út yfir borgina, jafnvel ekki
til að kalla Parísarbúa til guðsþjón-
ustu. Nú, samkvæmt tilmælum
Schaeffers, hóf hin mikla, 14 smá-
lesta klukka á suðurturni Frúar-
kirkju gleðiþrunginn klukknahljóm.
Næst tóku undir hljómar hinnar 19
smáíesta Savoyardeklukku Sacré
Cþeur kirkjunnár, sem gerð var í
guðsþakkarskyni fyrir lok þýzka
hernámsins í París, árið 1871. Hver
á fætur annarri tóku svo allar
kirkjuklukkur Parísar undir þenn-
an hátíðlega samhljóm. Og Parísar-
búar grétu af gleði.
Hvergi i París hafði klukkna-
hljómurinn meiri áhrif en í lítilli
skrifstofu í Hótel Meurice. Þar var
herforingjaráð Dietrichs von Chol-
titz að halda honum smá kveðju-
máltíð. Þeir sem þar voru saman
komnir gerðu sér ekki sérlega háar
hugmyndir um þau örlög, sem biðu
þeirra. Það var ekki nóg með að
Bandamenn voru raunverulega
komnir inn i borgina, heldur var
bandarískur her einnig kominn yf-
ir Seine og sótti óhindrað fram
inn á þýzkt yfirráðasvæði. 26. og
27. hryndrekasveitunum, sem höfðu
verið ætlaðar París til varnar, hafði
verið snúið við, til þess að stöðva
þessa framsókn. Það var ekki fram-
ar um neinn liðsauka að ræða fyrir
von Choltitz.
Þegar von Clioltitz leit á foringja
sína, gat hann lesið á andlitum
sumra þeirra sambland af furðu og
skelfingu. „Við hverju höfðuð þið
svo sem búizt?“ spurði hann
gremjulega. „Þið hafið dvalið hér
i ykkar litla draumaheimi. Herrar
mínir, ég get sagt ykkur dálítið,
sem hefur farið fram hjá ykkur
í því góða yfirlæti, sem þið hafið
lifað í hér í París. Þýzkaland liefur
tapað þessari styrjöld.
Skyndilega greip hann símaá-
haldið og hað um Hans Speidel
hershöfðingja og herráðsforingja
B-hersins, sem var í 60 mílna fjar-
lægð. „Hlustið þér, Speidel," sagði